Æskan - 01.01.1970, Síða 21
Xl' GLEÐILEGT NÝÁR! HJARTANS ÞAKKIR FYRIR LIDNA ARIÐ!
inhvern tíma heyrði ég sagt: Þegar einar dyr lokast,
opnast aðrar. Það er gott að treysta því. Gott að
láta bjartsýnina ráða. — Nú sé ég fyrir mér tvennar
dyr. Á annarri hurðinni stendur 1969. — Þær dyr eru
nú alveg lokaðar, og opnast aldrei aftur. — Ég veit
hvað er innan þeirra dyra, sem ég sé. Og þið vitið líka, hvað
býr að baki þeirrar hurðar, sem þið sjáið standa á 1969.
Þegar við hugsum um 1969, vitum við öll, að það er svo margt,
sem við hefðum getað látið fara betur. Of seint er þó að hugsa
um það. Þær dyr opnast aldrei framar, og þar verður engu þreytt,
hversu fegin, sem við vildum.
En svo er það hin hurðin. Á henni stendur 1970, og er hún
rétt að byrja að Ijúkast upp. Þar bíða okkar ný tækifæri. Þau
íækifæri skulum við nota vel, svo að við getum glöð og ánægð
horft á þær dyr lokast um næstu áramót, fullviss um, að þar sé
svo að segja allt, eins og það átti að vera.
Já, nú er nýtt ár að byrja, og ekki aðeins nýtt ár, heldur
einnig nýr tugur. Það finnst manni alltaf heldur merkilegra.
beim, sem hafa lifað aldamót, finnst það stórkostlegt. — Og
Þeim, sem eiga eftir að lifa næstu aldamót, — lifa það að sjá
árið 2000 heilsa, mun einnig finnast svo. — En nú er ég líklega
farin að hugsa nokkuð langt fram [ tímann!
Þó að áætlanir séu þegar miklar í sambandi við 21. öldina og
spádómar um, að hitt og þetta verði svona og svona, þá vitum
við ekkert með vissu. Mennirnir reyna að ráða gátu lífs og dauða,
reyna að stjórna veðri og vindum, — og mennirnir geta margt.
— En æðra og sterkara vald er samt til; afl Guðs. — Guð
getur allt. . . Þess vegna biðjum við hann að gefa okkur gott ár,
Qleðilegt og gæfuríkt. Við biðjum hann að varðveita landið okk-
ar. og ekki aðeins það, heldur allan hnöttinn okkar.
Ef Guð gleymist alveg, er hnötturinn okkar í hættu. Hugsið
ykkur bílstjóra, sem horfði einungis á mælaborðið, meðan hann
®ki, en ekkert fram fyrir sig. Hann myndi fljótlega keyra sjálfan
Sl0 og aðra í klessu, Þannig gæti farið fyrir mannkyninu, ef tölvur
f®kju algerlega við stjórninni.
Oft finnst mér ég sjá óánægju- og fýlusvip á börnum, sem
hafa allt það bezta, sem hugsast getur. Það er eins og þau
i^unni ekki að brosa. Þau geta kannski hlegið, en þá er það oft
hlátur, sem minnir á taugaveiklun, fremur en kæti eða gleði.
Kannski er þetta vegna þess, að þau þekkja ekki Guð, bara
tölvur.
Við verðum öll að vera á verði. — Reyna að vera ekki gervi-
fblk. Reyna að brosa — ekki bara með munninum — heldur
emnig með augunum. — Þá vitum við hvað hamingja er...
Nútíma sálfræðingar iýsa því yfir, að unga fólkið þurfi að
bskra til að fá útrás!
Ég spyr: Eykur það ekki fremur þá spennu, sem stuðlar að
rótleysj og ringulreið? — Veikir það ekki fremur viðkvæmar
iaugar? Mér finnst það eins og bergmál vonleysis og glundroða.
Er ekki eitthvað, sem skortir í uppeldi þess barns, eða kannski
væri réttara að segja þess þjóðfélags, sem þarf að öskra eins
og viliidýr? — Eða, erum við á svo mikilli niðurleið, að ekki
þekkist fegurri fögnuður? — Hvernig var með hrun Rómaveldis?
En eins og ég sagði hér í upphafi, er bezt að láta bjarisýnina
ráða. Kannski er ekkert að óttast. . . Kannski getum við tekið
undir í laginu úr leikritinu „Ferðinni til Limbó", sem ég sendi
ykkur hér, og sungið eins hreystilega og krakkarnir á nýju plöt-
unni okkar Guðrúnar, „Hver myndi óttast. .. Ekki ég, ekki ég,
ekki ég!“
Og við skulum vona, að á þessu nýbyrjaða ári þurfum við ekkerl
að óttast. Heldur finna lífsgleði og hamingju.
Svo heilsum við nýja árinu og bjóðum það velkomið með því
að syngja og spila á gítarinn okkar barnasálminn „Ó, Jesú
bróðir bezti" (bls. 24).
Kærar kveðjur!
INGIBJÖRG.
'o2o.£2!í0*°«0*0«0»0»0»0*0*0*0*0#0*0*0#0«0*0»0»0*0*0»0»0«0«0*0*0*0»0*0*0»0*0*0*0»0*0»c*0*0»0i
'-•^•o»o»o*o*o*o*o*o»o*o*o»o*o*o«o*o»o*o#o»o*o»o*c»o»o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*o*g#o*o«o<»i
o*o*o*o*o*o*o*o*o*oi
0*0*0«0*0*0*0*0*0*0*0*0*0|
21