Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1970, Side 24

Æskan - 01.02.1970, Side 24
^^■Aíkisráðsfundurinn vai nú settur. Fyrst komu ’’’ allir Jiirðmenn kalífans inn, mjög skra.ut- ** ^ lega klæddir. Þeir lmeigðu sig djúpt íyrir Abu Hassan og gengu síðan til sæta sinna. Þá gengu í salinn stórvesírinn, lögreglustjóri og fleiri háttsettir embættismenn. Fundurinn byrjaði með langri ræðu, sem stór- vesírinn ltélt, og var í henni drepið á ýmis vanda- mál, sem steðjuðu að ríkinu. Abu Hassan lilustaði á með viðeigandi virðingarsvi|t og lét sér nægja að kinka kolli annað slagið, þegar Ironum fannst það Jrezt við eiga. Nú tóku ýmsir embættismenn að tala fyrir sín- um málum og sækja um fé til ríkisins, til þess að þau næðu fram að ganga. Hassan tók afstöðu til þessara mála allra ýmist með eða móti eftir því sem samvizka hans bauð í það og það skiptið. Þætti honum málefnið gott, veitti hann ríflega fjár- upphæð, en sagði svo þvert nei við fjárveitingum til málefna, sem honum geðjaðist ekki að. Þegar allir þessir alvarlegu embættismenn höfðu lokið rnáli sínu, tók Abu Hassan til sinna ráða. Hann kallaði liigreglustjórann fyrir sig og gaf hon- um fyrirmæli: „Far þú í moskuna, sem stendur við giituna milli tveggja kaupmannaverzlana. Þar hittir þú prest með mikið hvítt skegg. Finnig eru þar fjórir öld- ungar. Þessir fjórir öldungar eiga að þola 400 vand- arhögg og presturinn 500. Síðan ber þér og þínum mönnum að setja þá alla fimm upp á úlíalda, þannig að andlit þeirra snúi mót tagli úlfaldanna, en á undan Jtessari lest skal ganga kallari, sem hrópar í sífellu: Svona fer fyrir þeim, sem bera út slúður og koma af stað nágrannakryti." Lögreglustjórinn lagði hönd á höfuð sér til merk- is um það, að Jretta skyldi gert. Að nokkrum tíma liðnum kom hann svo aftur á fundinn og tilkynnti, að einmitt nú stæði Jressi broslega skrúðganga yfir og vekti hún mikla athygli. „Ágætt,“ sagði Hassan og sneri sér að næsta máli. „Komið hingað, ríkisféhirðir," mælti liann. Og er ríkisféhirðirinn kom og hafði hneigt sig fyrir Abu niður að gólti, gaf Hassan honum Jressa skipun: „Settu Jrúsund gullmola í poka og farðu með hann til móður Abu Hassans. Hún býr við sömu götu og presturinn og öldungarnir, sem nú eru á lerð hér um göturnar." „Skal gert, herra,“ svaraði féhirðirinn og hrað- aði séi' af stað. Þetta gekk sem sagt allt eins og í sögu lijá Abu Hassan, og }>að stappaði nærri Jiví, að hann færi sjálfur að trúa Jiví, að hann væri í raun og veru kalífi! Þegar fundinum var lokið, var Hassan leiddur til borðs, sem svignaði undan hinum dýrustu og lostætustu krásum. Er hann settist við borðið, komu sjö fagrar meyjar til hans og blökuðu blævængjum við höfuð hans, en Abu Hassan fannst Jiað skemmti- legra, að Jiessar stúlkur sætu lil borðs með hon- um og gaf Jieim bendingu iim Jrað, hvað Jiær og gerðu. Er liann stóð upp frá Jiessari góðu máltíð, spruttu meyjarnar á fætur og sóttu vatn í gull- skál, svo að hann gæti laugað hendur sínar. Næst var Hassan leiddur inn í næsta sal, Jiar sem ljúf- fengir drykkir voru til reiðu, og gerði hann Jreim góð skil í fyrstu, en brátt tók hann eftir Jiví, að hann sótti mjög svefn, og að lokum hneig höfuð hans niður á hendur hans, Jiar sem hann sat við borðið, og Abu Hassan féll í djúpan svefn. Þjón- arnir höfðu blandað svefnlyfi í drykk lians. Nokkr- ir Jirælar kalífans tóku nti Hassan, klæddu liann í gömlu fötin hans og fluttu hann síðan í vagni til hans eigin húss. Abu Hassan váknaði í gamla rúminu sínu morg- uninn eftir. En hann áttaði sig ekki strax á kring- umstæðunum, heldur hélt hann að enn væri hann kalífi og tók að kalla á Jijónaíiðið. Móðir lians heyrði köll hans og kom hlaupandi inn til sonar síns. „Hvað í ósköpunum gengtir að Jrér, ertu nokkuð veikur, sonur minn?“ spurði hún. „Sonur þinn! Hvað ertu að tala um? Ég er drottn- ari allra trúaðra manna, ég er kalífinn, kona góð.“ Móðir hans sneri andliti sínu til Mekka og gerði bæn sína, Jiví að hún hélt að sonur sinn væri orð- 88

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.