Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 36

Æskan - 01.02.1970, Síða 36
Björg og vinstúlkur hennar eru í vanda staddar. Þær ætla sér að hafa upp á gömlum jakka, sem er að vísu Htils virði. Hins vegar hefur komið 250 000 króha vinn- ingur á happdrættismiða, sem er í brjóstvasa jakkans. Nú er komið ljós, að jakkinn var þennan dag seidur fornsala nokkrum í Sundköping, og nú fara þær inn í búð hans til að spyrjast fyrir um jakkann. Hann hafði fremur smá, stingandi augu og leit tortryggnislega á Björgu, scin var hnarreist og ákveðin í að halda samtalinu áfram. „Hvað kostar að skerpa bitið i hnífnum?" spurði hún. Hann tilnefndi uppliæðina. „Dýrt var það,“ sagði Björg. „En við þurfum að fá það gert samt sem áður.“ Maðurinn brýndi hnífinn vandlega og hafði sýnilega góða æfingu í slíku. Allt í einu sagði Björg: „Hvað hafið þér gert af jakkanum, sem þér voruð i í morg- un?“ Hann lirökk við, liætti að brýna og leit mjög tortryggnislega á hana. „Hvað áttu við? Hvaða jakka?“ „Jú, ég sá yður í morgun," sagði Björg. „Þér voruð þá í köflóttum jakka með stórum lilífðarbótum á olnbogunum. Ég skal segja yður, livers vegna ég tók eftir þessu. Frændi minn á nefnilega þennan jakka.“ Hann tók aftur til við að brýna hnífinn. Svo sagði hann: „Þetta er árans vitleysa. Ég hef ekki verið í neinum jakka. „Jú, þér voruð vist í jakka,“ sagði Björg og gætti þess vel að láta rödd sína vera eins glaðværa og kostur var. „En þér hafið auðvitað skilið hann eftir heima, vegna þcss hve lilýtt er í veðri.“ „Og hvers vegna lialdið þér, að ég gangi hér um í jakka af frænda yðar?“ spurði hann. „Ég hélt, að hann hefði gefið yður hann,“ svaraði Björg og reyndi enn að vera eins glaðleg og liún mögulega gat. „Hanu minntist á það hér um daginn, að jakkinn væri orðinn gamall og slitinn og að bezt væri fyrir sig að gefa hann einhverjum, sem yrði glaður yfir að fá liann. En það er svo auðvelt að þekkja jakkann vegna efnisins og hlifðarhótanna á ermunum." „Nú jæjn, hvcrs vegna ertu að vasast í þcssu?“ spurði hann í'eiðilega. „Ó, ég er svo forvitin. Svo eru lika margir, sem þekkja jakkann." Það var likt og orðið „margir" hefði einhver áhrif á mann- inn. Hann grúfði sig aftur yfir verk sitt. Nú sagði hann hálf- hátt: „Ég seldi fornsala hann, þvi ég hafði i rauninni engin not fyrir hann.“ „Hér i þorpinu? Þér hafið ekki getað fengið mikið fyrir hann,“ sagði Björg. „Nei, hann keypti jakkann á 100 krónur. En það eru nú líka peningar." „Jú, það cr rétt. En hverjum selduð þér jakkann?" Nú rétti hann Björgu hnífinn. „Ég sé enga ástæðu til, að þú standir hér og yfirheyrir mig,“ sagði liann. „Hér er hnifurinn og brýnslan liostar ekkert. Og reyndu nú hara að koma þér heim.“ Það hvíldi svo mikil ógnun i ])essum síðustu orðum hans, að Björg vogaði sér ekki að halda samtalinu áfram. Svo datt henni í hug, að Sundköping væri nú ekki svo stórt þorp, að vart yrði erfitt að hafa upp á fornsala þar. Þær voru vissulega komnar á slóðina. Jakkinn var í grenndinni, jakkinn með hrjóstvasanum, sem happdrættismiðinn var í. 7. KAFLI Búðin var litil og illa lýst og kaupmaðurinn lágur vexti og feitlaginn. Hann var i prjónavesti og hafði vindilstubb í munn- inum. „Góðan daginn, ungu stúlkur," sagði hann. „Hvað þóknast ykkur að kaupa?“ „Við viljum líta á jakka hjá yður,“ sagði Björg. „Ágætt," sagði hann. „Þarna er stöng, sem jökkum er raðað þétt á. Á þetta að vera jakki handa einhverri ykkar?" „Nei, karlmannsjakki," svöruðu þœr. „Jæja, gerið svo vel að líta á hirgðirnar," sagði hann og fór að lesa í blaði, sem lá á afgreiðsluborðinu. Þær voru ekki lengi að ganga úr skugga um, að jakkinn var ekki meðal þeirra, sem héngu á herðatrjánum á slánni. „Hafið þér ekki fleiri jakka en þessa hérna?“ spurði Björg. „Nei, fleiri jakka lief ég nú ekki til sölu, en það eru lika injög góðir jakkar jiarna innan um. Þarna eru til dæmis ágælir sportjakkar, sem kosta aðeins 500 krónur. Þið getið óviða gert önnur eins kjarakaup," sagði karlinn. Vindillinn sveiflaðist upp og niður, ]>egar hann talaði. „Já, ]>að eru vissulega mjög góð kaup,“ sagði Björg hugsandi. Svo ákvað hún sig og hugðist koma beint að efninu. Hún sagði: „Þannig er mál með vexti, að við Ieitum að sérstökum jakka. Hann er saumaður úr köflóttu efni og er með hlifðarbætur á ermunum." „Og hvað ætlið þið að gera með þann jakka?“ „Já, sjáið ]>ér til -— —“ sagði Björg hikandi. „Frændi okkar átti nefnilega þennan jakka, en nú er jakk- inn horfinn," sagði Stina. „Ég held, að hann hafi gefið einhverjum jakkann," sagði Karen. „Hverjum gaf hann jakkann?" „Hann lét viðgerðamann hafa hann.“ „Hvaða viðgerðamann?" „Ég veit ckki, hvað hann heitir. Hann átti hara leið hjá og var á reiðhjóli." „Mér skildist, að þessi maður hcfði selt jakkann hér,“ bætti Stfna við. Nú lagði fornsalinn frá sér blaðið, og ]>að var eins og skiln- ingsglampi kæmi í augu hans. Síðan sagði liann: „Nú fer ég að átta mig á þessu, fyrst þið lýsið þessu svona nákvæmlcga. Ég mun hafa kcypt umræddan jakka af tilnefndum viðgerðamanni. Jakkinn er inni í geymslu, ]>ví ég ætlaði að láta athuga hann, lagfæra og pressa. Ég sel ekki svona vöru um leið og húu er komin inn úr dyrunum, sjáið þið til. Ég ábyrgist, að eingöngu > í * 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.