Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 15

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 15
Ævintýri HERAKLESAR Ifíldes vaknaði við og fór að gráta. Æska Heraklesaar Fyrir rúmum Jjúsund árum l)jó á Grikklandi konungur sá, sem Amfitrýon iiét, en drottn- ing hans hét Alkmena. Þau lijón áttu tvo sonu og hét ann- ar Herakles en hinn Ifíkles. í a-sku grét Ifikles eins og önn- ur hörn gera á lians aldri, cn Herakles grét aldrei svo vart varð. Á uppvaxtarárum svein- anna höfðu menn engar vögg- ur, en ]>eir voru látnir sofa á stórum eirskildi, sem faðir þeirra hafði notað i orustum á vinstri handlegg sér og hlífði sér með fyrir spjótum óvina sinna. Eina nótt lágu báðir svein- arnir sofandi á eirskildinum, en konungur og drottning sváfu l)ar í rúmi sínu ekki langt frá. Þá bar það til, að tveir liögg- ormar komu skríðandi inn i lierbergið. Augun í ]>essum tveimur höggormum voru blóð- rauð og tindruðu eins og glóð- arkögglar svo að lýsti af um herbergið. Höggormarnir skriðu nú að skildinum og reyndu að teygja hausana upp á röndina ]>eim megin, sem Herakles svaf. Ifíkles vaknaði við og fór að gráta og vakti föður beirra, en er konuugur sá höggormana, stökk hann upp úr rúmi sínu og greip sverð sitt til ])ess að drepa höggorm- ana. En á meðan hann var að taka sverðið, vaknaði Herakles og reis upp og sér ]>á ]>essi voðahöfuð, sem voru að teygja sig upp á skjaldarröndina. Ekki fór hann að gi'áta, en leit út fyrir brúnina, og áður en nokk- urn varði, greip hann sitt með livorri hendi utan um Iiálsana á höggormunum og hélt svo fast, að ]>eir gátu ekki náð til að bíta hann, og á svipstundu var hann búinn að kyrkja ])á báða. Konungur lykkjaði nú ormana upp á sverði sínu og fleygði ])eim úl i garðinn. Hann var stórlega hissa á afli Hera- klesar og hugsaði með sér, að þegar drengurinn yrði full- harðiiáður, mundi hann Verða cinn af sterkustu mönnum heimsins. Og konungur gat þar ekki rangt til. Þegar Herakles fór að stálp- ast, var iiann sisoltinn, af því að hann óx svo fljótt. Faðir hans lét ala hann upp svo sem siður var þar í landi á þeim timum og lét kenna houum að lesa og skrifa, riða hcsti og aka í vagni, skjóta af boga og kasta spjóti og svo að skylm- ast með vopnum, syngja og leika á hörpu. Hann var iðinn og laginn, en ákafur mjög í skapi. Faðir hans vandaði aldrei um við liann, og sjálfur reyndi Herakles ekki að laga sig og óx þvi vanstilling hans meira og meira með hverju ári. Þeg- ar hann reiddist, braut iiann allt i sundur, sem honum þótti vera í vegi fyrir sér. En bftir á féll honum alltaf mjög illa, að honum skyldi hafa orðið skyssan á, cn gat ]>á ekki iekið hana aftur. Einn dag fékk hann ákúrur hjá söngkennara sín- um. Þessu reiddist Herakles svo mikið, að hann iók hörpuna og sctti i höfuðið á söngkenn- aranurn af svo miklu afli, að liann hné til jarðar látinn. Þeg- ar Herakles sá, livað hann hafði gert, varð hann sárhryggur og ]>ótti auk ]>ess skömm að verk- inu. Þessi atburður varð til þess, að konungur sendi liann i burt, og setti hann i skóla. Skóla- stjórinn var gamall Kentár, sem Keiron hét. Hann veitti móttöku konungsbörnum og kenndi þeim að þekkja stjörn- ur liiminsins og dýr jarðarinn- ar og margt í öðrum visindum. Kentárar voru mjög ein- kennileg kynslóð. Þeir voru menn niður að mitti, en allur neðri hluti likamans var eins og á hesti, með fjórum fótum og hófum á, eins og á að Vera. Kentárar gálu þvi látið læri- sveina sína ríða á baki sér, en dustað svo sveinana til með liöndunum, ef þeir höguðu sér ekki siðsamlega. Framhald. Á svipstundu hafði Herakles kyrkt þá báða. Hann setti hiirnuna í höfuðið á kennaranum. ■lón mætti fornvini sínum, Hans, á götu. „Ég hef frétt, að þú sért fluttur,“ sagði hann. „Ertu ánægður með nýju íbúð- ina?“ „Já, svo langt sem það nær,“ svaraði Hans. „En eitt kann ég ekki vel við. Það eru þessi eilífu hlaup upp og niður HEILABROT stigana. Það er engin lyfta í húsinu og í dag hef ég orðið að fara sex sinnum upp alla stigana og fimm sinnum niður.“ Já, sex sinnum upp og fimm sinnum niður. Hvernig getur staðið á því? Svar er á bls. 349.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.