Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1970, Qupperneq 30

Æskan - 01.02.1970, Qupperneq 30
ELLA DORA OLAFSDOTTIR: ^&óóturinn etta gerðist eitt dimmt desember- kvöld í smáþorpi í nágrenni Kaup- mannahafnar. Ég var á gangi með bréf í hendinni — síðasta bréfið, sem ég þurfti að skila til eiganda sins — svo ég hugsaði um það eitt að komast sem fyrst heim til Maríu minnar og barnanna. Koma heim og finna ilminn af jólahakstri hennar og hlusta á ærslin í börnunum mínum. Ég lifði hinu venjulega lífi verkamanns- ins, erfiðu, stritsömu, en að mörgu leyti ánægjulegu lífi. En samt var ég ekki ánægður. Það var til annað líf en þetta fábrotna og þreytandi verkamannslif. Sumir urðu ríkir, aðrir fátækir, — og oft og tíðum fannst mér það óréttlátt. Til ]>ess að hægja þessum hugsunum frá mér, reyndi ég að leiða hugann að öðru. Gamli maðurinn, sem átti að fá hréfið, var víst mjög ríkur. IJað var mik- ið um það skrafað i þorpinu, að hann hefði óhreina fortið að baki, sem hann vildi dylja fyrir öðrum. Hann var sagður eiga í fórum sinum fagurlega útskorinn kistil, fullan af peningum, að sögn þeirra, er bezt þóttust vita. Margrethe, sem hann liafði leigt hjá áður, sagði, að eitthvað hlyti að vera gruggugt í sambandi við þennan kistil. Ef til vill var hann stol- inn. Eitt var víst, að gamli maðurinn um- gekkst hann sem mikinn dýrgrip. Og það var einkennilegt, því að þótt kistillinn væri failegur á að lita, gat hann af þeim sökum ekki talizt neinn dýrgripur. Það hlaut þvi að vera innihaldið, sem gerði kistilinn svo dýrmætan. Ekki kvaðst Mar- grethe sjálf hafa séð fjársjóðinn marg- umtalaða. En mágkona hennar fullyrti, að hún hefði séð hann með sínum eigin augum. Sjálfum fannst mér þetta frem- ur ótrúlegt. Ég trúi nú ekki hverju orði, sem þessar kjaftakerlingar láta frá sér fara. Og hvers vegna skyldi svo auðugur maður búa í þvilíku kofaræksni? — O, það er sennilega ekkert til í þessu kjaft- æði, aðeins venjulegur rógur og illgirni i garð náungans, tautaði ég og hélt áfram göngu minni. Lækjarvegur 9 og 10. Ég leit aftur á bréfið, sem ég hélt á. Húsið hans var númer 11. Christian Pedersen hét gamli maðurinn. Ég nam staðar. — Jú, þetta var víst númer 11. Ég gat varla greint töluna. Það var eins og skiltið hefði ryðg- að fast við húsvegginn. Ég gat ekki ann- að en brotið lieilann um hver það gæti verið, sem tæki upp á því að skrifa þess- um gamla einbúa. Ég leit á bréfið, en þar stóð ekkert nafn sendanda. En utan- áskriftin var með finlegri kvenhönd. Ég barði að dyrum, fyrst laust, en síð- an ákveðnar. Þá sá ég ljósglætu út um stofugluggann og hætti að berja. Ég gekk inn Ijóslausan ganginn og þreifaði fyrir mér í myrkrinu að stofuhurðinni. Ég fann að gólffjalirnar svignuðu undan þunga mínum. Ég var dauðhræddur uin að ég færi niður úr gólfinu. Ég bölvaði heimsku minni að hafa ekki farið þetta í morgun í dagsbirtunni. En þá hafði ég notað frí- stund til að kaupa jólagjafir þarna í ná- grenninu. Ég heyrði hósta innan úr stofunni, gekk á hljóðið og kom inn í lágt, sóðalegt hcr- bergi. Húsgögn voru ekki önnur en tveir stólar, borð og rúmfleti. En á einuin veggnum hékk mynd, sem skar sig mjög úr hinu dapurlega umliverfi. Þetta var stór mynd af ungri og fallegri stúlku. Ég starði hugfanginn á myndina og hrökk við, er gamli maðurinn ávarpaðu mig: — Hver er þetta? Nú, þetta er pósturinn. Iíomdu hingað að rúminu, vinur minn. Hvað hefurðu lianda mér? -— Ég er hér með bréf