Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 35

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 35
HÍ<HKH&WH34KBKHKHKHKHKt HITT og ÞETTA Uafflesia heitir stærsta blóm lieimsins. Það vex í skógunum á Sumatra og Borneo. Blómið er um einn metri i þvermál, vegur nærri þvi 7 kg., liefur afarvonda lykt og á jurtinni er hvorki stöngull né blöð. Venju- iega vex jurtin á rótum fíkju- trjáa. Blómknapparnir, sem eru svipaðir hvítkálshöfðum, eru um mánuð að opnast, en blóm- ið sjálft lifir aðeins tvo daga. Amorphophalius titanium heit- ir næststærsta blóm veraldar. Það er iikast risavaxinni lilju og vex ótrúlega hrntt, um sex þumlunga á dag. Stöngullinn verður yfir tveggja metra lang- ur. Mikill óþefur er af blómi ]>essu. Vaxtarsvæði þess eru skógarnir á Sumatra. Victoria Rcgia er stærsta vatna- jurt veraldar. Blöðin, sem geta orðið 2,75 metrar í þvermál og ]>orið uppi sjö ára gamalt barn, eru stærstu jurtablöð heimsins. Blómin eru einkar fögur og um liálfur metri i þvermál. En þau lifa aðeins einn dag. Mosinn er meðal lífseigustu jurta á jörðinni. En hann vex afar hægt — sumar tegundir ekki nema tvo þumlunga á heilli öld — og deyr að neðan- verðu jafnframt því, sem hann vex að ofan. Það hefur verið reynt að ákvarða aldur og vaxt- arhraða ýmissa mosategunda, sem vaxa í mómýrum, og eru sumar ]>eirra taldar um 200 þúsund ára gamlar. Vaxtar- hraðinn fer eftir loftslaginu og öðrum aðstæðum. Þjóðhátíðardagar í október og nóvember 1. okt. Kína. 4. okt. Nepal. 7. okt. Austur-Þýzkaland 20. okt. 'I’yrkland 24. okt. Dagur Sameinuðu þjóðanna. 3. nóv. Panama. 7. nóv. Ráðstjórnarrikin 11. nóv. Svíþjóð. 27. nóv. Líbanon. 29. nóv. Júgóslavia og Albanía. 30. nóv. Skolland. Saga flugsins Enska flugvélin Supermarine S.6.B. var sérstaklega smíðuð til að taka þátt i Schneiderkeppninni 1931. Schneider-keppn- in var alþjóðleg keppni milli sjóflugvéla, þar sem flughraðinn skipti mestu máli. Enski flugmaðurinn Stainforth liáði 655 km/klst. og þar með vann England Schnei- der-bikarinn til eignar. Ástralski flugmaðurinn Hubert Wilkins og norsk-ameriski flugmaðurinn C. B. Eilson fóru mcrkilegt könnunarflug í apríl 1928. Þeir lögðu upp frá Alaska 15. april og daginn eftir lentu ]>eir á Spitsbergen eftir 3.500 km flug yfir Norður-fshafið á 20% klst. Þeir fiugu Lockheed Vega einvængju með 220 ha. Whirhvind mótor. 12. júlí 1937 hóf sig til ílugs frá Moskvu rússnesk flugvél af gerðinni A.N.T.-25 (950 ha. M-34 mótor). f flugvélinni voru Gromov, Youmashev og Daniline, og var ætlunin að setja nýtt langflugsmet. Rúss- arnir stefndu til norðurs, flugu yfir Norð- urpólinn kl. 03:00 13. júlí og lentu svo 14. júlí hjá San Jaciento i Kaliforniu. Þá höfðu þeir verið á flugi í 62 tima og flog- ið 10.148 lun í beina línu. Veturinn 1929—1930 (en þá var sumar þar suður frá) var talsvert flogið til Suður- heimskautssvæðisins. Þá flaug m. a. Richard Byrd yfir sjálfan Suðurpólinn i þriggjahreyfla Ford-liávængju, sem bar nafnið „Floyd Bennet". Flugmaður var Norðmaðurinn Bernt Balchen, en með hon- um og Byrd voru June og McKingley. Þetta merkilega flug var farið 29. nóvember 1929. Af mörgum könnunarflugum yfir Norður- pólinn má nefna flug brezkrar Lancaster- sprengjuflugvélar stjórnað af Mac Kingley flugsveitarforingja, sem 17.—18. maí 1945 i'laug frá íslandi til Norðurpólsins og til haka. Tilgangur ])essa flugs var einkum að gera veðurathuganir. (Lancaster- sprengjuflugvélarnar voru einliverjar fræg- ustu flugvélar 2. heimsstyrjaldarinnar. Þær sprengdu m. a. margar stíflur i Þýzka- landi og sökktu þýzka orrustuskipinu Tirpitz i Tromsd-firði, Noregi, 12. nóvemb- er 1944, en þá voru þær 31 saman).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.