Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 16
segir þá ýmislegt smáskrítið, blessunin — ég vona að þú takir það ekki illa upp, Sólrún.“ „Nei, alls ekki,“ svaraði Sólrún. Elsa og Veiga gamla komu nú í hlaðið á Hofi. Veiga hélt á kisu í fanginu, en Snati þaut til Geirmundar og flaðraði upp um hann. Veiga gamla setti kisu mjúklega á stéttina, nærri því eins og hún væri að leggja frá sér barn. Síðan gekk hún til Geirmundar, klappaði honurn á öxlina og sagði glaðlega: „Sæll og blessaður og velkominn heim, góurinn. Hvern- ig varð nú aflinn hjá þér í þetta skiptið?" „Sæl og blessuð, Veiga mín,“ svaraði Geirmundur vin- gjarnlega. Aflinn minn — hann er þarna. Hvernig lízt þér á?“ Hann leit brosandi á Sólrúnu. Gamla konan gekk til Sólrúnar, lagði hendurnar á axlir hennar og horfði hvössum augum á hana. Sólrún horfði á móti, róleg og alvarleg fyrst í stað, svo brosti hún og sagði hlýlega: „Komdu blessuð og sæl, Veiga. Ég vona að þér lítist ekki sem verst á okkur.“ Veiga gamla lét hendurnar síga. Glaðlegt bros birtist allt í einu á vörum hennar, — það var eins og voraði í hrukkóttu andliti gömlu konunnar. Höfuðið tinaði dá- lítið. Hún anzaði ekki því, sem Sólrún sagði, en sneri sér að Geirmundi. „Haltu nú fast um fenginn, Mundi litli,“ sagði hún, „já, haltu nú fast, drengur minn.“ Síðan gekk hún af stað sömu leið og hún kom, i áttina heim að litla bæn- um sínum. „Ætlarðu ekki að drekka kaffisopa með okkur, Veiga mín?“ kallaði Geirmundur á eftir henni. „Ekki núna, góurinn. Ég kem aftur í kvöld með könn- una mína og þá drekk ég kaffisopa með ykkur,“ svaraði Veiga og hélt áfram heimleiðis, lotin, hærugrá, undarleg gömul kona. Um kvöldið kom Veiga gamla með könnuna sina, eins og hún hafði sagt. Hún drakk kaffisopa og spurði Geir- mund um ferðalagið, en lítið gaf hún sig að Danna og Sólrúnu, en horfði oft og lengi á þau. Þegar Veiga gamla fór að sýna á sér fararsnið, bað Geirmundur Sólrúnu að láta mjólk í könnuna hennar; það væri föst venja að Veiga fengi mjólk og mat á Hofi eins og hún þyrfti. Sólrún gerði eins og hann bað. Þegar hún hafði hellt mjólkinni í könnuna, opnaði hún eina ferðatöskuna sína, náði í dálítið af súkkulaði og öðru góðgæti, lét það í bréfpoka og fékk gömlu konunni það um leið og mjólk- ina. Veiga gamla leit á Sólrúnu og brosti við. „Beztu þakk- ir fyrir, góa mín,“ sagði hún um leið og hún gekk til dyra. Á þröskuldinum stanzaði hún, sneri sér við, leit á Geirmund og sagði ákveðin: „Já, Mundi litli, glopraðu nú ekki út úr höndunum á þér því, sem guð hefur lag1- í þær.“ Síðan fór hún, þessi skrítna, gamla kona, — einn aJ kalkvistunum á lífsins meiði, — með könnuna sína 1 hendinni og böggulinn, sem Sólrún hafði gefið henni, 1 barminum. Þau voru öll þögul svolitla stund eftir að hún va' farin. Sólrún varð fyrst til að rjúfa þögnina. „Hvað er ég annars að liugsa. Þú ert orðin dauðþreyt*-’ Elsa mín. Nú skal ég hjálpa þér að þvo þér og hátta- Hún afklæddi Elsu, þvoði henni um andlit, hendur fætur. „Svona, þetta látum við nægja í kvöld, vina Þú ert orðin svo þreytt. Þú getur baðað þig á morgun- Svo fylgdi hún Elsu litlu inn í svefnlierbergi þeitJíl feðginanna. Herbergið var rúmgott og bjart með glugga á suður- °S vesturvegg. Við austurvegginn stóðu tvö rúm hlið viÖ hlið, og á veggnum uppyfir rúmunum hékk stór ni)'11 af mjög fríðri konu með dökkt, liðað hár. Sólrún sá stra* að myndin var af móður Elsu, telpan líktist henni mik1^' Þegar Sólrún hafði hjálpað Elsu í náttfötin, lagðist telpan útaf og Sólrún breiddi sængina ofan á hana. „Góða nótt, vina mín,“ sagði hún og kyssti litlu stúlkuna kinnina. „Farðu ekki frá mér alveg strax,“ sagði Elsa litla °$ vafði handleggjunum um háls hennar. Sólrún lagðist hjá Elsu og eftir stutta stund sváfu þær báðar vært og rótt' Sólrún vaknaði við að hönd var lögð á öxl henUaf Hún leit upp. Geirmundur stóð við rúmið. „Þú ert orðin dauðþreytt, sem vonlegt er. Danni eí et> og farinn að hátta. Við biðum dálitla stund eftir þef, svo datt okkur í hug að þú hefðir lagzt útaf hjá Elsu sofnað, svo hann fór að hátta." Sólrún reis upp. „Já, ég steinsofnaði. Elsa litla bað 11 að fara ekki strax frá sér, blessað barnið, en nú skal ^ flýta mér til Danna.“ Hún gekk hratt fram gólfið, ó‘u góða nótt og hvarf fram úr dyrunum. ^ Geirmundur afklæddist og lagðist útaf við hlið E litlu. Hann hugsaði með ánægju til sumarsins. SoJ var gjörólík hinum ráðskonunum hans. Og Veiga gaUl^ — aldrei hafði hún sagt við hann neitt svipað og JlU .x hún vissi sínu viti, gamla konan. „Ef til vill hef ég ver heppinn í þetta skipti,“ sagði liann við sjálfan sig- f Hann kyssti Elsu litlu á vangann og eftir andartak 0 liann steinsofnaður. IUJ Úti söng kliðmjúkur andvari í stráum. Vornóttm, ( og fögur, vafði allt í hlýjum faðmi sínum. Á Ú s5 Djúpadal svaf þreytt og ánægt fólk værum svefni, án Y að renna grun í, að nýr og hamingjuríkur kapítu^J hafinn í sögu þessa reisulega og fagra dalbýlis. #

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.