Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 18
CHARLES DICKENS DAVÍÐ COPPERFIELD Jip var þarna líka, og sá gelti nú duglega að mér, en stúlkurnar íögnuðu mér vel. Þegar við höfðum setið stundarkorn og rabbað saman, gekk ungfrú Mills út úr herberginu. „Jæja, þá er nú bezt, að ég láti verða af þessu,“ hugs- aði ég. „Hesturinn yðar hefur þó ekki orðið uppgefinn þarna um kvöldið?" mælti Dóra. „Þetta var svo löng leið fyrir hann.“ „Já, það var löng leið fyrir hann, því hann hafði ekkert sér til hugarhægðar." „Fékk hann þá ekkert að éta?“ spurði Dóra. Ég fór að halda, að bezt væri að fresta bónorðinu til morguns. „Jú, en hann fann ekki til þeirrar hamingju, sem ég varð aðnjótandi, af því ég fékk að vera með yður allan daginn,“ svaraði ég. „Það var þó nokkra stund um daginn, sem þér voruð ekki hamingjusamur," mælti Dóra og andvarpaði, „Jip . . . komdu hingað, skömmin þín!“ Ekki veit ég, hvernig það atvikaðist, en ég varð á und- an Jip, greip yfir um Dóru og lýsti því með mörgum fögrum orðum, hve heitt ég elskaði hana. Jip gelti hams- laus, meðan þessu fór fram, en varð að gera sér það allt að góðu. Áður en mig varði, vorum við Dóra trúlofuð. Ó, hve það var unaðslegt, hvílík hrifning! En hve tímabilið, sem nú fór í hönd, var merkilegt! Við Dóra urðum ásátt um að opinbera ekki trúlofun okkar fyrr en faðir hennar hefði gefið samþykki sitt til ráðahagsins; þess vegna var ég liinn borginmannlegasti og bjó yfir þessu leyndarmáli, en þó fór það nú svo, að ég sagði beztu kunningjum mínum frá þessu. Meira að segja skrifaði ég Agnesi langt bréf og sagði henni þar allt af létta um þennan merkisatburð. TUTTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI Frœnka mín verðnr agndofa. Viku eftir að ég trúlofaðist kom Traddles að heim- sækja mig. Mér þótti fjarska gaman að hitta hann, og við töluðum lengi saman. eH Hann sagði mér frá Soffíu, unnustu sinni, sem ha'1'1 áleit, að væri yndislegasta stúlkan á öllu Englandi, sagði, að hún ætlaði að bíða eftir sér, þó svo hún Y1 orðin sextug, þegar þau gætu gifzt! Hún bjó hjá móður sinni og systkinum, og eftir }lV sem mér skildist á Traddles, var það hún, sem vaI1" fyrir fjölskyldunni. „En hvernig líður Micawber-fólkinu?" spurði ég- „Því líður vel, en ég bý ekki lengur hjá þeirri U skyldu,“ anzaði Traddles. „Nú, . .. hvernig stendur á því?“ spurði ég heldu1 ekki forvitinn. „Jú, ég skal segja þér eins og er. Fjárhagsörðugte'k". herra Micawbers urðu meiri og meiri, og að lokum þo1 hann ekki að fara út á kvöldin! . . . Herra Mica'v e. • l'kl var í raun og sannleika svo örvinglaður, að ég þorði e að neita honum urn að skrifa upp á annan víxil! • • • það kom allt fyrir ekki. Átta dögum seinna kom sltl ^ sali og hirti öll húsgögnin þeirra hjónanna! . . . Og leið tók hann raunar einnig jurtapottana hennar Sofh^ jurtapottsstandinn og marmaraborðið! . .. Síðan vJ* Micawber að gera svo vel og hypja sig úr íbúðinnU ^ nú býr hann annars staðar og kallar sig Mortime sagði Traddles. ° . . JjilS „En það var nú auman, að þú skyldir líka missíl gögnin þín,“ varð mér að orði. ^ „Já, en nú hef ég komizt að því, að skransalinn a $ enn, . . . og nú hef ég peninga! . . . Svo var mér að de^ í hug, hvort hún íóstra þín gæti ekki farið til ha>lS keypt þau fyrir mig, því ef ég fer sjálfur, spennir ha verðið á þeim upp úr öllu valdi.“ ^ Síðan fórunr við þrjú út, og við Traddles biðum mikilli eítirvæntingu á horninu á götunni, meðan j gotty fór og keypti fyrrnefnda hluti fyrir Traddle ruslabúðinni. Traddles Irafði áður sýnt henni þá geSn ^ gluggann, svo að hún þekkti þá vel. En hún let ' hún þyrfti af hendingu á Jressum hlutum að halda’ bauð alls ekki hátt verð fyrir Jiá. p Skömmu síðar kom hún ti! okkar og kvaðst nn keypt Jressa muni og það meira að segja við rnjóg verði. Það var regluleg unun að sjá , v • p rr^leS hve hnfinn ctti fyrs1 varð yfir Jrví að vera aftur orðinn eigandi Jressara > húsgagna sinna. Hann margjtakkaði Peggotty fyrii' l1

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.