Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 38
SPURNINGAR OG SVÖR
Hólar í Hjáltadal.
Iværa Æska. Eg hef mikinn áliuga á að fræðast um, hverjir hafa
fyrstir verið biskupar að Hólum i Hjaltadal, og hvenær )>ar var
stofnaður búnaðarskóli. Eg vonast eftir svari fljótlega. Mér finnst
hlaðið alveg ágætt og þakka fyrir allan þann fróðleik, sem það
hefur flutt mér á undanförnum árum. — Guðbrandur.
Svar: Sú er elzt sögn um Hóla
í Hjaltadal, að Oxi Hjaltason
bjó þar um miðja elleftu öld
og lét gera kirkju mikla og veg-
lega. Árið 1106 var settur þar
hiskupsstóll og varð fyrstur
hiskup Jón Ögmundsson, skör-
ungur mikill. Hann gcrðist at-
hafnasamur biskup, kom upp
ágætum skóla að Hólum og
fékk erlenda menn til að kenna
við hann, ennfremur hlutaðist
hann til um stofnun fyrsta
klausturs. Hann lagði allt kapp
á að útrýma leifum af nöfnum
daganna, sem áður voru kennd-
ir við Æsi. Jón andaðist eftir
15 ára biskupsdóm. Árið 1200
voru bein hans grafin upp, sett
i skrín og geymd i dómkirkj-
unni, þótti flestra meina bót
að snerta skrínið, og sú trú
lagðist á, að Jón væri dýrling-
ur Hólakirkju.
Guðmundur Arason, hinn
góði, varð biskup á Hólum 1202.
Mikilla vinsælda naut hann hjá
alþýðu manna, var talinn heil-
agur maður og máttugur i orði
og verki. Hann átti í sífelldum
deilum við höfðingja nyrðra,
var livað eftir annað hrakinn
frá Hólum og sárt leikinn. Fór
hann víða um landið og jneð
honum alls konar förumenn og
landsliornalýður, ])ótt nokkrir
ágætir menn væru einnig j liði
hans. Eigi var Guðmundur góði
stjórnsamur biskup, og fyrstur
manna lagði hann íslenzk deilu-
mál undir dóm erlendra höfð-
ingja.
Kaþólskt vald efldist mjög
hér á landi eftir Sturlungaöld.
Voru þá biskupar á Hóluin
margir erlendir menn. En síð-
astur kaþólskra biskupa nyrðra
var Jón Arason. Jón biskup
Arason hugðist útrýma með
öllu lútlierskum áhrifum hér,
og um skeið var liann nær cin-
ráður i landinu, en um síðir
varð liann að lúta í lægra haldi
fyrir Daða í Snóksdal og mönn-
um hans. Hann var hálsliöggv-
inn án dóms og laga, ásamt
sonum sínum tveim, Ara og
Birni, i Skálholti 7. nóvember
árið 1550. Fór nánast allt við-
nám íslendinga gegn konungs-
valdinu með honum i gröfina.
Kunnastur lútherskra bisk-
upa á Hólastóli er Guðhrandur
horláksson. Hann varð biskup
árið 1571 og gerðist hrátt um-
svifamikill, efldi hann skólann
og bætti prentsmiðjuna, sem
var þar og Jón Arason hafði
keypt. Þá hafði Guðbrandur
með höndum umfangsmikla
bókaútgáfu. Er frægust þeirra
lióka, sem liann gaf út, biblia
sú, sem við liann er kennd.
Styrktist lútherskur siður mjög
nyrðra á stjórnarárum Guð-
brandar.
Arngrimur lærði var sltóla-
meistari á Hólum i tið Guð-
brandar. Hann var lærður i
hezta lagi og ritaði margar
bækur um ísland og menningu
íslendinga til að hncltkja slúð-
ursögum og óhróðri, er hirzt
hafði á prenti erlendis Um ís-
lendinga.
