Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Síða 3

Æskan - 01.01.1970, Síða 3
Verðlaunaþraut Æskunnar og Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR 1970 Hér hefst fyrsti flokkurinn af þremur í verð- launaþraut þeirri um umferðarmál, sem ÆSKAN og Klúbbarnir ÖRUGGUR AKSTUR efna til í sambandi við 70 ára afmæli blaðsins. Hver flokk- ur er 10 sþurningar — samtals 30 — og ber þátttakendum að merkja við á spurningalistan- um rétt svar að þeirra viti. Vandinn er nú ekki meiri! Senda ber svörin til ÆSKUNNAR, þegar allar spurningarnar í verðlaunaþrautinni hafa birzt, en þær síðustu koma í marzblaðinu. Veitt verða 5 verðlaun fyrir rétt svör við öll- um spurningunum. Úr réttum svörum verður dregið um verðlaunin, en þau verða þessi: 1. verðlaun: Vandað reiðhjól af gerðinni DBS, — norskt. 2. verðlaun: Tvö 10 daga námskeið við sum- aríþróttaskólann að Leirá. 3., 4. og 5. verðlaun: Kuldaúlpa og alklæðn- aður frá samvinnuverksmiðjun- um á Akureyri: HEKLU, GEFJUN oa IÐUNNI. Auk framantalinna verðlauna verður öllum verðlaunahöfum boðið í ferðalag innanlands, hverjum frá sínu heimili, og verða helztu áfanga- staðir Aðalskrifstofa SAMVINNUTRYGGINGA í Reykjavík, Sumaríþróttaskólinn að Leirá, Hótel Bifröst og samvinnuverksmiðjurnar á Akureyri. Fer verðlaunaafhendingin fram í sambandi við ferðalagið. Vegna þess hversu umferðaröryggismálin eru mikilvæg í hverju þjóðfélagi, hvetur ÆSKAN mjög alla lesendur sína til að taka þátt í spurn- ingakeppninni. Okkur ber öllum skylda til að bera gott skynbragð á umferðarmálin og hága okkur eftir settum reglum. Sérhver lesandi ÆSKUNNAR allt að 15 ára aldri hefur rétt til þess að taka þátt í spurninga- þrautinni og tryggja sér þar með aðild að mögu- leika til hinna mörgu glæsilegu verðlauna, sem í boði eru. Hér koma tíu fyrstu spurningarnar í þrautinni. 1. Hvorum megin á að ganga á götu, þar sem engin gangstétt er? Svar: A. Hægra megin. B. Vinstra megin. 2. HvaS þýðir rautt, kringlótt um- ferðarmerki með gulu þver- striki? Svar: A. Allur akstur bannaður B. Vegavinna C. Innakstur bannaður Hvaða aldri þarf umsækjandi að hafa náð til þess að öðlast réttindi til aksturs 1) bifreiðar? 2) dráttarvélar? 3) létts bifhjóls? Svar: 1) A. 17 ára B. 16 ára C. 18 ára 2) A. 17 ára B. 16 ára C. 15 ára

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.