Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 41
S V O R
Svar til G. G.: í Laugaskóla
voru á síðastliðnu skólaári 28
nemendur í yngri deild og 48
i eldri deild, sem gengu undir
próf. Athyglisverður var ár-
angur nemenda eldri deildar.
Af 48 nemendum voru 24 með
hærra en 7.30 í meðaleinkunn.
Fæðiskostnaður pilta var 76.60
kr. á dag, en stúlkna 67.00 kr.
Fæðisdagar voru rúmlega 180,
og varð fæðiskostnaðurinn fyr-
ir pilta því tæplega 14.000.00
kr. yfir veturinn, en stúlkna
rúmlega 12.000.00 kr.
Savr til Þórðar: Frá Bænda-
skólanum á Hólum var 21 nem-
andi útskrifaður á síðastliðnu
Vori, en á síðasta vetri voru 12
nemendur i yngri deild skól-
ans. Meðal nemenda voru þá
tvær stúlkur, Oddný Finnboga-
dóttir og Guðbjörg Sigurðar-
dóttir. Skólinn var fullsetinn á
síðasta skólaári og aðsókn er
mikil fyrir þetta skólaár.
Svar til Svavara:
Býflugurnar eru taldar vera
einhver smávöxnustu nytjadýr-
in, sem mennirnir iiafa, en þar
sem býflugnaræklin heppnast
vel, er mikið upp úr henni að
iuifa. Fátt er það, sem börnun-
um þykir meira gaman að sltoða
en býflugnabú. í býflugnabú-
um er allt á iði, flugurnar sí-
fellt á ferð út og inn. Þær
setjast á blómin og safna hun-
angi, fljúga með það heim í
búið og skila því og fara svo
í nýja ferð. í búunum er röð
og regla á öllu. Við innganginn
er fyrirliði, sem lieldur vörð,
og þar er engum óviðkomandi
bleypt inn. Ef einliver óviðkom-
andi fluga lætur ginnast til nð
koma i heimsókn, á iiún ]>að
vist að fá ómjúkar viðtökur.
En það er lika annað hlut-
verk, sem býflugurnar hafa, og
það er ekki ómerkara en söfn-
un hunangsins. Þær flytja frjó-
korn milli blómanna, svo að
þau frjóvgist.
Kvendýrið á býflugnaheimil-
inu er drottningin. Hún verpir
eggjum, og það er ekkert smá-
ræði, sem frá henni kemur, þvi
á 4—5 mánuðum getur hún
verpt um 300.000 eggjum.
Maurarnir eru verstu óvinir
býflugnanna. Þeir sæta lagi að
ráðast tveir á fluguna, því einn
maur hefur ekki við býflugu.
Stundum kemur það líka fyrir,
að maurar ráðast á býflugna-
búin og drepa allar býflugurn-
ar og éta síðan hunangið.
Hér á landi er engin bý-
Þessar ungu stúlkur stunduðu nám i Bændaskólanum á síðastl.
vetri. Þær eru Oddný Finnbogadóttir og Guðbjörg Slgurðardóttir.
SPURNINCAR OC SVÖR
flugnarækt, en i nágrannalönd-
um okkar hafa margir hana
sem aukaatvinnu.
Svar til Skafta:
Pílagrímsfaramánuður Mú-
hameðstrúarmanna liefst ár
hvert 25. desember. í lielgibók
þeirra, sem Kóran nefnist, er
öllum Múhameðstrúarmönnum
gert að skyldu að taka sér að
minnsta kosti einu sinni á æv-
inni ferð á hendur til hinnar
lieilögu borgar Mekka. Borgin
Mekka er fæðingarstaður Mú-
hameðs, og þangað streyma á
hverju ári þúsundir pílagrima.
Ibúar borgarinnar munu nú
vera um 80 þúsundir, og iifa
þeir nú næstum eingöngu ú
pilagrímum. Mekka er um-
kringd háum fjöllum á alla
vegu, svo að landrými er ekki
mikið. í dæld einni í miðri
borginni er Bagdalla musterið.
Yfirburðir Bagdalla musteris-
ins yfir önnur musteri Mú-
hameðstrúarmanna munu Vera
þeir, að það er með sjö turn-
um, og þar er hin fræga bvgg-
ing „Kaaba“, sem er aðalhelgi-
dómur allra Múhameðstrúar-
manna. Bygging þessi er tjöld-
uð hinum heilögu ábreiðum,
sem eru úr þykku, svörtu silki,
og prýdd breiðum borða, ofn-
um úr gullvú', sem lagður er
um tjaldið þvert. Þessi heilaga
bygging er gerð úr höggnu
grjóti og óvönduð að öllum frá-
gangi. í einni hlið hennar er
hinn frægi svarti steinn. Steinn
þessi var dýrkaður löngu fyrir
daga Múhameðs. Sérhver pila-
grimur, sem til Mekka kemur,
skal ganga 7 sinnum i kringum
Kaaba-bygginguna, og að þvi
loknu skal hann kyssa „hinn
svarta stein“. Munnmæli segja,
að Gabríel engill hafi fært
Ismael (syni Abrahams og for-
föður Arabanna) þennan heil-
aga stein af himnum ofan, og
liafi hann upphaflega verið
hvitur að lit, en orðið svartur
af syndum mannanna.
Gina Lollobrigida.
Kæra Æska. Hvenær er kvik-
myndaleikkonan Gina Lollo-
brigida fædd? — Dóra.
Svar: Gina Lollobrigida er
fædd í Scobiaco á Ítalíu 4. júli
árið 1927. Þriggja ára gömul
var hún valin „Fegursta barn
ítaliu“. Nokkrum árum síðar
var hún kjörin „Lyceums-
drottning", síðan „Indælasta
stúlka í Stresa", og loks „Ung-
frú Róm“. Hún stundaði söng-
nám i Rómaborg, þegar kvik-
myndaframlciðendurnir komu
auga á hana. Hún varð heims-
fræg leikkona af fyrstu mynd-
um sínum og lilaut þá bin eft-
ii'sóttu Óskarsverðlaun. Til
]xessa hefur lxún leikið í meira
en fjörutíu kvikmyndum.
Gina Loilobrigida.
Hverjir eru þeir?
Svör: 1. Bill Wyman, 2. Brian Jones, 3. Mick Jagger, 4.
Charlie Watts og 5. Keith Richard.
Heilabrot: Svar: Hann bjó í kjallara.
349