Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 8
— ÆSKULYÐSSTARFSEMI —
Fyrsta sjálfstæða islenzka skátafélag
drengja er stofnað 1912. Árið 1924 cr
stofnað Bandalag íslenzkra skáta, er verð-
ur strax aðili að All)jóðasambandi skáta.
Arið 1922 er stofnað fyrsta íslenzka kven-
skátafélagið. Árið 1944 eru kvenskátafé-
lögin tekin inn í Bandalag islenzkra skáta.
Árið 1966 starfaði 31 sambandsfélag á 27
stöðum með samtals 4134 félögum. Mark-
mið bandalagsins er að efla unga menn
og konur til bess að verða traustir borgar-
ar íslenzka rikisins, með ]>ví að temja
l>eim drengskap, jálfa athyglisgáfu þeirra,
blýðni og sjálfstraust, brýna fyrir ])eim
föðurlandsást, hugrekki, begnskap og til-
litssemi, kenna ])eim ýmis störf, nytsöm
sjálfum ]>eim og almenningi, og efla sálar-
styrk þeirra og líkamsþrek. Skátafélögin
eiga nú 11 skátalieimili í bæjuin og nokkra
skátaskála á fjöllum. t 30 ár liefur Banda-
lag islenzkra skáta gefið út skátablað og
frá upphafi félagsskaparins hafa verið
gefin út fræðslurit og foringjablöð. Banda-
lagið starfrækir skrifstofu i Reykjavik.
Skátafélag Beykjavíkur, Kvcnskátafélag
Reykjavikur og Bandalag islenzkra skáta
starfrækja sumarbúðir að Úlfljótsvatni
hvert sumar. Fiest skátafélög starfrækja
útilegur i tjöldum á öllum árstíðum. Víða
láta bæjar- og sveitarfélög skátum i té
afnot af húsnæði til fundahalda, einkum
í skólum. Til skátahreyfingarinnar hefur
ríkissjóður veitt árlega 500 ])úsund krónur.
Bandalag fslenzkra skðta.
Eftir nokkurn tíma ákvað Helgi að klifra upp baunagrasið í annað sinn,
og hugsaði sér að sækja í kastala risans að þessu sinni fallegu hörpuna,
sem söng ósnert hin fegurstu lög, þegar risinn sagði „syngdu." Ferðin gekk
ágætlega og beið Helgi í námunda við kastalann, þar til risinn var sofnaður,
þá stökk hann út úr felustað sínum og náði hörpunni og hljóp á brott.
En harpan söng svo hátt „herra, herra," að risinn heyrði það og hljóp á
eftir Helga, sem nú var kominn að baunagrasinu.
Helgi var kominn niður í þann mund sem risinn byrjaði að klifra niður
baunagrasið. Óðar en Helgi var kominn niður úr grasinu, kom móðir lians
hlaupandi út úr húsinu með stóra öxi og fékk honum, en hann hjó bauna-
grasið, og risinn var svo hátt uppi, að hann féll niður og rotaðist í fallinu.
316
Lö^mál
lieilsunitar
Lög heilsunnar eru fá, einföld og auð-
lærð. Hver maður er fær um að breyta
eftir þeim, ef liann vill. „Enginn veit livað
átt hefur fyrr en misst hefur". Þegar lieils-
an hcfur snúið við mönnum bakinu, ])á
berja þeir sér á brjóst og ávíta sjálfa sig
fyrir að hafa ekki gert það, sem þurfti til
þess að halda henni við.
Þessi óskráðu lög eru: Hreint loft. Vinna.
Böð. íþróttir. Þeir, sem þessu fylgja, verða
hraustir, ánægðir og langlifir í landinu.
Maðurinn er eins og jurt, sem ekki getur
lifað án lofts og sólar. Hann getur verið
án fæðu í 40 daga, en hann getur ekki með
góðu móti verið án lofts í 40 sek., og sé
hann 4 inínútur án lofts, er líf lians ekki
túskildings virði.
Dragið andann djúpt (i gegnum nefið),
þegar þið komið út i lircint loft. Loftið er
það lífsmeðal, sem hver getur notað eftir
vild og enginn þarf að kaupa.
Temjið ykkur jafnan andardrátt; það
gerir blóðrásina reglulega.
Reiðizt ekki, það er ckki samboðið skyn-
sömum mönnum. Það gerir líka andar-
dráttinn óreglulegan, raskar ró ykkar og
gerir lifið skemmra en ella.
Farið oft í bað, það gerir liúðina sterka
og ókulvísa.
Auk hinnar daglegu vinnu, þá hafið ætíð
eitthvað til skemmtunar, svo sem göngur,
knattleiki, Iilaup, sund, bækur. Lesið ætið
eittlivað á hverjum degi i góðri liók.
Notið meðul náttdrunnar og engin önn-
ur.
Starfið á daginn. Hvílið ykkur á næt-
urnar.