Æskan - 01.01.1970, Qupperneq 44
B
Dimmalimm og Pétur prins.
arnaleikrit Þjóðleikhússins verður að þessu sinni
„Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur" eftir Helgu
Egilsson. En eins og nafnið bendir til, þá er leik-
urinn byggður á hinu þekkta ævintýri Muggs. Ævintýrið
samdi hann og teiknaði myndir með fyrir litla frænku sína,
sem þá var aðeins þriggja ára, en þessi frænka Muggs er
einmitt höfundurinn að barnaleiknum, sem Þjóðleikhúsið
frumsýnir á næstunni. Síðan Muggur samdi þetta undur-
fagra ævintýri um Dimmalimm, er liðin nær hálf öld, og all-
an þann tíma hefur „Sagan um Dimmalimm konungsdóttur"
verið íslenzkum börnum hugleikið lestrarefni.
Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlist við leikinn og
munu nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins dansa
með í sýningunni. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, en aðal-
hlutverkin tvö, Dimmalimm og Pétur prins, eru leikin af
börnum, þeim Júlíönu Kjartansdóttur og Ólafi Flosasyni.
Með önnur hlutverk fara leikararnir Gunnar Eyjólfsson,
Bryndís Schram, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Klem-
enz Jónsson, Flosi Ólafsson, Brynja Benediktsdóttir, Þóra
Friðriksdóttir, Anna Herskin, Jón Júlíusson og fleiri. Leik-
myndir eru gerðar af Birgi Engilberts og er reynt í þeim
að ná ævintýrablænum, sem Muggur náði svo glæsilega i
teikningum sínum í sögunni um Dimmalimm.
Þess gerist vart þörf að rekja söguþráðinn í leiknum
um Dimmalimm konungsdóttur, því öll íslenzk börn kannast
við þetta ævintýri. En rétt er samt að geta þess að höfund-
inum tekst mjög vel að fylgja því í öllum aðalatriðum.
Að sjálfsögðu koma fyrir nokkrar nýjar persónur í leiknum,
sem ekki eru í ævintýrinu. Fullyrða má að bæði gamlir og
ungir munu hafa gaman af að endurnýja gömul kynni við
Dimmalimm konungsdóttur og félaga hennar á sviði Þjóð-
leikhússins.
DIMMALIMM í Þjóðleikhúsinu
f l
WACO ZKS: Hreyflar: Einn 275 ha. Jacobs. L-5. Vænghaf: 10,13
Lengd: 7,70 m. Hæð: 1,67 m. Vængflötur: 22,7 m^. Farþegafjöldi:
4. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 1.010 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 1.472
kg. Arðfarmur: 460 kg. Farflughraði: 225 km/t. Hámarkshraði:
270 km/t. Flugdrægi: 830 km. Hámarksflughæð: 3.800 m.
ÖGNIN TF-OGN
Þessi flugvél var fyrst sýnd á flugvélasýningu í K.R.-húsinu
dagana 12.—16. júní 1932, en þá var hún mótorlaus.
Smíði flugvélarinnar, sem var öll úr viði, hófst snemma árs
1932. Þeir, sem hana smíðuðu, voru Björn Olsen og Gunnar
Jónasson, og höfðu þeir sjálfir teiknað flugvélina. Þeim til að-
stoðar voru Björn Eiríksson og Sigurður Jónsson.
Erling Smith keypti mótorinn í Ögnina hjá Wideröe-flugfélag-
inu í Noregi.
Ögnin flaug fyrst 23. nóvember 1940. Flugmaður var Örn Ó.
Johnson, og völlurinn var I Vatnsmýrinni. Flugvélinni var flogið
4 sinnum, síðast 7. desember 1940, en Bretar höfðu lagt blátt
bann við flugi hennar. Bergur G. Glslason hafði getað fengið
leyti til reynsluflugs, en eftir það vildu Bretar ekki að hún væri
hér á flugi.
Þetta er eina vélflugan, sem smíðuð hefur verið á Islandi.
Leifar af henni eru enn til.
(Á myndinni standa þeir Gunnar Jónasson og Björn Olsen við
vélina í Vatnsmýrinni).
ÖGNIN — Einkennisbókstafir: TF-OGN, Hreyflar: Einn 90 ha.
Gipsy I. Vænghaf: 7,25 m. Lengd: 6,00 m. Áhöfn: 1. Tómaþyngd:
400 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 700 kg. Farflughraði: 125 km/t.
1. flug: 23. nóvember 1940.
Ljósm.: N. N.
MYNDAVÍXL
Þau mistök urðu hjá prentmyndagerðarmönnum í síðasta
blaði, að tvær myndir af Junkers-flugvélum voru settar á skakk-
an stað. Myndin af lsland-1 átti að fylgja textanum um hana
og myndin af fsland-2 með textanum um jsland-2, en ekki öfugt.
Nöfn ljósmyndara voru hins vegar á réttum stað miðað við
texta.
Þá var sú prentvilla, að í textanum um Avro 504K átti að
standa 25. júní (þegar Frank byrjar að fljúga), en ekki 25. júlí.
44