til yðar, herra Pedersen, svaraði ég. — Æ, góði póstur. Ekki máttu víst vcra að því að lesa það fyrir mig? Mér varð hugsað enn einu sinni til Maríu. En hún mundi áreiðanlega ekki sjá eftir þvi augnabliki, sem það tæki mig að lesa bréfið fyrir gamla manninn, svo að ég setti á mig gleraugun, reif upp bréfið og las: „Kaupmannahöfn, 18/12 ’52. EJsku pabbi minn. Ég kem til þín bráðum. Ég hef komizt að raun um, að þú hefur verið mjög veikur. Það þýðir ekki að reyna að dylja mig þess. Ég kem með ungan pilt með mér, pabbi. Þú veizt, hver það er. Ég ætla að láta hann heita i liöfuð- ið á þér. Fæðingin gekk vel og ég er orðin fullfrísk. En Thorben lítur ekki við okkur. Ég hef einhvern veginn klór- að mig fram úr þessu ein míns liðs. Ég hætti i vistinni lijá foreldrum Thor- bens og fékk fljótlega annan starfa. Heimilisfang mitt sendi ég Thorben í þeirri von, að hann mundi sjá eftlr öllu og snúa aftur til mín. En sú von rætist vist aldrei. Ég kem heim til þín með litla Christian, þér til lijálpar i veikindum ]>ínum. Þrátt fyrir allt lið- ur mér vel núna, en betra "verður það, Jiegar ég kem til þín.“ Ég leit upp úr bréfinu á gamla mann- inn og sá, að tárin blikuðu í augum lians. En ég lét sem ég hefði ekki tekið eftir þvi og las áfram: „Ég veit, að það cina, sem þú átt eftir, er kistillinn hennar móður minnar sál- ugu, með krossinum, eina skartgripn- um, sem liún eignaðist um ævina. Guð veri með þér, pabbi minn. Þín dóttir Ingrid Cbristine“. Ég braut bréfið vandlega saman og setti það í umslagið. Síðan leit ég aftur á gamla manninn. — Jæja, nú hef ég lesið hréfið fyrir yður og þarf að hraða mér heim, þvi konan mín og börnin bíða mín. Gamli maðurinn rétti höndina út eftir hréfinu, en hún féll máttlaus niður. Hann horfði frain fyrir sig með áhyggjusvip — og andvarpaði: — Ó, góði Guð, vaktu yfir þeim, vaktu yfir þeim. Síðan féll hann í mók. Ég lagði bréfið á borðið. Síðan skauzt ég út og náði í ungling, sem ég bað fyrir skilaboð til Maríu uin að mér mundi seinka heim. En fyrst bað ég hann að koma við lijá lækni í leiðinni. Svo settist ég inn og beið komu lækn- isins. Hann kom að skammri stundu lið- inni og leit á sjúklinginn. Síðan gaf hann honum deyfilyf. Ég horfði spyrjandi á hann, en gat ekki stunið upp nokkru orði. Hann hristi höfuðið. — Ég get ekkert gert hér, því miður, annað en það sem ég hef þegar gert, sagði hann, er ég fylgdi honum til dyra. Ég var nýsetztur aftur inni lijá gamla manninum, er ég heyrði bíl staðnæmast fyrir utan húsið. Eitthvert hugboð liauð mér að ganga út að glugganum og lita út. Út úr bilnum sté ung stúika, á að gizka 18 ára gömul, með reifastranga í fanginu. Ég sá, að læknirinn sneri við og gekk í veg fyrir liana, og þau töluðu saman i nokkrar mínútur. Síðan gelsk hún rakleiðis inn og að rúminu. Hún leit á gamla manninn társtokknum aug- um og stundi með niðurbældum ekka: — Pabbi, clsku pabbi minn. Nú er ég komin til þín. Unga, fíngerða andlitið hennar var af- myndað af sorg og kvöl. Ég ýtti að henni stól og bað liana að fá sér sæti. Hún spurði einskis, en settist cins og þægt barn. Ég tók við reifastranganum af henni og settist nálægt ofninum til þess að ylja litla anganum, sem var að festa blundinn. Ég liorfði á þau feðginin. Unga stúlkan faðmaði föður sinn að sér eins og til að vernda hann gegn öllu illu. Tár hcnnar mnnu niður vanga gamla mannsins. Ég liugsaði mitt. Nú var unga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.