Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 3
© @
Jón Kr. ísfeld:
GULUR
LITLI
Jón Kr. ísfeld.
etta er yndisleg vornótt. Allt er kyrrt og liljótt, engu
líkara en náttúran haldi niðri í sér andanum, til
þess að trufla ekki tign og fegurð stundarinnar.
Inni í fjósinu á Karrastöðum er líka óvenjufega hljótt.
Aðeins við og við heyrist værðarlegt jórturhljóð, en það
er samt í lægra lagi. Kýrnar kúra rólegar á básunum,
nema Skjalda gamla, sem verður við og við að hagræða
sér. Hnúturnar eru orðnar einkennifega viðkvæmar á
þessu síðasta ári og vilja særast við harðan básinn. Samt
fer Skjalda gamla varlega og hljótt. Það er engu líkara
en kýrnar finni það á sér, að eitthvað merkilegt sé í að-
sigi.
Toppa gamla, eftirlætishænan á bænum, liggur á 10
eggjum. Hún hefur fengið ágætis hreiður, sem látið var
í nýjan, fallegan trékassa, sem hafði komið úr kaup-
staðnum nokkrum dögum áður en Toppa var látin fara
að liggja á. Það voru liðnar réttar þrjár vikur, síðan
Toppa lagðist á. Allan tímann hafði hún verið þolin-
ttiæðin sjálf og aðeins yfirgefið kassann andartak, þegar
fiún hafði þurft að bregða sér frá. Hún hafði gætt þess
vandlega að láta eggin aldrei kólna. Húsmóðir hennar
liefði séð dyggilega um það, að alltaf væri nógur matur
á undirskálinni, sem sett var í kassann, rétt fyrir framan
nefið á Toppu, og nóg vatn væri í blikkdósinni, sem
stóð við hliðina á undirskálinni. Stundum kom það
fyrir, að Gunna litla, dóttir hjónanna á Karrastöðum,
var send til þess að vitja Toppu. Þá bætti hún alltaf í
tindirskálina og dósina. Það hafði nokkrum sinnurn kom-
ið fyrir, einkum síðustu dagana, að Gunna ýtti við
f oppu og jafnvel lyfti henni upp, til þess að gægjast
ttndir hana. Auðvitað hafði Toppu ekkert verið um þess
konar aðfarir, gaggað hátt og ýft fiðrið. Tvisvar sinnum
hafði hún ekki getað stillt skap sitt, heldur liöggvið nef-
’nu í handarbakið á Gunnu, þegar hún ýtti fast í brjóst-
*ð á Toppu. Það var Toppu ráðgáta, hvað þetta átli að
þýða hjá Gunnu. Hún hafði nefnilega ekki verið við-
stödd og ekki frétt af því, þegar marnma Gunnu hafði
sagt, að hún mætti velja sér fallegasta ungann hjá Toppu,
ef hún hefði lært margföldunartöfluna — auðvitað þá
rninni — þegar ungarnir kæmu úr eggjunum. Og nú
var Gunna einmitt búin að læra margföldunartöfluna,
svo að hún vissi meira að segja hvað 10 sinnum 10 var
mikið.
Nú gægðist Toppa við og við upp úr kassanum. Hún
var að gá að því, hvort hún sæi nokkuð til kattarins,
rottu eða músar. Það var bezt að vera við öllu búin,
fannst Toppu. Hún var alveg viss um það, að einhver
ungi kæmi úr egginu á þessari nóttu.
Það var einmitt vegna þessarar væntanlegu fæðingar,
sem allt var svo hljótt, eða það taldi Toppa að minnsta
kosti. Ef einhver kýrin stundi þunglega, gægðist Toppa
upp úr kassanum, albúin að gefa hvaða skepnu sem var
áminningu um að hafa lrljótt.
Bíðum við! Toppa lygndi aftur augunum. Nú varð
hún bæði að lrlusta vel og finna! Jú, það var ekki um
að villast. Eitthvað var farið að iða við brjóstið á henni.
Sá fyrsti var þá að koma! Toppa lyfti sér ofurlítið og
gægðist. Þarna var kominn nefbroddur. Skyldi hún
þurfa að hjálpa unganum til þess að brjóta meira? Nei,
það var ekki að sjá, að þess gerðist þörf. Gatið stækk-
aði. Hjarta Toppu gömlu sló hraðar. Þetta átti hún þá
eftir! Hún hafði ekki búizt við því í fyrravetur, þegar
hún var tekin úr hænsnabúrinu í fjárhúsinu og látin í
fjósið, að hún ætti eftir að unga út næsta vor. Ójá, þetta
líf var annars einkennilegt. Hana nú, þar stækkaði gatið
á egginu. Toppa opnaði augun eins mikið og henni var
unnt. Ja, sei-sei, þar tísti litli unginn! Toppa viknaði,
þegar hún lreyrði þetta tíst. Hann sagði svo greinilega
mamrna, litli unginn. Ó, litla elskan! Hana langaði til
þess að vefja vængjunum utan um hann og sýna honum
NÝ framhaldssaga fyrir þau yngstu.
311