Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 3

Æskan - 01.02.1970, Síða 3
PERSÓNUR: Melker Melkersen, eigandi stærsta hússins á Krákueyju Palli, sonur hans, 10 ára Malín, dóttir hans, 20 ára Pétur, ungur maður úr borginni, giftist Malín Skella, dóttir Malínar og Péturs (lítil) Stína, 5 ára Skotta, 6 ára Nisse, kaupmaSur á Krákueyju Vestermann, sjómaSur. Sagan er byggS á samnefndri kvikmynd, gerS af Astrid Undgren. Saga þessi er framhald af myndaflokknum „Saltkrákan", sem synd var í íslenzka sjónvarpinu fyrir nokkru. i henni var Skotta aSalpersónan ásamt stóra sankti-BernharSshundinum hennar, Bangsa, en í þessari frásögu er ný aSalpersóna, Skella litla, sem er aSeins tæpra 2ja ára. Hún hefur skemmtilegt grallara- ahdlit og tekst aS sigra hjörtu allra áhorfenda án þess aS segja n°kkuS. Krákueyja heitir hún. En líklega er vonlaust fyrir þig að leita henni á landakorti, þvf að hún er aðeins örlítill depill í hafinu, andskiki, þar sem aðeins búa nokkrir tugir manna. Mikill hluti ®yiarinnar er þakinn skógi, greni, furu, eik og birki, en á opnum sv®ðum vaxa jarðarber. Og úti á sjónum veiðist fiskur. Flestir uanna eru sjómenn, en þar er líka kaupmaður, sem heitir Nisse °9 selur meðal annars afburða bragðgóðar kókosbollur. Stinu og Skottu þykja kókosbollur afskaplega góðar. Stína er lrnm ára, en Skotta sex ára. Þær eru ekki byrjaðar í skóla ennþá, 6n Þegar þaer fara í hann, þurfa þær að sigla yfir á meginlandið me5 báti á hverjum degi, því að á Krákueyju er enginn skóli. Sagan hefst á fallegum sumardegi. Fallegum, já. Hann var Vlst ekki mjög fallegur, þegar allt kemur til alls, því að úr skýj- anum kom hellirigning. Telpurnar halda á regnhlíf yfir sér, því a Þær eru [ gönguferð, og fínu kjólarnir þeirra mega ekki blotna. Bangsi tritlar á eftir þeim. Bangsi er hundur Skottu, stór, loðinn sankti Bernharðshundur, hvítur og brúnn að lit. Telpurnar valhoppa syngjandi eftir stígnum. Á morgun gerist eitthvað hér, bimbirimbirimmbamm. Þú veizt ekki, hvað það er, bimbirimþirimmbamm. Þær ganga fram hjá Veste-rmann. Hann er sjómaður og vinnur að því að lagfæra netin sín íklæddur stórum regnfrakka. ,,Þið eruð aldeilis i góðu skapi,“ segir hann. ,,Og hvað eruð þið að syngja?" ,,Við syngjum bimbirimbirimmbamm," svarar Stína. ,,En við segjum ekki, hvað það þýðir, því að það er leyndarmál." „Segið mér leyndarmálið," segir Vestermann biðjandi. En hann veit, hvað um er að ræða, því að öllum á Krákueyju er vel kunnugt, að á mdrgun á að fara fram brúðkaup. Malín, dóttir Melkers, ætlar að giftast Pétri úr borginni, og allir fara siglandi til nálægustu kirkju á meginlandinu. Skotta og Stína eiga að vera brúðarmeyjar, og þær hlakka mikið til. Telpurnar halda áfram göngu sinni í rigningunni og þær ræða sin á milli um það, sem í vændum er. „Skrítið, að allar stelpur skuli gifta sig," segir Stína. ,,Að lokum verða ekki eftir aðrar hér á eyjunni en þú og ég.“ „Nú, allt í lagi,“ segir Skotta, „það gerir ekkert. Ég ætla heid- ur aldrei að gifta mig.“ ,,Ha, þú sagðir í gær, að þú ætlaðir að giftast þlikksmið," sagði Stína undrandi. ,,Nei,“ svarar Skotta og hristir höfuðið. ,,Ég er hætt við það. Finnst þér nokkurt vit í því að giftast bláókunnugum manni?“ „Nei, það held ég ekki,“ segir Stína hugsi. „En ég hlakka samt til morguns. Þetta verður í íyrsta sinn, sem ég fer f brúð- kaupsveizlu." Öllum til ánægju er veðrið betra daginn eftir. Sólin skín og himinninn er heiðblár. Heima hjá Melker eru ailar hendur á lofti, því að von er á gestum um kvöldið. Búrið er fleytifullt af alls kyns 67

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.