Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1966, Qupperneq 45

Æskan - 01.03.1966, Qupperneq 45
Gjalddagi ÆSKUNNAR er 1. apríl. - Greiðið blaðið strax. Árgangurinn kostar aðeins 175 krónur. — Afgreiðsla: Kirkjutorgi sími 14235. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS KRÚSÓ ERFIÐIR TÍMAR. En nn var eins og heimþrá og löngun eftir návist manna tæki að sækja fastar -------------------— á drenginn en nokkru sinni áður. Hann fór að hafa meiri gát á því, hvort aldrei sæist til skipaferða á hafinu, og ]>að bar iðulega við, að hann þóttist sjá hvít segl úti við sjóndeildar- hring. En þegar betur var að gáð, reyndist þetta ævinlega sjónblekking ein. Þá gat liann ekki tára bundizt. Loks kom lionum til hugar að hafa neyðarflagg uppi á höfða einum frammi við sjóinn. Þar var gamall og greinalaus trjástofn. Efst á hann batt hann slitrin af skyrtu sinni. Svo hlakti skyrtan hans þarna á trénu. Og það var ekki mikil eftirsjá að henni. Það var ekki heil brú í henni hvort eð var. Önnur föt rigndu einnig utan af lionum. Það kom sér illa, því þótt nógur væri liitinn, sótti mý- bitið svo á hann, að óþolandi mátti heita. NÝ FÖT SAUMUÐ. Likami lians þrútnaði allur undan flugnabitinu, og marga nóttina kom hon- ------------------------- uin ekki dúr á auga fyrir sviða og kláða. Loks þoldi hann ekki við lengur. Hann tólc skinn af lamadýrum, sem hann átti i fórum sínum, og skar fyrst af þvi skæði. Síðan sneið liann sér buxur og loks stakk. Þennan skinnfatnað saumaði liann þannig, að hann stakk göt á jaðrana og þræddi þá síðan saman með sterkum trefjum, sem hann hafði snúið. Raunar voru þessi skinnföt allt annað en þjál eða þægileg í hitanum, en hann vildi allt á sig leggja til þess að losna við þær kvalir, sem flugnabitið olli. Einnig bjó liann sér til grimu til þess að verja andlitið gegn ásókn hinna skæðu, vængjuðu skordýra. 141

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.