Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 23
leikann; þetta verða þung spor fyrir mig, en ég verð að gera þetta. Stuttu seinna stóð hann frammi fyrir hinum volduga Faraó. „Þú segist koma frá húsi míns trúa þjóns, Amru,“ sagði Faraó. „Hvaða boðskap sendir hann mér frá sinni hinztu stundu?“ Sethos sagði nú frá, hvernig allt hafði til gengið með gullna skrínið. Faraó hlustaði á mál hans, þungur á brún. „Illur og ótrúr þjónn hefur þú ver- ið húsbónda þínum, og það skal verða hegning þín að þjóna honum í ríki dauðans." „Færið hann r fangelsi,“ skipaði hann því næst lífvörðum sínum. „Síð- an verður hann múraður inni í gröf herra síns.“ Svo var gert sem Faraó bauð, og Sethos varð að vera marga daga í fangelsinu, því það tók marga daga að undirbúa lík Amru, áður en það væri fært til grafarinnar, og út- búnaður mikill varð að fylgja þeim dauða í grafhýsið, svo sem liúsgögn, . ökutæki og matur. Því Forn-Egyptar trúðu því, að þetta væri nauðsynlegt í ríki dauðans. Að lokum var allt til- búið og lík Amru og allur útbúnaður- inn færður til grafhýsisins. Vesalings Sethos var sóttur í fang- elsið og fluttur í grafhýsið, þar sem honum var ætlað að taka út þessa skelfilegu hegningu. í grafhýsinu voru mörg herbergi, og inn í hið allra innsta þeirra var farið með lík gamla höfðingjans. Á lok kistunnar var máluð mynd af Amru, því að trú Forn-Egypta var sú, að sálin kæmi öðru hverju og vitjaði líkamans, og þá var unr að gera að hún rataði rétt. Á öllum veggjum í grafhýsinu voru málaðar myndir al hinum látna og úr lífi hans, og undir myndirnar höfðu skrifarar lians skráð lofræður og kvæði um húsbónda sinn. , Sethos var nú leystur úr fjötrunum °g færður í innsta herbergið til hús- bónda síns. Varðmennirnir gengu út, °g stuttu seinna heyrði hann söng prestanna, meðan inngangurinn í , gtafhýsið var múraður aftur. Sethos sat lengi örvilnaður þarna við kistu húsbónda síns. Loftið í graf- hýsinu var mjög Jrungt og mengað smyrslum þeirn, sem líkið hafði verið srnurt með, og að lokum missti Sethos meðvitundina. Kvöldið, sem Amru lézt, hvarf Amasis úr höllinni, og enginn sá hann þar aftur. Það var heldur enginn, sem saknaði hans, því að allir höfðu nóg um að hugsa í allri ringulreiðinni og sorginni, sem dauði Amru leiddi af sér. Snemma morguns daginn eftir að Amasis hvarf var hann kontinn yfir Nil í lítilli bátsskel, sem hann hafði svo dregið í fylgsni milli klettanna, þar sem grafhýsin voru. Þarna faldi hann sig þar til daginn, sem lík Amrus var flutt til grafarinnar, og líkfylgdin aftur farin yfir Níl til borgarinnar. Allan þennan tíina hafði hann ekki samband við neinn og vissi þess vegna ekkert um, hvernig farið hafði fyrir uppeldisbróður sínum og félaga, vissi ekkert um þau grimmu örlög, sem biðu hans. Þegar dinrmt var orðið unr kvöldið, liélt hann til grafarinnar og reiddi stóran haka um öxl sér. Þegar hann hafði gengið dálítinn spöl frá fylgsni

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.