Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1967, Blaðsíða 5
Að fara umhverfis jörðina á 421 degi er ekki svo ýkja mikið afrek á okkar tímum. Fíleas Fogg gerði jú það sama fyrir mörg- um árum á aðeins 80 dögum. Hið atliyglisverða /ið hnattferð Jims Parkinsons var, að liann fór hana á hálfu hestafli, sem var l>að almesta, sem Scoota-Car bíllinn hans gat orkað. Enslc bátaverksmiðja framleiddi u. ]). h. 1000 Scoota-Car hila á árunum 1934—1939. Jim horgaði 70 pund fyrir sinn Scoota-Car, og notaði 900 klst. til þess að ferðbúa bílinn undir þessa löngu ferð. Þann 25. maí 1965 lagði Iiann af stað frá Dover, og þessi litla bifreið átti eftir að aka 2.500 km áður en hún kœmi aftur á enska grund. Fyrst ók hann sem leið liggur gegnum Briissel og Varsjá til Moskvu. Ferðina gegnum Siheríu til Vladivostok annaðist Síberíu-hraðlestin. Vegakerfið þarna austur frá er eklci nothæft fyrir fólkshíla enn sem komið er. Jim hjó þess vegna um bilinn í trékassa og opnaði hann ekki aftur fyrr en i Tokyo í Japan. UMHVERFIS jörðina á hálfu hestafli. Þaðan ók Jim um þvert og endilangt Japan með lieila lest blaða- og sjónvarpsmanna á eftir sér. Eftir sex vikna ferð varð hann að láta bilinn aftur í kassann, og liann sá ekki dagsins ljós aftur fyrr en eftir sjóferð yfir Ityrrahafið til San Francisco. Þar vildu lögregluyfirvöldin ekki viðurkenna Scoota-Car sem hifreið, en þegar Jim gat sannað, að hann væri skráður þannig í Englandi, urðu þau að láta undan. í fylkinu Karolina i Bandaríkjunum kom upp nýtt vandamál. Á sumum vegum þar er iágmarkshraði 60 km á klukkustund, sem er þrefalt meiri hraði cn Scoota-Car gat komizt liraðast. Jim fékk þó undanþágu vegna þess, hve bíllinn var litill. Siðasta sinn sem Jim lét bilinn i kassa var fyrir sjóferðina frá Montreal til Englands. Þar hefur Jim ef til vill fengið pláss fyrir bílinn sinn á einhverju bifreiðasafni á meðan hann áætlar næstu ferð. Hann kom nefnilega ekki til Suður-Ameriku i þetta sinn. „Þetta er heimurinn, vinur minn“, svaraði Toppa lágt, því að hún gat ekki haft augun af ungunum sínum litlu, sem lágu dánir við fætur hennar. „Voðalega er heimurinn stór, mamma," sagði unginn ákafur. „Já, vinur minn. Þú segir þá víst eitthvað, þegar þú keniur út úr fjósinu, ef þú færð að lifa það,“ sagði rnamma hans og virti liann áhyggjufull fyrir sér, þar sem hann stóð undrandi á ilórstokknum. Svo varð henni litið yfir til Búbótar, þar sem kálfurinn var að svala þorsta sínum. „Skelfing hlýtur heimurinn að vera stór og mikill, ef hann er miklu stærri en þetta, sem þú segir að heiti fjós.“ „Já, vinur minn, heimurinn er stór og í honum gerist uiargt, sem bæði kallast blítt og strítt. En þú átt nú eftir að kynnast því, ef þér endast lífdagar, auminginn rninn litli. En komdu nú hérna upp að veggniun með mér. I‘ar skal ég breiða vængina yfir þig. Þú þarft að sofna svolítið“. „Já, en ég er líka svolítið svangur“. „Hérna eru lítil korn fyrir þig. Borðaðu ekki mikið of þeim. Svona, korndu nú undir vænginn minn. Litli unginn skreið undir væng mömmu sinnar, tísti glaðlega og talaði um, livað notalegt væri þar. Innan lítillar stundar var hann steinsofnaður. „Hann á að heita Gulur litli" Gunna litla á Karrastöðum var snemma á fótum þenn- an morgun. Hún kom jafnsnemma mömmu sinni fram í eldhúsið. „Góðan daginn, elskan mín,“ svaraði mamma henn- ar, þegar Gunna litla kom þjótandi upp í fangið á henni og bauð henni góðan dag og kyssti hana. „Mamma, getum við ekki farið undir eins út í fjósið til þess að vita hvort unginn minn er kominn?“ spurði hún svo áköf. „Ertu alveg viss á margföldunartöflunni?" „Já, já. Á ég að fara með liana fyrir þig?“ „Nei, nei, þú þarft ekki að fara með rneira en — látum okkur nú sjá — bara 8 sinnum töfluna“. Gunna litla lét ekki segja sér það tvisvar, en flýtti sér að segja: „8 sinnum 8 eru 64, 8 sinnum 9 eru 72, 8 sinnum 10 eru 80. Er þetta ekki alveg rétt hjá mér?“ „Jú, væna mín. Nú skal ég koma með þér út í fjósið.“ Gunna litla flýtti sér af stað og kom að fjósdyrunum talsvert löngu á undan mömmu sinni. Beið hún þar óþolinmóð og hoppandi. Mamrna hennar opnaði fjós- dyrnar og Gunna litla smeygði sér inn fram hjá mömmu sinni. Þeim var fyrst dimmt fyrir augum. En þegar Gunna litla gat farið að litast um, rak hún upp angistaróp, svo 313

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.