Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 44

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 44
sem var eins konar miðstöð rytmahljómlistarinnar í Liverpool. En það var fyrst, er þeir voru aftur ráðnir til Hamborgar, sem léttist á ]ieim brúnin. Nú vöktu þeir mikla brifningu í Þýzkalandi, og ljós- myndarar frá fiestum blöðum landsins hvöttu þá til ails konar afkáraskapar á pailinum. Það voru þýzkir blaðamenn, sem báðu þá að safna hári. Aldrei hefur leikið neinn vafi á því, að Bítlarnir hafa hæfileika. En í þessu starfi er skipulag og viðskiptavit nauð- synlegt. Það var fyrst eftir að Brian Epstein varð umboðsmaður þeirra, að Bítlarnir tóku að uppskera laun erfiðis síns. Epstein afgreiddi i einu af mörgum fyrirtækjum foreldra sinna, sem verzl- uðu með húsgögn, útvarpstæki og hljómplötur. Hann tók eftir því, að margir unglingar spurðu eftir plötum með Bítlunum. Þeir höfðu þá aldrei leikið inn á plötu, og því vildi Epstein kippa i lag. Hann hafði samband við drengina, athugaði heldur larfaleg föt þeirra og lét sauma nýja, snotra búninga handa þeim með dálitið gamaldags, kragalausu sniði. Stuttu síðar var hann búinn að koma i kring fyrstu plötuupptöku Bítlanna, og ung söngkona, Cilla Black, sem hafði haft heldur skömm á þessum labbakútum, varð nú fegin að fá þá til að leika undir fyrir sig og meira að segja að syngja lag eftir John Lennon og Paul McCartney inn á plötu. Þó að Pete Best væri einn af vinsælustu trommuleikurum í Liverpool, kom i ljós, að stíll hans féll ekki að kröfum hljómplötuupptökunnar. Hann gekk því úr hljómsveitinni, en Ringo Starr kom í hans stað. Ringo féll vel 1 hópinn, en hann hélt samt áfram að vera einrænn. Þegar liann átti frí, stakk hann hina af. Hann var oft eins og lítil hljómsveit í hljómsveitinni. Hann barði sniðtrommu með annarri hendinni, sveiflaði tambúrínum í liinni, og með fótunum sló hann stórtromm- una og fleiri hljóðfæri. Árið 1963 varð fyrsta ár frægðarinnar. Þeir voru nú orðin fastmótuð liljómsvcit, rík af persónuleika og músík- gáfum. Bítlarnir eru undarlegir í útliti og liáttum, en þeir erU skemmtilegir og aðlaðandi. Það hefur komið í ljós, að þeir ei'U ekki aðeins góðir hljómlistarmenn, lieldur lika glúrnir vel, og með hæfileikum sinum hafa þeir yfirunnið fátækt bernsku sinnar i borg. þar sem fátæktin er flestum ævilangur fylginautur. John Lennon segir: Við græðum milijónir, en við þrælum líka fyrir þeim, svo að við varðveitum áreiðanlega virðinguna fyrir gildi bæði vinnunnaf og peninganna. Þeir félagarnir hafa leikið í tveimur kvikmynduin. sem slógu öll met í miðasölu í flestum löndum, og nú eru þeir a® leika í þriðju kvikmyndinni. Alls munu þeir liafa sungið inn á 1® hljómplötur, sem hafa selzt í milljónatali. ast \ Merki, sem hægt er að treysta. att Fyrií SKÓLA, SKRIFSTOFUR, VIÐSKIPTALlF kaupir maður sér HAUSER kúlupenna ojJ fyllitt^ar EiRs íyllingin með hinni glæsilegn áíerð. Heildverzlun AGNAR K. HREINSSON Carðastræti 8 — Sími 16582.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.