Á átjándu öld hnignaði Hóla-
stóli mikið eins og öðru hér á
landi. Kom að þvi, að stóllinn
var lagður niður árið 1801, þeg-
ar hiskupsdæmin voru samein-
uð, en skólinn var fluttur til
Reykjavíkur og sameinaður
Skálholtsskóla. En búnaðar-
skólinn var settur þar á stofn
árið 1881, og varð Jósef J.
Björnsson fyrstur skólastjóri.
Alls hafa 5 dómkirkjur ver-
ið reistar á Hólum, 3 byggðar
i kaþólskum sið, en 2 í lúthersk-
um. Af eldri kirkjunum er nú
eklci til tangur né tetur, engin
þeirra er til á mynd, og ekkert
er það á Hólum nú, er á þær
minni. Aðeins örfáir kirkju-
gripir liafa lifað þcssar kirkjur.
Dómkirkjan á Hólum, sem
enn stendur, var reist á dögum
Gísla biskups Magnússonar.
í kaþólskum sið voru eftir-
taldir inenn biskupar: Jón Ög-
mundsson, 1106—1121; Ketill
Þorsteinsson, 1122—1145; Björn
Gilsson, 1147—1162; Brandur
Sæmundarson, 1163—1201; Guð-
mundur Arason, 1203—1237;
Bótólfur, norskur, 1238—1246;
Heinrekur Kárason, norsliur,
1247—1260, Brandur Jónsson,
1263—1264; Jörundur Þor-
steinsson, 1267—1313; Auðunn
rauði Þorbergsson, norskur,
1313—1322; Lárentíus Iíálfsson,
1324—1331; Egill Eyjólfsson,
1332—1341; Ormur Ásláksson,
norskur, 134.3—1356; Jón skalli
Eiríksson, norskur, 1358—1390;
Pétur Nikulásson, danskur,
1391—1411; Jón Henriksson,
norskur, 1411—1423; Jón Vil-
lijálmsson, líklega norskur,
1426—1435; Jón Bloxwich, ensk-
ur, 1435—1441; Gottskálk Kæn-
iksson, norskur, 1442—1457;
Ólafur Rögnvaldsson, norskur,
1459—1495; Gottskálk Nikulás-
son, norskur, 1496—1520; Jón
Ai'ason, 1524—1550. -— í lút-
herskum sið: Ólafur Hjaltason,
1552—1569; Guðbrandur Þor-
láksson, 1571—1627; Þorlákur
Skúlason, 1628—1656, Gísli Þor-
láksson, 1657—1684; Jón Vig-
fússon, 1684—1690; Einar Þor-
steinsson, 1692—1696; Björn
Þorleifsson, 1697—1710; Steinn
Jónsson, 1711—1739; Halldór
Brynjólfsson, 1746—1752; Gisli
Magnússon, 1755—1779; Jón
Teitsson, 1780—1781; Árni Þór-
arinsson, 1784—1787; og Sig-
urður Stefánsson, 1789—1798.
HVER er BOB DYLAN?
Kæra Æska. Getur þú nú ekki
frætt mig eitthvað um söngv-
arann Boh Ilylan? — Snúlla.
Svar: Bob Dylan er fæddur 24.
maí árið 1941 i Dulutli í Minne-
sota. Hann byrjaði að syngja
og leika á gítar aðeins 10 ára
gamall og náði fljótt mikilli
tækni bæði i leik og söng. Nú
er hann talinn vcra einn fræg-
asti visnasöngvari heimsins, og
til marks um vinsældir hans
má geta þess, að nýlega söng
hann kvöld eftir kvöld fyrir
fullu húsi í Albert Hflll i Lon-
don, en sá salur tekur i sæti
um 6500 manns, og plötur hans
seljast svo að milljónum skipt-
ir. Hann er eiinfremur skáld
gott og hefur samið mikinn
fjölda góðra laga og ljóða.
346