Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 4
ástarhót. En hún varð að gæta sín að trufla hann ekki, þegar liann var að brjótast út úr egginu. Hún gaggaði lágt og sagði þannig nokkur gæluorð við hann. Þegar hann heyrði í mömrau sinni, hikaði hann ofurlítið. En svo tók hann rögg á sig, hamaðist við að brjóta skurn- ina og loks skauzt hann út. „Ég úti, mamma,“ sagði hann. „Velkominn, elskan mín,“ svaraði mamma hans. „Nú skaltu vera rólegur og hvíla Jrig vel, meðan þú ert að Jrorna," bætti hún við. Hún var innilega glöð og ánægð með það, hvað fyrsta unganum hafði gengið vel að brjót- ast út i'ir egginu. Stór er heimurinn Morgunninn rann upp. Þó að glugginn á fjósinu væri lítill og ótrúlega óhreinn, tókst sólargeislunum að kom- ast inn um rúðurnar og alveg lengst inn í fjósið. Nokkr- ir Jaeirra lentu á kúnum og vöktu þær, svo að þær stóðu upp, ein eftir aðra. Litli kálfurinn hennar Búbótar baul- aði vesældarlega og kallaði þannig til mömmu sinnar, sem var langt frá honum. Hann sagðist vera voðalega þyrst- ur. Búbót sagðist ekki ná til hans. Hann spurði þá, hvort hann mætti ekki koma til hennar. Jú, hún sagði, að það væri honum velkomið, en það væri víst hægara sagt en gert að komast úr stíunni. Hann svaraði því ekki, en fór að renna sér á grindurnar, ^senr slegið hafði verið upp kringum hann. Svo tók hann til að hoppa og skoppa og sparka í grindurnar. Þegar hann hafði hamast svona nokkurn tíma, sagði mamma hans, að þetta • væri til einskis, hann skyldi bara hætta því. Hann stanzaði and- artak og sagði, að hann væri orðinn þyrstari en hann hefði nokkurn tíma á ævinni verið. Hann sagðist verða að fá mjólkursopa. Sagði hann við mömmu sína, að hún væri svo sterk, að hún hlyti að geta slitið Jretta, sem væri bundið um hálsinn á henni og svo gæti hún kom- ið til hans og brotið óhræsis grindurnar. En mamma hans sagðist ekki reyna til Jress nú fremur en endranær að brjótast af básnum sínum. Án Jress að segja meira, tók nú kálfurinn aftur til að hamast á grindunum. Skyndilega losnaði hluti af grindverkinu, einmitt sá hluti Jressa, sem notaður var sem hlið. „Sjáðu nú, mamma! Nú get ég komið til þín,“ kallaði kálfurinn sigri hrósandi og lafmóður. Búbót brosti, en svaraði engu. Litli kálfurinn smeygði sér út um liliðið, hlammaðist niður í flórinn, slangraði upp úr honum og upp á flór- stokkinn, rétt þar hjá, sem Toppa gamla lá á eggjununr og litla unganum sínum. Þegar hún heyrði lætin í kálf- inum, gæðist hún upp fyrir kassabarminn. Þá blöskraði henni svo skjögrið í kálfinum, að hún kallaði í aðvör- unartón, að hann skyldi gæta sín að ryðja ekki hreiðrinu um. En kálfurinn var ekki að hlusta eftir gaggi Toppu, heldur hugsaði um það eitt að brölta til mömmu sinnar. Hann kippti snöggt upp hausnum og ætlaði að átta sig á stefnunni til mömmu sinnar. En svo óheppilega vildi til, að hann rak hausinn af afli undir kassann, sem við það kastaðist til og féll á hliðina niður á flórstokkinn. Toppa hentist frá kassanum, eggin köstuðust úr kassan- um og mölbrotnuðu. í flestum þeirra voru nærri full- þroskaðir ungar, sem þegar létu lífið. En sá litli, sem komizt hafði nokkru áður úr egginu, kallaði til mömmu sinnar og bað hana að koma til sín. Hún flýtti sér til hans og spurði hvort hann væri mikið meiddur. En sá litli svaraði, að Jtað væri ekkert að sér. Hann horfði stanzlaust í allar áttir og tísti ósköpin öll á meðan. Hann var að segja mömmu sinni frá því, sem hann sá. Og svo mikið var masið í honum, að mamma hans komst ekki að til að útskýra neitt fyrir honum. Allt í einu hikaði hann svolítið, en spurði svo: „Mamma, hvað er þetta allt sem ég sé? Það er svo miklu meira heldur en ég sá inni í egginu“. Því miður sjást seglskip æ sjaldnar, og nýtt seglskip er ennþá sjaldgæfara. Nýlega var þó sjósett í Eng- landi þessi fallega skonnorta, sem var skírð „Wins- ton Churchill". Skipinu er, eins og öllum öðrum seglskipum nú til dags, ætlað að vera skólaskip. Það hafa lengi verið uppi raddir, sem hafa spurt, hvort það væri ekki tilgangslaust að halda áfram að kenna sjómennsku á seglskipum, vegna þess að þau eru ekki notuð lengur. En það verður að viðurkenna, að byrjunarþjálfun í sjómennsku á seglskipum hef- ur mjög góð uppeldisleg áhrif, sem ekki verða ofmet- in. Hinn járnharði agi, mikil stæling ltkamans og vinnubrögðin þar um borð gera menn að einhverjum beztu sjóliðsforingjum, sent hægt er að fá.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.