Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 51

Æskan - 01.02.1970, Síða 51
? ? Hver er íþróttamaður ársins 1969 ? ? Verðlaunahafarnir ásamt Sigurði Helgasyni í Kulusuk á Grænlandi. Hafís er á firðinum, en fremst á myndinni er dys nýlátins Grænlendings. í þessu hefti hefjast kennsluþættir Geirs Hall- steinssonar um handknattleik. Geir hefur áður verið kynntur hér í Æskunni, en hann er snjall- asti handknattleiksmaður Islendinga í dag. Vonandi verða þættir Geirs lesendum Æsk- unnar kærkomnir. Þá er rétt að vekja athygli á því, að næsta þríþrautarkeppni FRÍ og ÆSKUNNAR hefst í sumar. Sigurvegarar í síðustu þríþraut urðu þau Gunnar Einarsson frá Hafnarfirði og Sigríður Jónsdóttir frá Selfossi. Flugfélag íslands bauð þeim í ferðalag til Grænlands á síðastliðnu sumri. Var sú ferð öll ævintýri líkust. Og nú er spurningin: Hvaða börn hljóta þessi eftirsóttu verðlaun næst? En nánar um keppnina í næsta biaði. Sigríður í flugvélinni. Hún keypti þessi fallegu stígvél i Kulusuk. Gunnar verzlaði líka — keypti sér hálsmen eins og Sig- ríður og auk þess inniskó úr selskinni. Lesendur ÆSKUNNAR eru beðnir að kjósa um það, hvaða íslenzkur iþróttamaður hafi staðið sig bezt á ár- inu 1969. Auðvitað má jafnt kjósa konur sem karla og í hvaða íþróttagrein sem er. Sendið blaðinu svör ykkar fyrir 15. marz n.k. merkt íþróttasíðunni. 115

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.