Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 7

Æskan - 01.02.1970, Síða 7
FYRIRMYND — HVATNING ----------------■, Lœrisveinarnir Jóhannes hefur áreiðanlega verið hraustur og sterkur eins og Jakob, bróðir hans. Þeir voru synir fiskimannsins Zebedeusar, og sigldu þeir á opnum bátum á Galíleuvatni, þar sem oft gat verið rhjög stormasamt. En Jóhannes var ekki fyrst og fremst líkamlega hraust- ur, heldur andlega. Og það sýndi hann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það var hann, sem stóð við krossinn forðum, er Jesús var krossfestur, og huggaði Mariu, móður Jesú. Og Jesús sagði við móður sína: „Kona, sjá þar er sonur þinn! Síðan segir hann við lærisveininn: Sjá, þar er móðir þln. Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín.“ Það var Jóhannes, sem fyrstur lærisveinanna þekkti Jesúm eftir upprisuna. Þeir voru nýkomnir úr veiðiferð og stóðu niðri i fjörunni, þegar Jesús talaði við þá. ,,Þá sagði lærisveinninn, sem Jesús elskaði: ÞaS er Drottinn." Margar sögur eru til um Jóhannes, sumar sannar, aðrar helgisagnir. Einu sinni hafði hann leitt ungan mann til trúar á Jesúm. Nokkru síðar, er hann ætlaði aftur að hitta unga manninn, var hann horfinn úr þorpinu. Hann hafði gengið f lið með ræningjum í fjöllunum i kring. Sagan segir, að Jóhannes hafi þegar lagt af stað, látið ræningj- ana handtaka sig, og þannig hitt unga vin sinn aftur. Jó- hannes bar umhyggju fyrir honum. Hann vissi, að líf ein- staklinganna var mikils virði. Jóhannes átti kærleika. Jóhannes varð mjög gamall. Hann var í hárri elli sendur í útlegð til eyjunnar Patmos, en þar ritaði hann hina stór- brotnu og slðustu bók Biblíunnar: Opinberunarbókina. Menn eiga sér margar og misjafnar fyrirmyndir. Ég á mínar og þú þínar. Bræðurnir Jóhannes og Jakob voru stundum nefndir „þrumusynirnir". Þeir hafa þvi áreiðan- lega verið harðir I horn að taka á stundum. Kannski er eitthvað líkt með þér og Jóhannesi. Eða ef til vill finnurðu, að þú þarft á kærleika að halda og um- hyggju. Við þurfum marga „Jóhannesa", sem reyna að skilja aðra og rétta þeim hjálparhönd. í oft svo miskunnar- lausum heimi, að okkur finnst, þurfum við meiri kær- leika, af því að GUÐ ER KÆRLEIKUR JÓHANNES M I. Jóh. 4,8. GUÐ ER KÆRLEIKUR Stundum hefur Jóhannes verið kallaður „postuli kær- leikans". Ekki er nokkur efi á því, að eitt af því, sem okkar kyn- slóð skortir hvað mest, er kærleikur. Jóhannes sýndi bæði í orði og í verki, að kærleikurinn er einn mikilvægasti þátturinn i kristnu liferni. Ákveðið er að efna til ritgerðasamkeppni um .,einn af postulum Jesú“. Þegar þáttum þess- uni lýkur, gefst lesendum kostur á að skrifa ótgerð, sem nefnist Einn af postulum Jesú. Ekki þarf ritgerðin að vera löng, efnisval og mat sjálfstætt. Hún gæti til dæmis fjallað um kosti og galla, þann, sem þér þykir vænst um, Þann, sem þér þykir eftirtektarverðastur, þann, sem þú vildir helzt líkjast eða eitthvað því um líkt. Aldurshámark er 15 ár. Veitt verða 5 eftirtalin bókaverðlaun: 1. verðlaun: Drengurinn frá Galíleu, Hetjan frá Afríku, Vinir frelsisins, Ungi hlébarðinn. 2. verðlaun: Drengurinn frá Galíleu. Flemm- ing í menntaskóla, Þrír vinir, Kalli skipsdrengur. 3. verðlaun: Hermundur Jarlsson, Þórir Þrast- arson, Þrír vinir. 4. verðlaun: Ungi hlébarðinn, Vinir frelsisins. 5. verðlaun: Hermundur Jarlsson. Ritge rðakeppni 71

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.