Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 11

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 11
'[TTreimskur, skítugur og hæddur af öllurn, sem þekktu hann. Það var Róbert Nixon. Það var hlegið itátt að honum, þegar hann sagði, að konungurinn þarfnaðist sín — af því að hann vissi svo margt. Það trúði því enginn, en samt var það satt. Roreldrar Róberts voru bláfátækir leiguliðar, sem urðu að þræla myrkr- anna á milli hjá landsdrottni sínum til að afla sér brýnustu lífsnauðsynja. Róbert var einkabarn þeirra, stórbein- óttur, silalegur og sljór á svipinn. Fólkið í sveitinni, þar sem hann átti heima, sagði að hann væri heimskari en allir aðrir. Foreldrar hans voru á sama máli, því að eftir að hann hafði setið á skólabekk í nokkra daga, tóku þau hann heim aftur og létu hann halda áfram að plægja. Hann var við þá iðju sina lieima í Cheshire þann örlagaríka dag árið 1485, þegar brotið var blað í sögu Englands. Þá háði her Ríkharðs konungs mannskæða orr- ustu við fjölmennan her undir stjórn Hinriks jarls af Rochomond. Þessi sögufræga orrusta var háð á Bosworth- hæð í margra mílna fjarlægð frá Ró- bert Nixon, sem rölti á eftir gömlum, þreyttum hesti, og stýrði klunnaleg- um tréplóg. Allt í einu, í miðju plógfari, stanz- aði Nixon. Hann teygði fram höfuð- ið, eins og hann væri að hlusta eftir einhverju. Svo tók hann til að hoppa, veifa handleggjunum og hrópa og kalla af öllum mætti. Oft hafði strákurinn hagað sér bjánalega — en þetta tók þó út yfir allan þjófabálk. Verkstjórinn hrað- aði sér yfir akurinn til að lúskra á stráknum og skipa honum að halda áfram við vinnu sína. En honum féll- ust hendur, þegar hann sá framan í drenginn. Augnaráðið var blint og starandi. Hann froðufelldi og hélt áfram að veifa handleggjunum ineð krampakenndum lireyfingum og kalla: „Áfram Ríkharður ... áfram.“ og svo augnabliki seinna: „Fram Hin- rik . . . fram með alla mennina ... yfir skurðinn og sigurinn er þinn.“ Hann stóð kyrr nokkra stund — stjarfur — svo færðist bros yfir and- litið. Hann leit á verkstjórann og sagði: „Orrustunni um England er lokið. Hinrik hefur sigrað." Verkstjórinn hraðaði sér á fund liúsbónda síns til að segja honum hvað hann hafði lreyrt. Hann vissi, að heimskinginn Róbert Nixon sá stund- um atburði, sem voru að gerast á fjar- lægunr stöðum, og liann hafði jafnvel sagt fyrir óorðna hluti. Hann hafði sagt fyrir um eldsvoða í nærliggjandi þorpi. Hann hafði fyrir löngu spáð því, að Hinrik og Ríkharður myndu berjast á Bosworth-hæð... og nú sagði hann að Ríkharður hefði tapað. Hann væri ekki lengur konungur. Tveim dögum síðar komu sendimenn frá hirðinni til þess að segja fólkinu í Cheshire að Hinrik VII væri seztur í hásætið. Þeim til mikillar undrunar vissi allt fólkið í sveitinni um þetta. Konunginum var sagt frá sveita- drengnum, sem hefði þessa undarlegu náðargáfu. En á meðan skemmti fólk- ið í heimabyggð Nixons sér konung- lega á hans kostnað, því nú hljóp hann á milli manna og grátbændi þá um að fela sig. Menn konungsins ætl- uðu að koma að sækja sig, og hann myndi deyja úr hungri í konungs- höllinni. Aldrei hafði fólkinu fundizt hann jafn sprenghlægilegur og núna — að hann skyldi gera sér í hugarlund, að konungurinn kærði sig um hann, og að hann, sem aldrei hafði fengið fylli sína, hræddist það allra mest að verða hungurmorða — í sjálfri konungshöll- inni. Konungurinn gerði boð eftir Nixon og borgaði foreldrum hans drjúgan skilding íyrir að láta hann af hendi. Stundu áður en hermennirnir komu til að sækja hann, sagði hann við for- eldra sína hryggur í bragði: „Þeir eru að koma, ég verð að íara með þeim, en ég kem aldrei aftur.“ Þegar Nixon kom til hallarinnar, leit konungurinn á hann með vantrú. Þessi piltur leit sannailega ekki út fyrir að vera gæddur neinum sérstök- um vísdómi. Til að reyna Nixon, hafði konungurinn falið einn hringa sinna. Hann skipaði nú drengnum að segja sér hvar týndi hringurinn væri. Nixon horfði upplitsdjarfur framan í hátignina og sagði: „Hringurinn er ekki týndur, herra, því að sá sem fel- ur, getur líka fundið." Konungi líkaði svarið vel og skip- aði svo fyrir, að skrifari ætti ætíð að vera nálægt drengnum og skrifa niður alla spádóma hans. Þetta var gert, en ekki höfðu allir spádómarnir gildi l’yrir Hinrik VII, því að margir þeirra teygðu sig langt inn í framtíðina. Til dæmis sá Nixon fyrir brunann mikla í London 1666, og enn hefur einn spá- dórnur hans ekki rætzt, en hann var þess efnis, að gerð yrði innrás á Eng- land af hermönnum með snjó á hjálmum sínum. Hinrik VII sinnti ekki bón Nix- ons um að hann yrði ekki skilinn eft- ir heima í höllinni, meðan konungur fór á veiðar. Konungur útnefndi sér- legan gæzlumann til að gæta Nixons meðan hann væri sjálfur í burtu. En það tókst ekki betur en svo með val gæzlumannsins, að hann læsti Nixon inni í einu herbergi hallarinnar, stalst síðan sjálfur í burtu og gleymdi að segja frá því, hvar Nixon væri. Þegar konungurinn kom til baka, var hafin leit að Nixon og fannst hann að lokum inni í læstu herberg- inu — dauður úr hungri. Frank Edwards — Hulinn heimur. ■

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.