Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 14
Hverjir eru þeir?
Hljómsveitin Rollinu; Stones hefur náð miklum vinsæltl-
um víða um lieim. Blaðið hefur oft birt myndir af þeim
féfögum, en nú skuluð þið fá að sjá þá í nýju fjósi, eða
myndir af þeim þegar þeir voru hörn. Getið þið þekkt
þessa frægu menn af þessum barnamyndum? Svör eru á
bls. 349.
Nú var Sævar að þrotum kominn. Kraftar hans virtust
fjara út. En nú sá hann skyndilega beð úr mjúkum mosa
og í öðrum enda hans var dálítil upphækkun eins og
Jcoddi. Hann var að leggjast niður á þennan beð, þegar
enn heyrðist kallað: „Stanzaðu". Nornin birtist enn og
snerti mosabeðinn með sprotanum. Hann breyttist þegar
í harðan klett. Síðan hvarf nornin enn og rétt í því kom
Sævar auga á huldumanninn, sem var á leið til hans.
„Hvar er ég?“ spurði Sævar.
„Þú ert í landinu, þar sem huldumenn hefndarinnar
búa,“ sagði hinn.
„Hvers vegna fórstu með mig hingað?" spurði Sævar.
„Til þess að sýna þér, hversu ljótt og andstyggilegt
það er að hrekkja bæði menn og dýr eins og þú gerir.“
„Ef þú sleppir mér nú, skal ég engan hrekkja framar."
„Ég skal gera það vegna þinnar góðu móður.“
„Hún mun undrast fjarveru mína.“
„En þú mátt engum segja, hvar þú hefur verið, jafnvel
ekki móður þinni. Enginn má vita að þú hafir verið
hjá huldumönnum hefndarinnar. Ef þú segir frá, mun ég
neyta töfra minna og flytja þig hingað aftur“.
Nú blés huldumaðurinn í litla flautú og hvíti hestur-
inn birtist þegar í stað. Þegar Sævar kom að heimili sínu,
hvarf hesturinn strax aftur. Klukkan var að slá tólf, en
Kata og Una sátu enn við eldinn og biðu. Þá voru dyrnar
opnaðar og Kata lagði fingur í aðvörunarskyni á varir
sér. Sævar gekk inn, bauð gott kvöld, en hvarf svo inn í
sitt herbergi.
Þegar Una og Birgitta komu fram í eldhúsið morgtin-
inn eftir, undruðust þær að sjá allt tilbúið til morgun-
verðar. Sævar hafði þá farið snemma á fætur og lokið
þessu af.
Upp frá þessu ríkti ánægja og gleði á heimili Unu.
Aflir fundu breytinguna, sem orðið hafði á framferði og
skapferii Sævars.
Seinna sagði Una eitt sinn við Kötu vinkonu sína:
„Ég trúi því, að lnddumaðurinn hafi fært mér mikla
hamingju.“
„Þú mátt vera viss um, að þú hefur fengið ríkulega
endurgoldnar þær innilegu móttökur, sem hann fékk
hjá þér,“ sagði Kata. Sigurður Kristinsson
þýddi úr ensku.