Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1970, Side 17

Æskan - 01.01.1970, Side 17
Ung var ég, er Æskan mér yndi veitti, las ég þar og lœrði lífsspeki marga, hún var hollvinur, er heim mig sókti mánuð hvern. Ég mat hana löngum. Saftiaði ég henni saman og geymdi. Á ég hana ennþá bundna i bœkur. Börn min og barnabörn einnig unað hafa við þar að lesa. Kynslóð af kynslóð hún kunnað hefur hollan lestur og yndi að veita. Til hennar sendi á timamótum hugheilar óskir um heill og gœfu. Gamall lesandi. Lóa hljóp nú af stað og barðist hjartað í litla brjóstinu henn- ar a£ hræðslu um mömmu sína, sem henni þótti svo ósköp vænt um. Hún var vön að ganga berlætt á sumrin heima við og út um skógana. Hljóp hún nú berfætt beinustu leið gegnum skóginn í áttina að heimili ljósmóðurinnar. A vegi hennar urðu Jiistlar og Jryrnar, en hún gaf sér ekki tíma til að víkja úr vegi fyrir Jteim, eins og hún var vön. Fór nú að blæða úr fótum hennar og hana sársveið í |)á, en ekki linnti hún sprettinum. í huga hennar hljómaði stöðugt bæn til hins alvalda, sem ræður lífi og dauða, að mamma hennar, elsku góða mamma hennar, fengi að lifa, og að hún yrði nógu íljót með meðulin handa henni. Hún var komin að niðurlotum af mæði, en ekki Jiorði hún að hægja á ferðinni. Einu sinni rak hún fótinn í trjábol, sem lá á jörðinni, og steyptist áfram, en kom J)ó höndunum fyrir sig og uieiddi sig ekki. Stóð hún jafnskjótt upp af'tur og hélt áfram. Að lokum komst hún alla leið. fékk meðulin fljótt afgreidd og ltélt svo heimleiðis. Nú varð hún að gæta sín vel að detta ekki, svo að meðalaglasið brotnaði ekki, en samt varð hún að hlaupa svo sem hún gat. Loks komst hún heim heilu og höldnu. Ljósmóðirin hældi henni fyrir flýtinn og gaf mömmu hennar meðulin, og lífi hennar var bjargað. Lóa var svo grátfegin og Jtakkaði guði í hljóði, sem hafði hjálpað henni til að vera verkfæri til að bjarga lífi elsku mömmu hennar. Rispurnar á fótunum greru fljótt tið smyrsl ljósmóður- innar. FELUMYND Á þessari mynd sjáum við bæði skíði og stafi. En hver er eigandi þessara hluta? Slóðin virðist liggja inn í skóg- inn. Hjálpið okkur nú til þess að hafa upp á skíðamanninum. 17

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.