Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1970, Qupperneq 5

Æskan - 01.01.1970, Qupperneq 5
MARGT BÝR í SJÓNUM f íslenzkum þjóðsögum er til fjöldi frásagna um alls kyns kynjadýr í sjónum. Bera þau ýmis nöfn, svo sem sæ- skrímsli, marbendlar, fjörulallar o. s. frv. Víst er um þaö, að dýralifið i sjónum er ekki siður fjölskrúðugt en dýra- lifið á þurrlendi jarðarinnar. Ætla mætti, að vísindamenn nútímans væru nú þegar búnir að uppgötva öll dýr hafsins, einkum þó hinar stærri dýrategundir. Þó er það svo, að margir gæla við þær hugmyndir, að til séu í sjó og jafn- vel stöðuvötnum ókennd dýr eða skrimsli. I Skotlandi er t. d. stórt stöðuvatn, sem er svo frægt fyrir skrímsii, er i því á að iifa, að það dregur að fjölda ferðamanna á hverju ári. Síðustu fréttir frá því vatni eru þær, að nokkrir áhuga- samir sjóskrímslaunnendur komu þangað með lítinn kaf- bát meðferðis til þess að kanna vatnið undir yfirborðinu. Einnig hafa verið fregnir um það i blöðum nýlega, að tveir visindamenn frá háskóla í Columbiu leiti nú að sjó- skrímsli, sem sagt er vera um það bil níu metra langt, með eins og hálfs metra langan háls og höfuð sem likist hross- haus. Segja vísindamennirnir, að skrimslið hafi sézt úti fyrir ströndum á vissum stað síðan árið 1912 og beri lýs- ingum manna um útlit þess yfírleitt saman. Segir annar þessara vísindamanna, að skrímsli þessu svipi mjög til sækýrinnar, sem aðsetur halði í Barentshafi á árunum kringum 1750. Við skulum nú rifja upp gamla sjóskrímslasögu, sem gerðist í Flatey á Skjálfandaflóa fyrir aldamótin síðustu. Flateyj arskrímslið Haustið 1886 áttu nokkrir unglingspiltar í Flatey á Skjálf- anda að reka saman fé á áliðnum degi; það var um vetur- náttaleytið. Vorum við fimm saman: tveir bræður nær tvítugu, Kristján og Benedikt að nafni, myndarlegir menn og vel greindir, og þrir drengir innan við fermingu: Sigfús Eiríksson í Uppibæ og Kristján Sigurpálsson, nú búfræð- ingur á Húsavík, báðir 10 ára, og ég, tólf ára að aldri. Við röðuðum okkur niður eins og í göngur á holti einu, sem er skammt utan við túngarðinn; varð minn hlutur að ganga eftir holtinu; þeir bræður gengu nær sjónum, en drengirnir ofar. Urðum við engra kinda varir þar á vana- legum slóðum, en sáum fáeinar langt til vesturs, og var ein þeirra stök. Hundur einn var með okkur, er Tryggur var nefndur. Ætluðum við félagarnir að senda Trygg fyrir stöku kind- ina og koma henni saman við hitt féð. En Tryggur brást öðruvísi við, en hann var vanur, því að hann var vænsti fjárhundur. En nú bylti hann sér á hrygginn hvað eftir annað og spangólaði ámáttiega. Skildum við ekkert í þessu, en þó fór okkur að þykja vafasamt, hvort þessi staka skepna væri sauður eða þá einhver ókind, því að ekkert sáum við hana bæra á sér, hvernig sem hundurinn spangólaði. Lfka sýndist okkur skepna þessi nokkru stærri en fjögurra vetra sauður, en þá voru þeir til í eynni. Þeir bræður voru á þvf, að þettá gæti ekki annað verið en kind, og yrði annarhvor okkar Sigfúsar að sækja hana; beið ég svo enn um stund, meðan félagar mfnir voru að Hún er merkileg að þvi leyti, að hún gerist um hábjartan dag og margir menn sáu skrímslið. Saga þessi er úr bók- inni „Þjóðsagnir og þjóðtrú", er Oddur Björnsson gaf út. Sögumaður er Theodór Friðriksson rithöfundur, þá 12 ára að aldri, er sagan gerðist. NÝR ÞÁTTUR raða sér. Svo tókum við allir á rás f einu vestur eyna, hóandi og sigandi. Aldrei bærði kindin á sér; bjóst ég við, að Sigfús tæki hana, þvf að hundurinn fylgdi honum, en hann mun hafa ætlað mér það. Þegar nokkuð dró lengra til vesturs, urðu fyrir mér sauðir nokkrir heimanvert við holtið og rak ég þá heim á tún, og hljóp svo upp á holtið aftur til þess að sjá, hvort Sigíús hefði tekið kindina. Þótti mér illt, ef hún yrði eftir og mér yrði kennt um. Þegar upp á holtið kom, var þessi skepna enn grafkyrr og Sigfús og Kristinn komnir framhjá henni. Heyri ég þá, að Kristinn kallar og segir mér að láta þetta vera — það sé ekki kind. En ég hafði reiðzt af því, að Sigfús hafði ekki tekið kindina og skeytti því ekki orðum Kristins en hljóp úteftir sem fætur toguðu, því að ég gat ekki betur séð en þetta væri kind. En eigi leið á löngu áður en ég sá, að þetta var ekki allt með felldu. Sá ég þá glöggt, að þetta var engin sauðkind, heldur einhver skepna, sem ég hafði aldrei séð áður. Varð ég hálf-hræddur, en langaði þó til að sjá, hvernig skepna þessi væri. En Kristinn var alltaf að kalla, svo að ég sneri fljótlega vestur til þeirra, og dró þá ekki af mér. Eigi get ég gert nákvæma lýsingu á skepnu þessari, en eftir því sem hún kom mér fyrir sjónir, var hún mjallahvít á skrokkinn og gljáði á, Ifkt og hvelja væri. Hún hallaðist upp við stóra þúfu og sneri út og suður. Fætur sá ég enga og engan háls eða rófu. Augun voru afarstór og langur 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.