Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1970, Qupperneq 20

Æskan - 01.02.1970, Qupperneq 20
„Hundrað kossa vil ég hafa hjá keisaradótturinni," sagði svína- hirðirinn. Séð yfir leiksviðið ofan af áhorfendapöllum. i baksýn er eftirlik- ing af ævintýrahöll. ,,Ég vona þó, að hann sé ekki náttúrlegur," sagði keisara- dóttirin. „Jú, það er náttúrlegur fugl,“ sögðu þeir, sem höfðu komið með hann. „Jæja, látið þá þann fugl fljúga," sagði keisaradóttirin, og ekki vildi hún með nokkru móti leyfa, að kóngssonurinn kæmi. En hann var ekki svo gerður, að hann heyktist við þess konar; hann málaði sig í framan með mórauðum og svörtum lit, dró húfuna niður um höfuð sér og barði á dyr. „Góðan daginn, keisari!" sagði hann, „gæti ég ekki orðið ráðinn til þjónustu hér í höllinni?" „Já, það eru nú svo margir, sem sækja," sagði keisarinn, „en látum sjá, — mér er þörf á pilti, sem getur gætt svínanna, því að við höfum svo mikinn sæg af þeim. Kóngssonurinn fékk nú það embætti að vera keisaralegur svínahirðir. Til ibúðar var honum fengín léleg kytra niðri við svínastiuna, og þar varð hann að kúra. En hann sat allan daginn við vinnu, og þegar kvöld var komið, var hann búinn að smíða dálítinn pott, einstaklega snotran; hann var kringsettur með bjöllum, og jafnskjótt, sem sauð f honum, þá klingdu þær svo fagurt og léku gamla lagið: „Æ, minn kæri Ágústín! Allt horfið burt, allt horfið burt." En það listilegasta, sem þessum potti fylgdi, var það, að þegar maður hélt fingrinum i reykjargufunni upp úr honum, þá mátti óðara lykta, hvaða mat væri verið að búa til á hverri einustu eldstó í allri borginni. Þetta var nú reyndar af allt öðru tagi en rósin. Þá bar þar að keisaradótturina með öllum hirðmeyjunum, og voru þær á skemmtigöngu, og er hún heyrði lagið, þá stóð hún ( sömu sporum og varð svo ánægjuleg I framan, þvi hún kunni líka að leika lagið: „Æ, minn kæri Ágústin". Það var eina lagið, sem hún kunni, en það lék hún líka reiprennandi. „Það er einmitt lagið, sem ég kann," sagði hún; „þetta hlýtur þá að vera menntaður svínahirðir. Heyrið þið! Það verður ein- hver ykkar að fara inn og spyrja, hvað hljóðfærið kosti." Ein af hirðmeyjunum varð þá að fara inn, en tréskó tók hún á fætur sér. Hvað seturðu upp fyrir þennan pott?“ sagði hirðmeyjan. „Ég vil fá tíu kossa hjá keisaradótturinni," sagði svínahirðirinn. ,,Ó, guð varðveiti okkur!“ sagði hirðmeyjan. ,,Já, það getur nú ekki verið minna," sagði svínahirðirinn. „Nú, nú, hvað segir hann?" spurði keisaradóttirin. „Ég get sannarlega ekki fengið af mér að segja það,“ mælti hirðmeyjan, „það er svo ljótt.“ „Þú getur þá hvíslað," og hirðmeyjan hvislaði. „Ekki nema það, hann er dónalegur," sagði keisaradóttirin og fór sina leið, en þegar hún hafði gengið spölkorn, hljómuðu bjöllurnar svo yndislega. ,,Æ, minn kæri Ágústín! Allt horfið burt, allt horfið burt." „Heyrðu!" sagði keisaradóttirin, „spurðu, hvort hann vilji tiu kossa hjá hirðmeyjunum mínum.“ „Nei, ég held ég þakki fyrir,“ sagði svínahirðirinn. „Ég vil fá tíu kossa hjá keisaradótturinni, að öðrum kosti læt ég ekki pott- inn." „Ósköp er það nú leiðinlegt," sagði keisaradóttirin, ,,en þá verðið þið að standa fyrir á meðan, svo enginn sjái.“ Og hirðmeyjarnar skipuðu sér fyrir og breiddu út kjóla sina, og fékk svínahirðirinn kossana tíu, en keisaradóttirin fékk pottinn. Nú var glatt á hjalla. Allt kvöldið og allan daginn sauð pott- urinn; það var engin sú eldstó í allri borginni, að þær ekki vissu hvað eldað var á henni, hvort heldur hjá kammerherranum eða ræflaskóaranum. Hirðmeyjarnar dönsuðu og klöppuðu saman lófunum. „Við vitum, hver á að borða sætsúpu og pönnukökur, við vit- um, hver á að borða graut og rifjasteik. Er það ekki fróðlegt?“ „Jú, stórfróðlegt," sagði yfirfræðifóstran. „Já, — en verið þið nú þagmælskar, því ég er dóttir keis- arans." „Já, það veit hamingjan, það skulum við vera,“ sögðu þær allar. Nú er að segja af svínahirðinum, eða réttara kóngssyninum, — en ekki vissu þær betur en að hann væri óbreyttur svínahirðir — og hann lét ekki daginn liða svo, að hann hefði ekki eitthvað fyrir stafni, — og nú smiðaði hann hrossabrest. Þegar hann sneri honum, þá hljómuðu allir þeir valsar, hopsar og polkar, sem þekktir voru frá fyrstu sköpun heimsins. 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.