Æskan - 01.02.1970, Side 2
nillllllllllllllllllllltlllil.nl Biiili||||llllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllli|lllllllllllllilllllll>lllllllllllllllilllllllllllllllllllUlllllllllllllllllll!lHlltlllilillilllll!;iiiiiiii!iiiiliiti||||iiiiiiiiii;iii|iii!i|||||||!iii:iii|iiini
JESKAH
'■iiillllllliiiiiiiiuiiiliiiiiiiitiii>tiiiiiniiiiiiuiiiiiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiRiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!tiiniiaiiBiiiiiiiiRiiiiiiii«iifeiiitiii(iiiiiiiiiit((in
71. árg.
2. tbl.
Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, sími 17336, haimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, heimasími 23230. Útbreiðslustjóri: Finnbogi Júlíusson, skrifstofa: Lækjar- Febrúar
götu 10A, sími 17336. Árgangur kr. 300,00 innaniands. Gjalddagi: 1. apríl. í lausasölu kr. 40,00 eintakiS. — Utaná- 1970
skrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Raykjavik. Útgefandi Stórstúka íslands. Prentun: Prentsmiðjan ODDI hf.
Geysir í Haukadal.
\ llir íslendingar kannast við goshverinn Geysi í Haukadal. En
færri munu þeir, sem vita hvernig gos hans verða til og af
hverju þau stafa.
Við skulum því fletta upp í árbók Ferðafélags íslands 1961, en
þar er sagt frá Geysi m. a. á þessa leið: — „Geysir er lágur hóll,
gerður úr lagskiptum hverahrúðri, og er 1,3 m djúp og 18 m víð
skál ofan í hann. Niður úr skálinni miðri gengur 20 m djúpur
strokkur, um 3 m á vídd efst en mjókkar nokkuð niður. Heita
vatnið kemur um þröngar rásir inn í strokkinn neðan úr jörðinni.
Gos Geysis eru það, sem fyrst og fremst hefur dregið athygli
manna að þessu hverasvæði. Varð Geysir snemma frægur út um
heim og er nafn hans notað til að tákna goshver á helztu erlendum
málum. Eftir síðustu aldamót voru gos Geysis orðin treg og
strjál og hættu alveg 1916. En 1935 voru þau endurvakin með því,
að lækka vatnsborðið í skálinni svo að verulega dró úr kælingu
vatnsins. Voru þá og síðar gerðar rannsóknir, sem virðast skýra
gosin á fullnægjandi hátt.
Inn í strokk Geysis streymir um 125°C heitt vatn eftir þrengri
résum neðan úr jörðinni. f botni strokksins er suðumark um 132°C,
þegar vatnið stendur f skálinni og sýður vatnið því ekki í botni.
Á 10 m dýpi er suðumarkið um 120°C og þar nær hitinn stundum
því marki og vel það, og verður suða þarna upphaf að gosi. Hér
nægir þó ekki einföld venjuleg suða, sem gerist við suðumark.
Hún lýsir sér aðeins sem rólegt uppstreymi gufubóla, eins og oft
má sjá í Geysi. — Vatnið þarf að yfirhitna. — Þegar vatn sýður
í katli eða glasi, gerist það við suðumark þ. e. 100°C við venju-
legan loftþrýsting. En eftir langvarandi suðu er allt loft horfið úr
vatninu, hættir því til yfirhitunar. Þetta lýsir sér í því, að hitinn
stígur upp fyrir suðumarkið, áður en það sýður. Suðan verður þá
að snöggri sprengingu og vatnið þeytist upp úr ílátinu. Slík yfir-
hitun hefur verið mæld í Geysi 4—5° upp fyrir suðumarkið á 10 m
dýpi, og sprengisuðan, sem fylgir í kjölfarið og m. a. lýsir sér
í hinum alkunnu dynkjum, verður upphaf að gosi.
Gosið samanstendur af langri runu slíkra sprenginga í vatninu
og vatnsgusum, sem fylgja þeim, þær ná 40—60 m hæð í kröftug-
um gosum. ■—■ Þegar svona hefur staðið I einar 10 mínútur hættir
það snögglega. Verulegur hluti af vatninu hefur nú tapazt út íyrir
skálina, en vatnsborðið stendur niðri í strokknum. En eftir skamma
stund hefst nýr þáttur; vatn og gufa þeytist í stöðugum strók upp
úr strokknum og nær svipaðri hæð og vatnsgusurnar áður. Eftir
5—10 mínútur fer svo að draga úr krafti stróksins og gosið endar
í rólegu gufuútstreymi úr svo til tómum strokknum. Vatn streymir
stöðugt inn í strokkinn og sýður mjög fyrstu tímana, en eftir
12—13 tíma er Geysir aftur fullur. Vatnið er þó kaldara en fyrir
gosið og þarf að standa nokkurn tíma áður en það hefur hitnað
svo, að gos geti hafizt að nýju.