Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1970, Page 11

Æskan - 01.01.1970, Page 11
laumaði kalífinn dálitlu af svefndufti í glas Hass- ans. Það leið heldur ekki á löngu þar lil Hassan solnaði í stól sínum og náði þá kalífinn í þjón sinn, seni gengið hafði í humátt á eftir herra síti- um. Þjónn þessi bar nú Hassan á baki sér heim í höll kalífans og afklæddi hann í svefnherberginu og hagrædtli honum síðan í rúmi kalífans sjálfs. Síðan kallaði Harún Al-Rashid alla þjóna í höllinni á sinn fund og mælti: „Nú legg ég jtað fyrir ykkur alla, að þið anni/.t þennan ókunna mann eins og hann væri ég — drottnari allra trúaðra. Og þegar hann vaknar, þá þjónið honum eins og hann væri ég, án þess að láta sjá á ykkur nokkra undrun eða breytingu. Þetta skal vera svo í einn tlag.“ Því næst lagðist kalífinn til hvílu í smáherbergi við hliðina á svefnherberg- inu, en gegnurn lítið leynigat gat hann fylgzt með öllu, er l'ram fór inni í hinu herberginu. Þegar nokkuð var liðið á morguninn, vaknaði Hassan. Hann leit undrandi í kringum sig og botn- aði ekki neitt í neinu. Þetta var eitthvert hið feg- ursta svelnherbergi, sem hann hafði augum litið: silkitjöld, gullnir vasar og dýrmæt teppi á gólfinu. Og það sem rneira var: svartir jtjónar, fleiri en einn og íleiri en tveir, stóðu við rúm hans, reiðu- búnir til jtess að uppfylla hverja ósk hans. Til jtess svo að kóróna allt saman liðu fagrar dansmeyj- ar inn gólf'ið með fagra söngva á vörum. Einn jtjónninn ávarpaði nú Hassan: „Drottnari allra trúaðra. Ég leyfi mér að tilkynna þér, að kom- inn er tími til að rísa úr rekkju, setjast í hásætið og halda ríkisráðsfund." Hassan reis upp til hálfs í rekkjunni. Hann reyndi að depla augunum og klípa sig í handlegg- ina til [tess að sannprófa, hvort jtetta væri drauimir eða vaka. „Herra minn,“ hélt [tjónninn áfram, ,,j)ú hefur sofið fast og lengi, en úti fyrir hallarsalardyrum bíða æðstaráð hersins og ríkisgjaldkerinn, já, og svo auðvitað öll hirðin. Þeir bíða jress, að j)ér, drottinn allra trúaðra, þóknist að setja fundinn." Hassan klóraði sér í bnakkanum og sagði við J)jóninn: „Heyrðu góði, segðu mér eins og er, ertu að tala til mín eða einhvers annars" „Háæruverðugi herra kalífi,“ svaraði sá svarti. „Ertu að reyna mig, þjón jnnn? Allir vita, að J)ú ert drottnari allra trúaðra, staðgengill Allah á jörð- inni, kalífinn í Bagdað.“ Hassan glápti á [tjóninn og skildi hvorki upp né niður í jressu. Loks sagði hann: „Ja, þú segir nokk- uð, en nú skal ég segja J)ér, að ég er bara venju- legur kaupmaður. Segðu mér, bvar ég er niður- kominn, og þá skal ég gela J)ér vænan gullmola." Þjónninn hélt fast við sitt mál: „Ég get ekki ann- að sagt en [>að, að þú ert kalífinn, drottnari rétt- trúaðra, og ríkir í Bagdað.“ Hassan vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en sá’ J)ó í hendi sér, að ekki þýddi neitt að spyrja þjóninn meira. Hann benti einni dansmeyjunni að koma til sín: „Komdu hingað til mín, fegurðardís, og bíttu í fingurinn á ntér, svo ég fái úr því skorið, hvort ég sef eða vaki.“ Dansmeyjan beit Hassan svo l'ast í fingurinn, að hann skrækti upp yfir sig. „Jú, það er enginn vafi á [)ví, að ég er vakandi," sagði hann við sjálfan sig og steig síðan fram úr rekkjunni. „Drottnari allra rétttrúaðra, Allah geli J>ér góðan dag!“ sögðu allir í svefnherberginu í einum kór. Þjónarnir kepptust hver við annan unr að rétta honum geysi-skrautleg klæði og hjálpuðu honum síðan með bugti og beygingum að klæðast. Þótt Hassan maldaði í móinn var hann j>ví næst leiddur inn í ríkisráðssalinn og hjálpað til að setjast í hásætið. (Framhald) 11

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.