Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1966, Page 36

Æskan - 01.03.1966, Page 36
SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST Kæra Æska. Getur l>ú gefið mér upplýsingar um Samvinnuskólann Bifröst? Hver er skólastjóri ]>ar? Hverjar eru aöalkennslugreinar, og iivaða menntun ]>arf að hafa til l>ess að komast inn í skólann? Með fyrirfram þöklí. Magga. Svar: Inntökupróf fara fram árlega fyrir þá nemendur, sem ætla sér að setjast í fyrsta bekk skólans, en sá bekkur getur tekið á móti 34 nýjum nemendum árlega. Gagnfræðapróf er nauðsyn- legt áður en gengið er undir inntökupróf. Skólinn cr tveggja ára framhaldsskóii og tekur eðlilega við af miðskóla eða gagnfræða- skóla. Samvinnuskólinn Bifröst er menntostofnun, sem starfrækt er af samvinnuhreyfingunni á fslandi, en nýtur ríkisstyrks. Skól- inn býr nemendur undir almenn viðskiptastörf, skrifstofu- og verzlunarstörf. Námsefni skólans er þrenns konar: 1) Almenn fræði. 2) Erlcnd tungumál. 3) Viðskiptagreinar. Auk þess er lögð áherzla á að veita nemendum tækifæri að rækja sérstök áliuga- efni í leik og starfi. Námsgreinar skólans eru: islenzka, enska, þýzka, menningarsaga, samvinnusaga, bókfærsla, hagfræði, verzl- unarreikningur, verzlunarréttur, vörufræði, húðastörf, auglýsinga- teiknun, vélritun, skrifstofustörf, fundarstjórn og fundarreglur. Skólinn er heimavistarskóli. Þannig fer fram einn dagur i skól- anum: Nemendur eru vaktir kl. 7.30 að morgni og eru þeim ætiað- ar fimmtán mínútur til að klæða sig og snyrta, en kl. 7.45 skulu allir vera mættir að matborði. Morgunverður stendur í röskan hálftíma. Kl. 8.20 hefjast kennslustundir. Kennslustundir vara 40 mínútur og eru 4 til hádegisverðar, kl. 11.40. Kl. 12.35 Jiefst kennsla að nýju og þá er kennt i 2 stundir til kl. 14.00 e. h. Kl. 14.15 hefst skyldu-útivist til kl. 15.30. Síðdegiskaffi er drukkið frá kl. lfi.00 til 16.30. Þá er lestrartimi til kl. 20.00. Kvöldverður er frá 20.00 til 20.30. Þeir nemendur, sem ekki hafa lokið náms- lestri, geta varið timanum frá kl. 20.30 til 22.30 til þeirra hluta, en aðrir taka þátt í frístundastörfum, sem skólinn lætur skipu- leggja. Kl. 22.30 eiga nemendur að vera komnir til herbergja sinna, en Ijós slökkt í nemendabúðum kl. 23.30. — Samvinnuskól' inn er skóli hugsjónastefnu, samvinnustefnunnar. BræðralagS' hugsjónin er undirstaða hennar. Mótun nemenda skólans verður i anda þeirrar stefnu. Kristindómurinn er grundvöllur vestrænn- ar menningar og samvinnustefnan hyggir á honum. Skólinn gern' nemendum sínum Ijóst gildi kristindómsins. Skólinn hvetur neni' endur sína til hindindissemi. Áfengisneyzla er hrol á reglun1 skólans. Nemendum er bannað með öllu að reykja í lcennslustof' um, á skólagangi og í matsal. Skólanum hafa verið fengin til afnota fegurstu Iiúsakynni, alH liefur verið gert til að húa honum beztu starfsskilyrði. SkólinU hefur því ekki aðcins möguleika til að veita nemendum slnum óvenjulega aðstöðu til náms og mennta, heldur jafnframt að bua þeim samastað, glæsilegt heimili og menningarsetur. Skólastjóri er Guðmundur Svcinsson. 'M SX y< >x Jafnaldrar í öðrum löndum. Þeim unglingum, sem hiðja um bréfaviðskipti við jafnaldra sina i Danmörku, Noregi og Færeyjum, skal hent á að skrifa til þessara blaða: Norslt Barne- blad, Larvik, Norge; Det Njc Dansk Familieblad, Rygmester' vej 2, Köbenhavn NV, Danmark og Barnahlaðið i Tórshavn, Fðr* oyum. Lengst til vinstri í haksýn er bústaður skólastjóra, þá nær kennaraíbúðir tveggja hæða með svölum, og bak við það sér á hús smíða- og tómstundasal og íþróttasal, síðan fremst á myndinni elzta húsið með matsölum, hátíðasal og setustofum, og loks ')C yfir það og fram fyrir það lengst til hægri aðalskólahúsið á þrem hæðum með heimavist nemenda og kennslustofum. 132

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.