Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 28

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 28
„ÞaS vildi ég að ég vissi. Jú, þegar ég hef hitt þá einu réttu. Það á að verða kirkjubrúðkaup, og ég vil ekki kvænast nema einu sinni. — En eins og sakir standa, vil ég helzt vera ein- lileypur." Heimilisfang hans er: 3764 Highway 57, South Memphis Tennessee, U.S.A. Elvis Presley sem drengur. «» Svampurinn og litli bróðir «» Kæra Æska. Ég ætla að leita ráða hjá þér, því við lestur þessara dálka, sýnist mér að þú hafir ráð við öllu. Það er nú svo hérna heima hjá mér, að mamma mín keypti nýlega dýr- an svamp, til að þvo litla bróð- ur, en svampurinn liljóp strax saman, og er nú sama sem ónýt- ur. Hvernig getur staðið á því, að nýr svampur fari svona strax? Malla á Akureyri. Svar: Það er nú ekki gott að svara þessu án þess að sjá svampinn. En til þess að nýr svampur endist, þarf að láta hann iiggja í bleyti í heilan dag, áður en hann er tekinn í notkun. Gott er einnig að dýfa nýjum svampi snöggvast ofan í lieitt vatn. Svamp á að ræsta með því að þvo hann úr volgu vatni, blönduðu salmíakspírit- us, úr sítrónvatni, sápu, sóda eða ediksblöndu. Eftir þvott- inn er svampurinn vandlega skolaður. Ekki má geyma svampinn i lokuðum skúffum, því þá kemur af honum myglu- lykt. Margir lesendur Æskunnar hafa óskað eftir því í bréfum sínum að fá mynd af þeim Peter og Gordon, en þeir félagar standa nú mjög framarlega í hljómlistarheiminum í dag. «» Bátastöðvar og bílastöðvar «» Kæra Æska. Getur þú gefið mér upplýsingar um það, hvar á útvarpi má finna bátatal- stöðvar og bílatalstöðvar? Á hvaða bylgjulengd eru þær? Svo eru það metrarnir og kíló- riðin. Birtist sem fyrst. Árni Jónsson. Svar: Bátabylgjurnar eru miðbylgjur. T. d. kall- og neyð- arbylgjan 2182 Kc er nálægt 150 m. Ef þú veizt, að viðkom- andi sendistöð sendir út á á- kveðnum kilóriðafjölda, þá er auðvelt að reikna út metrana. Kc þýðir kílórið, en kiló = 1000. Kílórið er því sama og 1000 rið eða sveiflur. Tækið, sem sendir út á tíðninni 2182 Kc, sendir þá út bylgjur sem sveiflast 2182 þúsund sinnum á sekúndu. Rafmagnið í liúsun- um okkar sveiflast 50 sinnum á sckúndu, og ef við nú með einhverjum ráðum látum það fara að sveiflast á 2182 Kc Þ* mundum við missa mikin11 hluta þess út frá vírunum og það mundi þá trufla þau viö- skipti, sem eru á þessari tíðm- Radíóbylgjurnar fara me® hraða Ijóssins, en hann er 300 000 000 m á sekúndu. Þegar við viljum finna út hvar við getum lilustað á lang' ferðabílana, en þeir senda á* á 2790 Kc, þá er: X = 300 000 Kc 300 000 . X = ---------- = 107.5 metrar 2790 Mc þýðir megarið, en me8a = milljón. Ef þú þarft því breyta Mc í metra, þá er sama formúlan notuð: X = 300 Mc Tíðni Heiti Skammst. 10 — 30 Kc Mjög lág tíðni V.I.F. 30 — 300 Kc lág tíðni; langbylgjur I.F. 300 — 3000 Kc miðbylgjur m.F. 3 — 30 Mc stuttbylgjur h.F. 30 — 300 Mc stuttbylgjur, (enn styttri) v.h.F. 300 — 3000 Mc ultra-stuttbylgjur u.h.F. 3000 — 30000 Mc super-stuttbylgjur s.h.F. «» Hvað á að gera? «» Kæra Æska. Ég er alveg í vandræðum með hendurnar á mér. Þær eru bólgnar og rauð- ar, og stafar það víst af vinnu þeirri, sem ég stunda, en það er gróf verksmiðjuvinna. Get- ur þú nú ekki frætt mig eitt- livað um handsnyrtingu? Að lokum langar mig til að þakka þér fyrir allar þær stundir, sem þú hefur veitt mér, og þótt ég sé nú orðin 15 ára, ætla ég að halda áfram að kaupa þig, því þú ert blað bæði fyrir unga sem gamla. Jónína. Svar: Það má hlífa höndun- um mikið með því að hafa vinnulianzka við vinnuna. Nú geú1 eí áð, &■ er til hlífðarhandkrem, maður smyr á hendurnar, vinna þarf ólireinindavin Kremið myndar varnarh11 sem engin óhreinindi komas ^ gegnum eða væta bítur Hendurnar eru sá hluti 11^® ^ ans, sem eldist einna fy* ’ sökum allra þeirra verka, s , vinna ])arf með þeim. Eftir 1 ^ sem aldurinn færist yfir, vClcr ur blóðrásin tregari, og þá ágætt ráð til viðhalds höndu^ um að gera smá æfingar- æfing er að halda höndun upp yfir höfði sér og vCýs- þeim og hringsnúa mútU um frá úlnlið. Ýmis böð liendurnar ungar og mJ Hér koma nokkrar ráðleéS1 332

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.