Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 24

Æskan - 01.10.1965, Blaðsíða 24
Hér sjáið þið, hvernig Þ'® getið teiknað fallega lit'8 mús. Það er ekki mikHi vandi, ef þið farið að eil*9 og teiknarinn hefur gert- sínu, stanzaði hann, þar sem þremur steinum haiði verið raðað saman. Þetta var kennileiti, sem hann hafði látið setja, þegar hann lét vinna að gröfinni. Þetta var staðurinn! Eins og áður var sagt, stjórnaði Amasis einn öllu verki og skipulagi við grafhýsið, og af ráðnum hug hafði hann látið þrælana, sem unnu að verkinu, höggva einn vegginn í innsta herberginu, þar sem hann vissi að kista húsbóndans yrði sett, svo þunn- an, að létt verk væri að brjóta þar gat á til að komast inn í gröfina. Þetta var leyndarmál, sem enginn annar vissi um. Nú var það því áform hans að brjótast inn í gröfina að baki klettanna og ræna öllum dýrgripun- um, sem höfðu verið látnir fylgja hinum látna. Meðan Amasis var að þessari þokka- legu iðju sinni, glotti hannvið tönn og hugsaði um, hvað hann hafði nú verið sniðugur, þegar hann stal hinu gullna skríni frá Sethos, eftir að hann hafði látið færa honum svefndrykkinn. Amasis hélt vel áfram við að brjóta upp grafarvegginn, og á meðan hugs- aði hann um, hve ríkur hann yrði með skrínið fullt af gullpeningum, og síðan alla dýrgripina, sem hann myndi fá þarna í grafhýsinu. En nú var bara um að gera að flýja strax burtu úr landinu, og þess vegna hafði hann tekið gullna skrínið með sér í bátnum, svo að hann gæti strax um nóttina siglt niður Níl með allt þýfið. Loksins var hann búinn að brjóta svo stórt gat á grafarvegginn, að hann gat skriðið inn í grafhýsið. í ákafan- um við að komast inn kastaði hann hakanum frá sér, og að augnabliki liðnu stóð hann við kistu húsbónda síns, og enda þótt hann væri hugaður, þá skalf hann nú á beinunum, þarna í dimmri gröfinni, því litla birtu lagði inn um gatið á veggnum. En nú var ekki til setunnar boðið heldur varð að hefjast handa og safna saman þeim dýrgripum, sem þarna voru. Hvað var þetta? Hann heyrði and- ardrátt, eins og stunu, og allt í einu stóð hann kyrr, og það var sem hjarta hans hætti að slá. Hvað var þetta þarna í horninu, sem tók að hreyfast og kom nú á móti honum, hægum, þungum skrefum? Þetta hlaut að vera andi gamla hús- bóndans, sem nú vissi allt, og kom nú aftur til að hegna honum fyrir allar hans illgerðir. Amasis snerist á hæli og stökk veinandi til baka að gatinu í veggnum, kom sér í dauðans ofboði í gegn og hljóp beint af augum eitt- hvað út í buskann. Sethos hafði raknað úr öngvitinu við hreina loftið, sem streymdi inn um gatið á veggnum. Hann þekkti strax Amasis, en var of máttlaus og ringlaður til að kalla á hann. Hann reikaði nú að gatinu í veggnum, og allt í einu varð eitthvað fyrir fótum hans. Hvað var nú þetta? Gullna skrínið, sem Amasis hafði tekið með sér úr bátnum og í allri skelfinguoH1 skilið þarna eftir. Nú rann upp ljós fyrir SethoS- Svona var þá þessi fósturbróðir hat>s' Aldrei hafði honum dottið það í hu£ í fangelsinu, og jafnvel nú, þegar hann þekkti hann, hélt hann að hau11 kæmi til að bjarga sér úr gröfinU1, Fyrsta hugsun hans eftir að haU11 hafði jafnað sig var að nú gæti han11 þó rétt hlut sinn og skilað Faraó aftl!l skríninu. Ramses II. varð skelfingu lostiu11’ þegar Sethos kom á fund hans, el1 hann sá fljótt, að Sethos var eng11111 andi heldur bráðlifandi. Sethos flýtti sér nú að útskýra al *■’ sem borið hafði við um nóttina, lagði að lokum gullna skrínið íy1^ fætur konungsins. Ramses hlusta furðu lostinn á frásögn Sethosar, 1 við skríninu og sá, að innsiglin íyr*. fjársjóðnum voru enn órofin, og e hafði verið snert við neinu. , „Ég hef dæmt þig ómaklega, 1’ varst trúr húsbónda þínum,“ ut‘ 1 Ramses. „Amru hefur þekkt þig v ,. Hann hefði aldrei annars fengið P sjóðinn í hendur. Ég hefði hetU rannsakað allt áður en ég dæmdi þ1^ en nú vil ég launa þér trúmennsk og einnig allt það, sem Jtú hefur ll0 að vegna hins ranga dóms. Þú s verða einn trúnaðarmanna minna- sasl En Amasis var horfinn og v • • hva° aldrei framar, og enginn vissi, af honum varð. Þýðing h ™

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.