Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1970, Side 12

Æskan - 01.01.1970, Side 12
Þeir félagarnir, prófessor Archimedes Q. Porter og að- stoðarmaður hans, Samúel T. Philander, höfðu snúið heimleiðis, að því er þeir héldu, en raunverulega voru þeir rammvilltir. Tilviljun réð því, að þeir héldu til vesturs í átt til strandarinnar, en ekki í austur, inn í óendanlegan frumskóginn. Það vakti furðu þeirra, að þegar þeir náðu ströndinni, sáu þeir kofann hvergi. Phil- ander þóttist þó viss um, að þeir væru fyrir norðan hann, en hið sanna var, að þeir voru spottakorn fyrir sunnan kofann. Ekki datt þessum hálærðu mönnum í hug að hrópa eða kalla til þess að láta félaga sína vita, hvar þeir væru. í stað þess þreif Philander í handlegg prófessors Porters og dró hann af stað í suðurátt eða í áttina til Höfðaborgar, tvö þúsund og þrjú hundruð kílómetrum sunnar. Þegar stúlkurnar voru komnar inn í kofann, fór Esmer- alda strax að leita að einhverju til þess að setja fyrir hurðina að innanverðu. Skyndilega rak hún upp hræðslu- óp og hljóp til baka til húsmóður sinnar. Jane Porter sneri sér við og sá þá, hvað valdið hafði ótta svertingja- konunnar. Hvít og skinin beinagrind lá á gólfinu og önnur lá í rúminu. Þegar hún hafði sefað Esmeröldu, gekk hún að vöggunni, en þar lá beinagrind af barni. Hrollur fór um ungu stúlkuna, og henni varð hugsað til þess, að ef til vill ætti þetta einnig eftir að liggja fyrir henni og félögum hennar. Hún stappaði niður fætinum til þess að reka þessar hugsanir á brott og skipaði Esmer- öldu í höstugum tón að hætta skælunum: „Hættu nú þessu, hættu strax! Þú gerir aðeins illt verra. Aldrei hef ég þekkt svona stóran krakka eins og þig, Esmeralda." En hún þagnaði snögglega, þegar henni varð hugsað til þess, að nú voru allir karlmennimir horfnir inn í skóginn og hún því ein eftir með þessum stúlkubjálfa. Jane snaraðist að hurðinni og skaut hinum sterklega slagbrandi fyrir dyrnar. Síðan settust þær báðar niður á bekkinn og biðu þess, er verða vildi.----- HÆTTUR FRUMSKÖGARINS Clayton hvarf inn í skóginn til þess að leita tvímenn- inganna, en sjómennirnir, sem voru uppreisnarmenn af skipinu „Örinni“ tóku það ráð að róa bát sínum sem skjótast fram að skipinu til {>ess að forðast spjóts- og örvaskot úr skógarþykkninu. Tarzan horfði á allt þetta og þótti aðfarir þessara ókunnu, hvítu manna alleinkennilegar, en mjög var hann hrifinn af ungu stúlkunni fögru, sem nú hafði lokað sig inni í kofa hans ásamt svertingjastúlkunni. Hann var viss um, að þarna var þó ein að minnsta kosti af hans eigin kynflokki, og raunar voru einnig ungi mað- urinn og gömlu mennirnir tveir mjög líkir því, sem hann hafði hugsað sér kynbræður sína. Það haí'ði ekki farið fram hjá Tarzan, er ungi maður- inn tók upp byssuna, faldi hana í ermi sinni og laumaði henni síðan til ungu stúlkunnar, þegar hún gekk inn í kofann. Hann átti erfitt með að botna í öllu þessu, og einhvern veginn var honum ekki vel við það, hve annt ungi maðurinn lét sér um ungu stúlkuna. Honum gazt mjög illa að sjómönnunum, og þó einkum þeim, sem hafði ætlað að skjóta unga manninn í bakið. Hann sá, að þeir voru óvinir hinna, svo að hann ákvað að vera vel á verði gagnvart þeim, ef þeir kæmu aftur frá skip- inu. Tarzan ákvað að fara í humátt á eftir unga manninum til þess að vita, hvað hann ætlaðist fyrir inni í skóginum, enda vissi hann, að stúlkurnar voru nokkurn veginn ör- uggar inni i kofa hans. Tarzan sveiflaði sér tré af tré á eftir Clayton og fljót- lega heyrði hann köll hans í fjarska. Allt í einu sá hann unga manninn standa lafmóðan í rjóðri einu, og þá kom Tarzan í hug, að hann mundi vera að leita að 12

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.