Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 22
r Þórunn Pálsdóttirí^
Heimilið.
að athuga, hvort peysan er lit-
ekta.
1. Peysan lögð á hvítanpapp-
ír og teiknuð þannig, að háls-
mál, ermavídd og hrjóstvídd
komi vel fram á pappírnum.
2. Peysan hleytt í sápulausu
vatni til þess að liturinn leysist
síður upp (Þess gerist ekkiþörf
Þvottur
a peysu.
Peysur eru dýrar flíkur og
geta verið endingargóðar með
réttri meðferð i þvotti. Margir
láta peysur í hreinsun eða
fljóthreinsun. Það er ágætt,
svo langt sem það nær. En
ódýrara er að þvo peysuna
heima og ekki hafa allir að-
gang að efnalaug. Þess vegna
er gott að kunna að þvo peysu
á réttan hátt.
Áður en þvottur hefst, þarf
að atliuga, úr hvaða efni peys-
an er, livort um er að ræða ull,
uliarblöndu eða gerviefni, svo
sem orlon, sem mjög er algengt
um þessar mundir. Einnig þarf
með hvítar peysur).
3. Þvegin úr volgu sápuvatni.
Bezt er að nota uppleysta sápu,
sápulög. Notið ekki of mikið
af þvottaleginum, 1—2 msl:.
nægja í 2 1 af vatni. Betra er
að þvo flíkina úr tveimur væg-
um sápuvötnum en einu sterku.
Nuddið peysuna með flötum
lófa, en ekki á milli handanna.
Þvoið sem mest undir yfir-
borði vatnsins.
4. Skolið úr 3—4 vötnum.
Fari litur úr flíkinni, er látið
edik í næst síðasta skolvatnið.
Vindið ekki peysuna með því
að snúa upp á hana, heldur
Gott er að kunna að þvo peysu á réttan hátt.
kreistið hana milli liandanna.
Látið peysuna að síðustu inn
í þurrt handklæði og þrýstið
því vel saman. Bezt er að vinda
peysui' í þeytivindu, ef hún er
til, en siður í keflavindu.
5. Peysan lögð á sama bréf-
ið þannig, að hún falli í teikn-
inguna, og látin þorna þar. Með
þessu heldur hún lögun sinni.
Gott er að láta blað á milli
fram- og afturstykkis og inn
í ermarnar. Peysan er síðan
sléttuð vel. Þá þarf ekkert að
strauja iiana eða pressa.
Ath.: Ullarflíkur eru þvegn-
ar úr jafnheitum vötnum (ca.
40 gráður) og alls ekki skolað-
ar úr köldu vatni, því að þá
hlaupa þær. Orlonpeysur má
ekki þvo úr eins heitu, en ekki
skiptir máli, hvort þær eru
skolaðar úr köldu eða ekki. Ef
orlonpeysur eru þvegnar úr of
heitu vatni, togna þær og
hnökra.
Kvennafræðarinn.
Árið 1891 kom út önnur út-
gáfa af Kvennafræðaranum eft-
ir frú Elinu Briem. Bók þessi
er fyrsta handbókin, sem ís-
lenzkar húsmæður fengu á sínu
máli. Kvennafræðarinn cr fyr-
ir löngu uppseldur, en er viða
til, því að hann fór á sinum
tíma inn á næstum hvert ein-
asta heimili á landinu. Þarna er
að finna heilmikinn fróðleik,
sem enn í dag á erindi inn á
íslenzk heimili, ])ótt sumt sé
orðið úreit vegna breyttra að-
stæðna.
Nú skuluð þið, lesendur góð-
ir, atliuga, hvort ömmur ykkar
eða langömmur eiga þessa bók.
Ef svo er, skuluð þið lesa hana.
Hér birtist ein uppskrift úr
Kvennafræðaranum (tekin orð-
rétt, nema kv. breytt i g).
Kúrennukökur.
75 kv. (375 g) smjör
75 kv. (375 g) sykur
6—7 egg
1 pd (500 g) hveiti
30—40 kv. (150—200 g)
kúrennur
20 kv. (100 g) sætar möndlur.
Smjörið skal hræra fyrst. Þá
er sykurinn hrærður i það, þvi
næst rauðurnar, ein og ein í
senn. Siðast er hveitinu Jirært
í og seinast hvítunum vel þeytt-
um jafnað i deigið. Deiginu er
smurt þunnt á kalda plötuna
og ofan á það lagðar skornar
möndlur i raðir. Á milli ])eirra
skal strá kúrennum og yfir alla
plötuna skal strá steyttum
sykri. Þetta skal baka við mik-
inn og jafnan hita, þangað til
það er ijósbrúnt. Þá skai íaka
plötuna úr og skera skurði
þvers og iangs eftir Jienni og
húa þannig til ferhyrndar kök-
ur.
BÖRH JRRBHR
PERÚ er eitt af hinum smærri
lýðveidum Suður-Ameríku eða
1.800.000 ferkílómetrar, en i-
i)úatalan aðeins rúmar fjórar
milijónir. Landið er fjölbreyti-
legt að náttúru til, þar skiptist
á frjósemi og auðn, þar eru
flatlendi, fagrir dalir og him-
inhá fjöll. Að norðanverðu
lifigja landamærin að Equador
og Cólumhíu, að austan eru
Bólivía og Brazilia nágranna-
ríkin, en að sunnanverðu Chile.
Náttúruauðæfi landsins cru
mikil, þar hafa fundizt auð-
ugar silfur-, kopar- og kola-
námur. Mestur hluti landsbúa
lifir af landhúnaði. íhúar Perú
eru um það bil helmingur Ind-
íánar, en hinn helmingurinn
er alls konar kynblendingar, og
ber þar mest á Indíánablóði.
Perú er nokkur hluti hins stór-
merka menningarríkis, er Ink-
arnir byggðu til forna. Höfuð-
horg landsins heitir Lima.