Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 46

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 46
örg bréf hafa borizt til þessa þáttar og spyrja bréfritarar um sitthvað viðvíkjandi sjómennsku og Sjómannaskólanum. Hér kemur t. d. bréf frá Ó. J.: Kæra Æska. Ég er áskrifandi Æskunn- ar og mér þykir mjög gaman að lesa Æskuna. Nú langar mig að fá svör við nokkrum spurningum: Hvaða skilyrði eru fyrir inntöku í farmannadeild Sjómanna- skólans? Hvað kostar námið og hvar fær maður nauðsynleg plögg? Með fyrirfram þökk og kærri kveðju Ó. J. P.S. Til hvaða aðila er bezt að leita til að komast á verzlunarskip yfir 100 rúm- iesta stærð? Þakka þér fyrir bréfið, Ó. J. Það er vel skrifað og réttritun á því góð, og bréfið kemur því vel til skila, hvað fyrir þér vakir, nefnilega sjómennska og þá siglingar á farskipum. Þetta skulum við nú ræða um í þessum þætti, en við viljum beina þeirri ósk til allra þeirra, sem skrifa þættinum, að láta ætíð fylgja fullt nafn, föðurnafn og glöggt heimilisfang. Að vísu fylgdi þessu bréfi nafn á sveitabæ, en það er svo algengt nafn, að það gæti verið til í hverri sýslu landsins. Af þessu leiðir, að þáttur- inn getur ekki svarað ykkur með sendi- bréfi, þótt hann vildi. Við skulum þá snúa okkur að sjónum. Island, landið okkar, er eyland, langt frá öðrum löndum. Þeir, sem námu hér land fyrir meira en þúsund árum komu siglandi langan veg frá fjarlægum löndum og skip þeirra voru svo lítil og, að okkur finnst, svo lélega til langferða búin, að það vek- ur furðu okkar. Vafalaust hafa verið mjög góðir sjómenn meðal landnámsmannanna, og síðan hefur sjósókn og siglingar verið okkur íslendingum í blóð borin. Sjórinn var líka ein aðalsamgönguleið okkar, bæði með ströndum landsins og út til annarra landa. Núna eru flugvélarnar orðnar keppinautar skipanna um fólksflutn- inga eins og kunnugt er. Hvaða skilyrði eru fyrir inn- töku í far- mannadeild Sjómanna- skólans? Með ströndum landsins hafa margir átt sína eigin báta og aflað sér og sínum viðurværis úr sjónum með því að róa til fiskjar þegar gaf á sjó vegna veðurs. Unglingarnir við sjávarsíðuna vöndust þvi strax við fiskiveiðar og því er ekki heldur að neita, að margan „landkrabbann" inn til dala dreymir um að komast á sjóinn. í dag á þjóðin allgóðan skipakost til fiskiveiða og hvalveiða og að auki nokkur góð verzlunarskip, strandferðaskip og varðskip. En allt kæmi þetta fyrir ekki, ef ekki væri einnig til dugmikil sjómanna- stétt, og hamingjunni sé lof, við eigum hana. Ungur drengur, sem vill gjarna gerast sjómaður, þarf fyrst af öllu að kynnast sjónum og kanna það, hvort hann kunni vel við sig á sjó — sé sjóhraustur eins og það er kallað. Hann þarf að vera hraustur til heilsu og geta sætt sig við aga þann, er ríkir ,,um borð“. Til hans eru gerðar meiri kröfur um viðbragðsflýti og öryggi í störfum en til flestra annarra þjóð- félagsþegna. Aftur á móti eru oft drjúgar tómstundir (frívaktir) hans og farmaðurinn 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.