Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1964, Page 14

Æskan - 01.11.1964, Page 14
ANGT úti í heimi var einu sinni þorp. Eitt sinn snemma um vetur varð himinninn allt í einu þrunginn dimmum og skuggalegum skýj- um, svo að sólin náði ekki að skína á jörðina. Bændurnir í þorpinu urðu mjög hnuggnir út af þessu og báru ráð sín saman um, hvað gera skyldi. — Á einum af bæjunum í þorpinu var duglegur fjósakarl er Benedikt hét. Elann átti reku eina; fylgdu henni þeir töfrar, að þegar stigið var á hana, leið hún í loft upp með mann- inn, hvert er hann vildi. Nú kom bændunum saman um að senda Bensa fjósakarl að moka frá sólinni og var hann fús til þess. Nú bjóst Bensi af stað, og hafði hann með sér þriggja daga nesti. Steig hann nú á reku sína og leið hún í loft upp. — Þótti mönnum sjón að sjá Bensa með rekuna milli fót- anna svífa upp í himinhvolfið. — Loks var hann horfinn úr augsýn — og eftir 5 tíma var hann kominn upp til in nær því að þeim, æptu þeir heróp — og jafnskjótt dundi skothríðin og grjóthríðin á sneiðinni. En er liún datt niður, réðust bændur á hana og hugðust vinna á ófreskju þessari. Rétt í því skall hríðin aftur á ennþá dimmri en áður, svo að þeim var nauðugur einn kostur að hypja sig inn. — En þeim kom ekki dúr á auga alla næstu nótt af umhugsun um þennan óskiljanlega viðburð. Það var sem þeir byggjust við að sjá ófreskjuna koma þá og þegar fljúgandi inn um gluggana. — Þeir voru snemma á fót- um morguninn eftir og gáðu til veðurs. — Stóð þá svo heppilega á, að Bensi var að borða morgunmatinn, og slotaði því veðrinn um stund. En er þeir kornu þangað, sem þeir háðu orrustuna daginn áður, sáu þeir ósköpin öll af músaslóðum. En mest var þó af slóðum og krafstri á einum stað. Höfðu mýsnar grafið sig þar langt niður í snjóinn. — Tóku bændur nú að moka snjónum til að vita, Skýjamokstur. hinna dökku skýja. — Þar steig hann af rekunni, en hrap- aði þó eigi, því að nú náttúra fylgdi henni, að ekki þurfti nema halda á henni til þess að vera fyllilega stöð- ugur, þótt í lausu lofti væri. Tók hann nú að moka skýj- unum frá, en sökum þess að frost var mikið, fraus það allt á leiðinni niður á jörðina. Varð þá svo rnikil hríð, að bændurnir þóttust litlu bættari með ferð Bensa en áður, því að sum kotin í þorpinu fóru nær því á kaf í snjó. Þá er Bensi hafði mokað um stund, settist hann á rek- una og tók til snæðings. En er hann hafði matast um hríð, missti hann lundabaggasneið niður. Við það varð liann svo gramur, að berserksgangur rann á hann, tók liann þá að moka með svo miklum hamför- um, að enginn þorði að koma út fyrir hríðinni. Nú víkur sögunni til bændanna. Á meðan Bensi var að borða stytti upp hríðina, komu bændur þá út að gá til veðurs. Sjá þeir þá eitthvert ferlíki á flugferð í loftinu. Var það lundabaggasneiðin, sem Bensi hafði misst. Þeg- ar bændurnir sáu þetta, urðu þeir svo hræddir, að allir gripu það er hendi var næst; sumir tóku byssur, aðrir tré- drumba og grjót, en aðrir flýðu inn í bæi sína. Síðan fylktu þeir liði og stóðu nú þarna viðbúnir að taka á móti lundabaggasneiðinni. En er sneiðin var kom- hvað það væri, er mýsnar voru svo áfjáðar að ná í. — Þegar þeir voru komnir nær því niður að grassverðinum, fundu þeir tætlur úr lundabaggasneið, og voru mýsnar að naga þær. Datt þá einum þeirra í hug, að það kynni að hafa verið sneiðin, er þeir börðust við daginn áður. Féllust þeir allir á þessa tilgátu og voru mjög sneyptir, er þeir sáu að það var ekki annað en ein lundabagga- sneið, er þeir höfðu eytt svo mörgum skotum á. — Líður nú og bíður þar til seint um daginn; sjá þeir þá lil Bensa á flugferð í loftinu — og í sömu svipan kom sólin upp — og skein nú á jörðina margfalt fegurri en nokkru sinni áður. En bændurnir munu tæpast senda Bensa aftur til að moka frá lienni, þótt eitthvað skyggi. — Jólagjöfin. Steinn litli liafði verið i bæn- uni að kaupa jólagjafir. Þegar faðir hans kom heim frá vinnu sinni, sagði Steinn: — Þú veizt eklti hvað ég ætla •að gefa ])ér í jólagjöf, pabbi! — Nei, svaraði faðir lians. — Eg ætla heldur ekki að segja þér það, sagði Steinn litli, en eftir litla ])ögn bætti lrann við: — En ])ú getur að minnsta kosti fleygt gamla tannburstanum þínum 1 •

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.