Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1970, Qupperneq 18

Æskan - 01.01.1970, Qupperneq 18
ftir að þau skildu við þennan hjálpsama póstmann tók ekki langan tíma að komast til gistihússins og ganga frá nauðsynlegum upplýsingum varðandi gistinguna. Þau skrifuðu öll nöfn sín í stóra bók en síðan var haldið til herbergj- anna, sem voru lítil en mjög þokkaleg, og þau Jóhanna og Jó- hann voru bæði viss um, að þarna myndu þau sofa og hvílast vel. En það var ekki nærri því komið að háttatíma. Dagurinn varla nema hálfnaður. Nú loksins var hið mikla og langþráða ævintýri að renna upp: Sjálf heimsóknin á æskustöðvar ævintýra- skáldsins H. C. Andersens. Allt var þetta likast einu ævintýri, allt frá því að þau lögðu af stað að heiman. Það var jafnvel spurn- ing hvort þetta sem þau voru að reyna og upplifa jafnaðist ekki á við sum ævintýri sem þau höfðu lesið. Þau hvíídu sig um stund á gistihúsinu en héldu síðan út í bæ- inn, fyrst til þess að fá sér að borða og síðan til þess að skoða hús H. C. Andersens. Inni á litlum veitingastað í næsta ná- grenni við hótelið var kyrrt og rólegt en borð svignuðu undir dýr- um krásum. Þau voru samt ekki í þeim hugleiðingum að snæða stóra máltíð að svo stöddu, heldur varð hið danska smurða brauð fyrir valinu ásamt vínarbrauðum og mjólk. Eftir göngu um mið- borgina komu þau að litlu húsi gulmáluðu. Þetta var æskuheimili Hans Christians Andersens. Á veggnum var spjald sem gaf til kynna hvaða hús hér væri um að ræða. Að öðrum kosti hefðu ferðalangarnir tæp-ast fundið það. Byggt hefur verið við þetta gamla og fallega hús, sem er aðeins ein hæð og ris. Sem fyrr segir er það gult að lit, en á þaki er rauð skífa. Vart getur að líta friðsamlegra hús og fallegra í þessum gamla, rólega stil, en inrigangurinn í sjálft safnið er um viðbygginguna, sem samt stingur örlítið í stúf við það sem fyrir er. í gamla húsinu voru herbergin mjög litil, svo sem gefur að skilja, og lágt undir loft. Bjálkar voru í loftum og við veggi stóðu kassar með alls konar prentuðum ritum og handritum og einnig ýmsu úr búi foreldra æv- intýraskáldsins. Þarna voru einnig teikningar, sem H. C. Andersen hefur gert. í sýningarkössunum var mikill fjöldi handrita og frum- rita, m. a. kvæði ort til myndhöggvarans Thorvaldsens, sem þau Jóhanna og Jóhann vissu að var af íslenzku bergi brotinn. Faðir hans var Skagfirðingur. Á veggjunum voru myndir af skáldinu, sem málaðar hafa verið af honum á ýmsum aldursskeiðum, og einnig myndir af vinum hans. Þessar myndir átti H. C. Andersen og hafði á heimili sínu m. a. mynd af söngkonunni frægu og fögru Jenny Lind. Þarna voru blævængir af ýmsum gerðum sem Jóhanna hafði sérlega mikinn áhuga fyrir, en sumar teikning- arnar fannst henni ekki sérlega mikið til um. Eitt af þvi sem vakti athygli barnanna voru myndir sem H. C. Andersen hefur klippt út. Þessar myndir eru af ýmsum ævintýrapersónum og ýms- um íarartækjum, sem kannski hafa aldrei verið til, svo sem fieki með stóru húsi á, og það var stráþak á húsinu. Einnig ævintýra- hallir í austurienzkum stíl og sumt sem ekki er auðvelt að geta sér til um hvað er. Þarna er einnig mikið af þurrkuðum blómum og jurtum, sem hann safnaði á ferðum sínum, þvi H. C. Andersen Eftir að hafa skoSaS safn- iS héldu þau ferSafélag- arnir í göngu urrt nágrenn- iS. Hér eru þau Jóhanna, Sveinn og Jóhann. Veit- ingastaSurinn „Undir lindi- trénu“ er í baksýn, en æskuheimili ævintýra- skáldsins tii vinstri. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.