Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 22

Æskan - 01.11.1964, Side 22
Árný tekur mynd af svifbrautinni, sem er að koma upp hæðina. aðir um borð i flugvéiina. Þau Árný og Sveinn kvöddu Gylfa Adólfsson með virkt- um og Jiökkuðu honum fyrirgreiðsluna. Hreyflarnir voru ræstir og brátt brunaði „Skýfaxi“ éftir flugbrautinni, tók flugið og var innan skamms á stefnu til íslands, — sömu stefnu og knerrir landnámsmanna fyrir meira en þúsund árum. Árný sat við glugga aftarlega í flugvél- inni og virti fyrir sér útsýnið. Skógi vax- in fjöllin umhverfis Björgvin, skerjagarð- inn og sundin. Það voru hús á sumum eyj- unum, iítil bryggja og bryggjuskúr, en enginn gróður utan eitt eða tvö tré. Þetta var undarlegt. En brátt var skerjagarður- inn og ]>ar með strönd Noregs að baki, „Skýfaxi" geystist áfram með 470 kíló- metra iiraða á klukkustund og fyrir neðan glitraði ljósblátt hafið í sólskininu, en litlir skýjahnoðrar svifu fyrir neðan og Jiar sem Jieir skyggðu á, var sjórinn dökk- blár. Þrjár flugfreyjur gengu um beina og innan skamms var borinn fram Ijúffengur hádegismatur. Flugfreyjurnar voru ]>ær Elsa Jónsdóttir, Guðbjörg Baldursdóttir og Þórhildur Þorsteinsdóttir. Á eftir fór Árný fram í flugstjórnar- kiefa í boði flugstjórans. Þar hitti hún aðra áhafnarmeðlimi, Ingólf Guðmundsson flugvélstjóra, sem er í daglegu tali kall- aður „Ingó“ og Árný sagði að væri ábyggi- lega skemmtilegur maður, og Örn Eiríks- son flugleiðsögumann. Tíminn leið fljótt. Flugfreyjurnar báru farþegunum blöð og tímarit, og áður en varði sást strönd íslands. Það var klukkan nakvæmlega 16.48, sem „Skýfaxi“ flaug inn yfir Hornafjörð, og ]>ar með voru }>au eiginlega komin langleiðina, sagði Árný. Farþegarnir virtu fyrir sér landslagið; ]>að voru margir útlendingar í flugvél- inni, og ]>eir lýstu undrun sinni og aðdá- un með upphrópunum á ýmsum framandi tungumálum. Árný í góðum félagsskap. Árnýju fannst líka ganian að sjá Hafnar- fjörð úr lofti og Silfurtún og Kópavog, og svo auðvitað sjálfa Reykjavik. Það var glampandi sólskin, ]>egar „Ský- \ Árný niður við höfnina í Bergen. faxi“ lenti og ók upp að flugstöð Flugfé- lags tslands. Árný horfði á hópinn, sem þarna var kominn til þess að taka á móti farþegunum, og innan stundar kom hún auga á foreldra sína og systkini. Hún veif- aði og ]>au veifuðu á móti. Landgangurinn var kominn að og far- þegarnir gengu út úr flugvélinni. F’lug- freyjurnar voru kvaddar og þökkuð ferðin, en þær ]>ökkuðu Árnýju fyrir skemmtilcga samfylgd. Tollverðir athuguðu farangur faijieg- anna, og að þvi búnu fór Árný með tösk- una sína og fiskana fram i salinn, þar sem bún hcilsaði foreldrum og systkinum. Bit- stjóri Æskunnar og frú, sem einnig voru komin á flugvöllinn, færðu Árnýju fagran blómvönd. Það voru allir mjög glaðir, foreldrar Árnýjar yfir að vera búin að heimta stúlk- una sína heim, og hún sjálf var glöð yfir að sjá þau og systkini sin og yfir vcl heppnuðu, fróðlegu og skemmtilegu ferða- lagi með Flugfélagi Islands um slóðir for- feðranna. 354

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.