Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1970, Page 32

Æskan - 01.01.1970, Page 32
Hefur lltinn áhuga á peningum JOAN BAEZ, ameríska þjóðlaga- og mótmælasöngkonan, hefur gefið um- boðsmönnum sínum ströng fyrirmæli um, að 200 krónur skuli vera algjört há- marksverð aðgöngumiða á hljómleikum hennar. Það er sjaldgæft, að umboðs- menn heimsfrægra skemmtikrafta fái slik fyrirmæli og þá er það ekki síður athyglisvert, að hún kemur oft fram án þess að taka eyri fyrir. En Joan Baez hefur meiri áhuga á því, að áheyrendur fái að hlusta á boðskapinn í söngvum hennar en að verða forrík. Síðasta LP plata hennar er tileinkuð eiginmanni hennar, David Harris, sem hefur neitað að gegna herþjónustu og verður að sitja þrjú ár í fangelsi fyrir bragðið. Söngkonan á von á barni næsta vor og verður eiginmaðurinn fjarri þeim atburði vegna andstöðu sinnar við hermennsku og stríðsrekstur. Joan Baez er fædd 9. janúar 1941. „Nei,“ sagði frú Möller. „Af hverju liefur ]>ú svo mikinn áhuga á að vita það‘?“ „Er hann farinn?“ „Já, hann er farinn." „V'iltu athuga, hvort l>ú sérð hann úr giugganum. Segðu mér, hvernig jakkinn lians litur út. Viltu flýta þér, og spurðu mig ekki neins,“ sagði Björg hiðjandi. „Já,“ sagði frú Möller og var greinilega stcinhissa. „Ég skal gá út um gluggann." Hún fór og kom að smástundu liðinni og sagði: „Hann er ósköp hversdagslegur i útliti og er i köflóttum jukka. I>að er siður en svo nokkuð sérkennilegt við hann.“ „Voru hlífðarbætur á ermunum?" „Jú, áreiðanlega. En hvers vegna ertu með allar j>essar spurn- ingar?“ sagði frúin. „Ég skal útskýra allt fyrir þér, þegar ég kem,“ sagði Björg. „Eg kem með næstu lest, vertu viss. Gott væri, ef þú gætir hindrað þennan mann > að vfirgefa þorpið." Frú Möller sagði: „Ég veit svo sannarlega ekki, hvað þú vilt að ég geri fyrir þig næst, en mér er mikil forvitni á að vita, hvað til stendur. Ég hlakka vissulega til að sjá þig, og taktu ein- hverja vinstúlku þína með, ef þér isýnist svo.“ ,,.4gætt,“ sagði Björg. „Ég tek Karenu og Stinu með, ef þær vilja koma.“ „V'erið þið velkomnar. Gættu þín nú á leiðinni. Eg held n.fnilega, að ]>ú þolir ekki mikið meira álag á taugarnar i hili.“ Frú Möller hló um leið og hún lagði símtólið á. Að lokinni máltíð flýttu þær sér á fund skólastjórans til að fá leyfi yfir helgina. Síðan tóku þær hjólin sín og ]>utu til Austurhæjar. „Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Iíaren. „Heldurðu, að við rekumst á hann?“ „Okkur skal heppnast það,“ sagði Björg. Þær náðu í lest i Austurbæ. Lestin fór að sjálfsögðu með venjulegum hraða, en stúlkunum virtist hún ganga löturhægt þann dag og hver hið á viðkomustað vera endalaus. „Hann getur verið kominn langt frá Sundköping nú,“ sagði Karen. „Kannski hann sc líka hættur sínu fyrra starfi og orðinn bakaraineistari," sagði Stina. „Þá getum við sennilega alls ekki haft upp á honum.“ Nú varð stundarþögn, en síðan sagði Björg: „Hvað gerum við annars, ef við finnum manninn?" „Hvað áttu við?“ „Ég á við l>að, að auðvitað er maðurinn i jakkanum. Hvernig eigum við að ná í jakkann?" „Við náum í lögregiuna, ef liann vill ekki láta okkur fá jakkann." „Jæja, þá það. En hvað cigum við annars að segja við manh- in»?“ „Við segjum lionum, að frændi okkar eigi þennan jakka. Eg held, að góðir, aldraðir karlar eins og Jönsson séu kallaðir frændi í Sviþjóð." Er til Sundköping kom, ákváðu þær að hefja strax leit að manninum, áður en þær færu heim til frú Möller. Karen kom með uppástungu: „Við skulum fara einhvers staðar inn i húð og kaupa okkui- hníf,“ sagði hún. „Ertu orðin rugluð?" sagði Stína. „Ætlarðu að berjast við manninn með hnif?“ „Vitleysa. Við getum til dæmis beðið liann að hrýna eitt- hvað. Það er leið til að liefja samræður við manninn." „Já, það er nú ef til vill ekki svo vitlaust." Þær gengu um nokkrar götur og tíminn leið. Eftir æðistund voru þær komnar í útjaðar þorpsins og sáu þá reiðhjól með verkfæratösku viðgcrðamanns standa við hús eitt. „Sko, þarna er hann. Nú skulum við hiða eftir, að hann komi út,“ sagði ein þeirra. Og nú varð bið. En svo, þegar maðurinn kom út úr húsinu, var hann aðeins i hlárri skyrtu, þeim til sárra vonbrigðá. Hann var í venjulegri blárri vinnuskyrtu yztri fata. Þetta voru ein vonhrigðin enn. „Kannski þetta sé ekki sá, sem við erum að leita að,“ hvíslaði Stína. „Þetta er víst sá rétti," sagði Björg. „Það verður að vera hann. Nú fer ég og tala við hann.“ Siðan gekk hún lil mannsins. „Okkur langar til að biðja yður að hrýna þennan hníf fyrir okltur," sagði liún og rétti honum liníf, sem þær höfðu keypt í járnvörubúð skainmt frá. Hann tók hnífinn og athugaði hann. „Þetta er alveg nýr hnifur," sagði hann. „Já, en hann hitur Iítið,“ sagði Björg. Framhald. 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.