Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 6
að mamma hennar flýtti sér til hennar og spurði, hvað væri að henni. „Sjáðu, mamma! Sjáðu! Þetta er hræðilegt! Kassinn er kominn á gólfið og auðvitað eggin brotin og ungarnir dánir! Ó, elsku mamma, þetta er ægilegt," liljóðaði Gunna litla. Mamma hennar fór að athuga, hvernig þessu væri farið. Hún sá fljótlega, að hún yrði að samsinna því, sem dóttir- in litla sagði. Þá heyrði hún allt í einu gagg úti við vegg- inn. Hún gekk þangað. Þar var Toppa. Mamma Gunnu litlu lyfti Toppu upp. Þá skauzt lítill, gulur hnoðri fram á flórstokkinn. Gunna litla var ekki lengi að grípa hann milli handanna og hélt honum upp til mömmu sinnar. „Sjáðu, mamma. Hérna er einn unginn lifandi! Má ég eiga hann, mamma mín?“ Mamma sleppti Toppu og athugaði litla ungann. Hann virtist alveg ómeiddur. „Mamma mín, má ég eiga hann?“ „Þetta er eini unginn, sem er lifandi hjá Toppu vesl- ingnum. Það er nokkuð dýrt að láta hana ala hann einan upp.“ „Já, en þetta er eini unginn. Má hann ekki lifa? Gerðu það, lofaðu honum að lifa. Þú sagðir, að ég mætti eiga einn ungann hennar Toppu, og þetta er hann. Er það ekki, mamma mín?“ „Þú áttir að fá fyrsta ungann, sem kæmi út hjá Toppu. Kannski er þetta ekki sá fyrsti.“ „En það er bara þessi eini, sem hún á.“ „Heldurðu að pabbi þinn samþykki Jrað, að Toppa sé látin ala upp bara einn unga?“ „Já, ég veit, að ef Jrú vilt það, þá skiftir pabbi sér ekkert af því. Hann segir líka alltaf að þú eigir hænsnin." „Jæja, elskan mín. Þú varst dugleg að læra margföld- unartöfluna. Það er líklega bezt að láta Jretta eftir þér,“ sagði mamma hennar og lét litla ungann til mömmu hans. Gunna litla hljóp upp um hálsinn á mömmu sinni og kyssti hana og kyssti, en Jrakkaði henni innilega með orð- um, sem hún skaut inn á milli kossanna. „Svona, svona, elskan mín, þú mátt ekki alveg gera út af við gömlu mömmu.“ „En ég er svo óumræðilega glöð, mamma", sagði Gunna litla um leið og hún hætti faðmlögunum. „En hvernig getur staðið á Jressum ósköpum? Hvernig hefur kassinn getað dottið? Ég vissi ekki betur en að það væri vel gengið frá honum,“ sagði mamma og litaðist um. „Nú, Jrarna kemur ráðningin,“ sagði hún rétt á eftir. „Kálfskvikindið hennar Búbótar hefur komizt út úr stí- unni og hefur sjálfsagt rutt honum um koll.“ Mamma gekk að kálfinum og tókst eftir talsverða fyrirhöfn að koma honum aftur í stíuna. „Ja, það er ekki svo lítið sem gengur á þegar litli unginn er að koma í heiminn,“ sagði mamma Gunnu, þegar hún hafði komið kálfinum á réttan stað og lagað til á flór- stokknum. Hún virti fyrir sér litlu dánu ungana, en fleygði þeim síðan í flórinn. Svo setti hún kassann út í horn í fjósinu og bjó um Toppu gömlu í honum. Loks setd hún ungann upp í kassann, en Toppa gamla hoppaði upp í kassann og gaggaði mikið um allar þessar truflanir og ónæði og óhöpp, sem hefðu ásótt hana þennan morgun. Mamma Gunnu litlu sagði henni, að nú yrði hún að sjá um Toppu gömlu og ungann. Gunna litla hugsaði sig ekki lengi um, en klappaði saman lófunum, hoppaði af kæti og sagði: „Gaman, garnan. Ég á ungann fallega. Elsku litla ung- ann.“ „Hvað ætlarðu að kalla litla hnoðrann?“ „Ég vil ekki láta hann heita hnoðra, það er svo ljótt.“ „Hefurðu nokkuð annað betra lieiti?" „Já. Hann á að lieita Gulur litli.“ „En hann stækkar vonandi hjá Jrér.“ „Já, já. En hann á samt að heita Gulur lilli.“ Mæðgurnar fóru út úr fjósinu, lokuðu Jrví og héldu heim. Á lilaðinu mættu þær pabba Gunnu litlu. Hún hljóp í hendingskasti til hans, breiddi faðminn á móti honum og kallaði: „Pabbi, pabbi, á ég að segja þér? Ég á lítinn, agalega sætan unga. Hann heitir Gulur litli. Mamma var búin að lofa mér litlum unga, þegar ég hefði lært margföldunar- töfluna. Ég er búin að læra hana og nú á ég Gul litla.“ Pabbi hennar tók hana í fangið og bar hana inn. 314

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.