Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 13
Una gekk inn fyrir til dóttur sinnar til að segja henni
allt af létta og fór síðan aftur fram fyrir. Þá voru Sævar
og gamli maðurinn báðir horfnir. Hún opnaði dyrnar og
leit út. Ekkert hljóð heyrðist. Næst liljóp hún út á veginn.
Svartamyrkur var á og dauðakyrrð yfir öllu.
„Æ, nú skil ég? Þetta hefur verið huldumaður og ltann
hefur farið með Sævar til lrallar álfakonungsins. Ég sé
hann víst aldrei aftur,“ hugsaði hún með sjálfri sér um
leið og hún gekk þungum skrefum inn í húsið.
Skömmu síðar kom Kata, nágrannakona hennar, inn úr
dyrunum. „Hvað er að?“ spurði hún, þegar hún sá Unu
sitja grátandi við eldinn.
„Ó, Kata, huldumaður hefur farið burtu með Sævar,“
sagði Una.
„Ég samliryggist þér, Una, en huldufólkið skilar stund-
um aftur fólki, sem það hefur tekið. Ef til vill hefur þetta
verið góður huldumaður, sem hefur tekið Sævar í góðum
tilgangi. Ef svo er, kemur Sævar aftur innan skamms.
Hvernig leit huldumaðurinn út?“
„Hann virtist mjög góðlegur," svaraði Una.
„Þá býst ég við að Sævar verði kominn aftur fyrir mið-
nætti, en ég vara þig við að spyrja hann um ferðir hans.
Alfarnir leggja töfrahlekki þagnar og dulúðar á þá, sem
með þeim hafa dvalizt.“
„Álítur þú, að lionum verði ekkert mein gert?“
„Nei, það held ég ekki. Huldumaðurinn hefur haft
hann með sér í einhverjum góðum tilgangi. Láttu dyrnar
vera ólæstar. Ég er sannfærð um, að hann kemur um mið-
nætti.“
„Ég vona til Guðs, að þú segir satt, Kata mín. Viltu
vera hjá mér fram til klukkan tólf?“
„Það skal ég gera með mestu ánægju,“ sagði Kata.
Nú víkur sögunni til Sævars og huldumannsins, sem
greip hann og bar út og frá húsinu, áður en Sævar áttaði
sig. Hvítur hestur stóð á veginum, huldumaðurinn setti
piltinn á bak honum, settist að því búnu fyrir aftan og
þeysti af stað. Eftir nokkra stund komu þeir að dalverpi
milli fjallanna. Huldumaðurinn tendraði ljós og tók að
því búnu Sævar af baki, en jafnskjótt hvarf hesturinn.
„Vertu hér kyrr, unz ég kem og sæki þig,“ sagði huldu-
maðurinn.
Kalt var og ennfremur var Sævar farinn að finna til
sultar. Sér til undrunar og gleði sá hann skyndilega tré
með fallegum rósrauðum eplum standa rétt hjá sér. Hann
sneri sér við og ætlaði að taka eitt epli, en þá heyrði hann
kallað: „Stanzaðu.“ Gömul og ljót norn kom fram hjá
trénu og hafði svartan sprota í hendinni. Hún snerti tréð
með sprotanum og samstundis breyttust eplin í svartar
sandhrúgur, sem duttu á jörðina. Síðan hvarf nornin.
Sævar leit í kringum sig og sá kristallstæra lind, sem vatn
streymdi frá. Steinbolli stóð hjá lindinni. Hann hugsaði
SVONA búa Bítlarnir:
Húsið hans Georges er lang
nýtízkulegast af þeim öllum.
Hann býr í einlyftu húsi, hvítu
og sólríku, í Esher. Þetta er
mjög fínt hverfi, sem hann er
sérlega hreykinn af. Rétt hjá
var á sínum tíma einkabústað-
ur Viktoríu drottningar. Vinstra
megin við húsið hefur George
látið reisa gríðarstórt gróður-
hús, svo að Patti geti fengið
ný blóm allan ársins hring.
Hann er afar upp með sér af
tónlistarherberginu, en í því
eru meðal annars upptökutæki.
Til þess að geta verið óhultur
fyrir aðdáendum sínum, þegar
hann æfir sig, lét hann gera
háan múrvegg umhverfis eign-
ina.
með sér: „Jæja, fyrst ég fæ ekkert að borða, get ég þó að
minnsta kosti fengið mér að drekka." Hann beygði sig
niður til að taka bollann upp. Þá var aftur kallað: „Stanz-
aðu“, og nornin birtist aftur. Hún snerti lindina með
sprotanum og um leið var ekkert að sjá nema möl og
smásteina þar, sem lindin var áður. Og aftur lrvarf
nornin.
321