Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 22

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 22
Gullna skrínið. ■JL dögum Faraóanna átti Egypta- land í erjum og styrjöldum við nágrannalönd sín. En þegar Ramses II. komst til valda, tók þetta enda, því hann yfirvann fjendur landsins og það blómstraði undir stjórn þessa vitra konungs. Sagnir herma, að mað- ur að nafni Amru hafi gegnt æðstu trúnaðarstöðu hjá Ramses II. Hann var yfirmaður allra fjársjóða konungs, bjó í stórri höll og hafði mörg hundr- uð skrifara og þræla I sinni þjónustu. Þegar saga þessi gerðist, var Amru orðinn aldraður maður, og hann fann það á sér, að hann myndi ekki eiga mörg ár ólifuð, og dag einn lét hann gera boð eftir ungum skrifara, sem var í þjónustu hans. Amru sagði við hann: „Amasis," en svo hét skrifar- inn, „far þú og gerðu gröf mína til- búna. Þú veizt óskir mínar og hvernig ég vil hafa þetta.“ Amasis hneigði sig djúpt fyrir herra sínum. Hann hafði alizt upp hjá Amru frá barnæsku og einnig frændi hans, Sethos að nafni. Þess vegna bar gamli maðurinn mikið traust til þeirra beggja. En þetta voru samt mjög ólíkir ungir menn. Sethos var hollur og vinveittur herra sínum, en Amasis var bæði ágjarn og falskur, undir niðri, og hafði lag á að smjaðra fyrir liúsbóndanum. „Það skal verða sem þér skipið, herra,“ mælti Amasis og hneigði sig að skilnaði. Þann sama dag lagði hann svo af stað að framkvæma verkið. Hann tók með sér mörg hundruð verkamanna til þessara framkvæmda, Því gröfina þurfti að höggva út I klettavegg við ána Níl, á þeim slóð- um sem Faraóarnir og allir æðstu fyr- irmenn ríkisins áttu sér grafreiti. Amasis var lengi í burtu við að koma þessu mikla verki í framkvæmd, en um síðir hélt hann heim til hallar-' innar og tilkynnti herra sínum, að gröfin væri tilbúin. „Óskið þér að sjá gröfina, herra minn?“ spurði hann. Amru hristi höfuðið. „Nei, ég reiði mig á, að þú liafir leyst þetta verk vel af hendi, og enn hef ég svo mörg óleyst störf fyrir konung minn, að ég hef ekki tíma til að fara frá.“ En enginn ræður sínu lífi, og það urn var Amru látinn. Síðustu orð Amrus við Sethos, sem hafði vakað við sjúkrabeð hans ásamt Amasis, voru: „Sethos, lofaðu mér því að fara strax á morgun með gullna j skrínið, sem stendur hér við rúmið" mitt, til Faraós. Það er hans eign og peningarnir, sem í því eru. Pening- arnir eru eftirstöðvar af launagreiðsl- um, en ég hef haft það starf á hendi, eins og þið vitið.“ Sethos lofaði að framkvæma skipun hans, og rétt á eftir lézt gamli maður- inn. Húsið fylltist af fólki, þegar frétt- ist um lát þessa háttsetta manns, og að þeirra tíma sið upphóíust rniklar harmatölur og kveinstafir, og meðan þessu fór fram tók Sethos skrínið og bar það til herbergis síns. Hann halði ákveðið að vaka yfir því um nóttina og fara svo snemma næsta morgun á fund Faraós og færa honum það. Sethos vakti nú yfir skríninu, en er líða tók á nótt, kom þræll inn í her- bergið með mat og drykk handa hon- um. Þar sem Sethos hafði ekkert | borðað um daginn, lauk hann öllu, sem borið var fyrir hann. Varla var þrællinn farinn út með matarbakk- ann, þegar Sethos fór að finna til þyngsla í höfði, og undarlegur svefn sótti svo á hann, að hann varð ör- vilnaður yfir því, en hann var ákveð- inn að vaka yfir skríninu. En þó fór svo að svefninn yfirbugaði hann. Þegar hann vaknaði loks af þung- um svefni, var kominn bjartur dagur. Það fyrsta, sem honum kom í hug, var skrínið. Hjarta hans hætti næst- um að slá, er hann sá, að skrínið var horfið. ■ Sethos stökk á fætur og lióf æðis- gengna leit, fyrst í herberginu, en svo í allri höllinni. Hann yfirheyrði þræl' ana og þjónana, en enginn vissi neitt- Sethos langaði mest til að flýja bui't úr borginni, burt frá þessum mikl*1 4 vandræðum, sem hann hafði lent J- En svo sigraði hans betri vitund, og hann sagði við sjálfan sig: — Net> vegna míns látna herra verð ég að íara til Faraós og segja honum allan sanU'

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.