Æskan - 01.02.1970, Qupperneq 42
Indíánunum.
Svarti Haukur var ungur piltur af ættflokki Shawnee-
Indíána og faðir hans, Hái Haukur, var einn hraustasti
karlmaðurinn í þorpinu þeirra. Hann hafði lagt sig mjög
fram um að kenna syni sínum allt, sem hann gat, um ýms-
ar listir veiðimanna, svo sem fiskveiðar, hvernig læðast
skal að veiðidýrum með spjót að vopni og margt fleira,
sem veiðimönnum er nauðsynlegt að vera leiknir í. Hái
Haukur varð einnig mjög hreykinn af syni sínum, hvern-
ig hann þroskaðist með hverju ári að vizku og afli, og
sagði oft við konu sína, Fimu Dúfu: „Sérðu, hvað dreng-
urinn verður stór og sterkur. Hann verður hraustasti pilt-
urinn í þorpinu. Já, hann verður gleði og stolt föður síns.“
Fima Dúfa hneigði höfuðið til samþykkis, enda vissi hún
bezt, hve mikið Hái Haukur hugsaði um son sinn.
Vorið var gengið í garð og Shawnee-Indíánamir voru
að huga að veiðitækjum sínum, því að þorpsbúar gerðust
þurfandi fyrir nýtt kjöt í matinn og þá vanhagaði ekki
síður um skinn í föt og tjöld. Allir feður þjálfuðu syni
sína sem bezt þeir gátu og nú reið á fyrir verðandi veiði-
menn að nota tímann sem bezt, svo þeir yrðu ekki sjálf-
um sér og feðrum sínum til skammar, þegar hin stóra
stund rynni upp.
Að síðustu var öllum undirbúningi lokið, veiðimenn-
irnir kvöddu kunningja og ástvini og lögðu af stað í norð-
urátt, en fregnir höfðu borizt um, að þar hefði sézt til dá-
dýrahópa. Þegar þeir voru komnir alllangt frá þorpinu,
tók Hái Haukur þó að undrast með sjálfum sér yfir því,
að einungis einstök dádýr skyldu sjást, en sá um leið, að
þeir voru komnir of langt frá þorpinu inn á veiðisvæði
annars ættflokks.
Hann gaf flokknum merki um að stanza og bað tvo af
foringjunum að tala við sig. „Nú höfum við farið of
langt,“ sagði hann. „Álítið þið skynsamlegt að halda
lengra? Við höfum séð allmörg einstök dýr en enga hópa
eða hjarðir. Svo er þetta svæði, sem við erum nú staddir
á, bæði heimaland og veiðiland Conestoga-Indíánanna.
Við skulum hverfa héðan vegna þess, að við erum ekki
lengur á okkar landi.“
Hann ætlaði einmitt að segja nokkur fleiri orð, þegar
annar þeirra greip fram í fyrir honum og sagði: „Já, við
erum á þeirra landi, en þurfum við að snúa við þess vegna.
Þeir eru fáir og ekki beysnari en venjulegir hreysikettir."
Þá sagði Hái Haukur: „Þetta er þeirra land og við virð-
um eignarréttinn, snúum því við og höldum heim á leið.
Heimskulegt væri að gera það ekki, því þeir eru margir
og mundu fljótlega yfirvinna okkur. Það gæti einnig kost-
að mörg mannslíf."
Hinn sagði: „Ertu nú hræddur, Hái Haukur? Er hjart-
að komið á sund í maga þínum?“
Vinir og veiðimenn
„Ég er ekki hræddur við Conestogamenn á meðan að-
eins er einn á móti einum,“ sagði Hái Haukur þá. „Ég yrði
jafnvel ekki hræddur móti tveim af þeim kynflokki, því
það mega guðirnir vita, að einn góður Shawnee-maður
getur fullkomlega borið af tveimur hinna. En við erum á
þeirra landi og ekki mjög margir á ferð, svo að við mætt-
um þakka fyrir að sleppa lifandi, ef þeir fjölmenntu á
móti okkur. Ég ráðlegg þér, heimskingi, að snúa við.
Leita má hvar sem vera skal annars staðar að veiðidýr-
um.“
Síðan sneri Hái Haukur sér að flokknum og endurtók
álit sitt. Óánægjukurr heyrðist frá þeim, sem ekki voru
honum sammála, en hinir voru þó fleiri, sem vildu hverfa
til baka. Þeir höfðu sent njósnara á undan til að kanna
leiðina og rétt í þessu kom einn þeirra með þær fréttir,
að mikill fjöldi Conestoga-manna væri á leið til þeirra.
Hái Haukur gaf merki og félagar hans flýttu sér af stað
í átt til þorps síns. Þeir hvíldu sig ekki allan daginn og
sumir voru að niðurlotum komnir af þreytu undir kvöldið.
Hái Haukur brýndi þá raustina og sagði: „Haldið áfram,
aumingjar. Viljið þið að höfuðleður ykkar prýði heimili
Conestogamanna? Meiri skömm er þó vart hægt að láta
um sig spyrjast."
106