Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Síða 52

Æskan - 01.02.1970, Síða 52
Handavinna Gaoti Hannesson í nokkrum bréfum til þessa þáttar hef- ur verið beðið um teikningu af bobb- spili, og hér kemur hún. Öll mál á mynd- inni eru f sentimetrum. Sjálf platan er gerð úr birki-krossviði, 6 mm þykkum, og platan er 88 cm á hvern veg. Ramminn utan um piötuna þarf að standa rúmlega 2 cm upp fyrir hana á alla vegu. 4 göt eru nálægt hornunum, og eru þau 7 cm í þvermál. Þau þarf að saga út með lauf- sög. Þegar þið hafið gert þessi 4 horna- göt og smíðað rammann utan um plötuna, er bezt að lakka yfir með þunnu sellúlósa- lakki og láta það þorna. Síðan þarf að teikna hringinn, sem er á miðri plötunni (sjá mynd). Hann er 26 cm I þvermál. Ef þið hafið ekki hringfara (sirkil) við hönd- ina, mætti strika hringinn eftir stórum mat- ardiski, sem lagður væri þá á hvolf ofan á lakkaðan krossviðinn. Notið túsk-blýant. Einnig þarf að strika ferhyrninginn, sem sýndur er á myndinni, og litla hringa í horn hans. Þegar þessum teikningum er lokið, þarf 0,9 — 80,0 BOBB-spil svarti liturinn úr túsk-blýantinum að þorna vel. Síðan er bætt dálitlu af lakki I lakk- dósina og ekki þynnt nema hæfilega með þynni. Þá er lakkað enn á ný yfir allt sam- an, plötu og ramma, og látið þorna í einn sólarhring. Þá er slípað með sand- pappír no. 100 og slðan lakkað i þriðja sinn. Platan þarf að vera fljúgandi hál. Ef til vill þarf að lakka oftar, en þá er bezt að slípa á milli með fínum sandpappír. Þið vitið sjálfsagt, að I bobbi eru notað- ar litlar plötur með dálitlu gati í miðju. Bezt er að gera þær I rennibekk og hafa þær úr hörðum viði, en sumir notast við að saga niður kústskaft og slípa síðan plöturnar vel með sandpappír, áður en þær eru lakkaðar. Þessar plötur eru litað- ar á ýmsa vegu, t. d. 8 plötur svartar, 8 plötur hvítar, 8 plötur gular og 8 rauðar. Þá gætu fjórir spilað I einu. Prikið eða prikin, sem skotið er með, er gott að smíða úr sópskafti og lengdin á því er u. þ. b. 80 cm. Það mjókkar mikið fram í endann og eins og áður þarf að slípa það og lakka. Bobb-spilið er svo algengt hér á landi, að vafalaust kunnið þið.flest reglurnar eða getið lært þær hjá kunningjunum. Að síð- ustu má geta þess, að gott er að festa poka, t. d. kaffikönnupoka, undir götin á hornunum, svo að ekki þurfi að elta hin- ar niðurskotnu plötur út um allt gólf. Sliák í bréfi til Skák])áttar Æsk- unnar er spurt um það, hvern- ig bezt sé að æfa sig í tafli til þess að ná sem fyrst góð- um árangri. Þessu er því fil að svara, að því er eins farið um skákina og flest annað, að „æfingin skapar meistarann“, þ. e. a. s. byrjendur í skák verða að æfa sig mikið, tefla og tefla við álíka sterka mót- lierja eða dáiítið sterkari. Þá er einnig ágætt að tefla upp stuttar skákir eftir kunna skákmenn, en stuttar skákir kallast þær, sem eru svo sem 20—30 leikir. Venjulega eru hörð og snarpleg átök i þeim og oftast er það einhver af- leikur, sem úrslitum ræður. Er þá áríðandi að athuga vel af- leiki þess, er tapar, og reyna að finna aðra hetri leiki í stöð- unni. Við skulum tefla hér upp stutta skák, sem tefld var á stóru skákmóti i Vínarborg í Austurríki árið 1894. Þar eig- ast við kunnir skákmeistarar. Hvítt Svart 1. e2-e4 - — e7-e6 2. d2-d4 - — d7-d5 3. e4xd5 — e6xd5 4. Rgl-f3 — Rg8-f6 5. Rbl-c3 — Bf8-b4 6. Bfl-d3 — O — O 7. 0 — 0 — Bc8-g4 8. Rc3-e2 — Bg4xRf3 9. g2xBf3 — Rh8-c6 10. Re2-g3 — Rc6-e7 11. Kgl-hl — Rf6-e8 12. Rg3-f5 — RxR 13. BxR - - Bb4-d6 14. Hfl-gl — Kg8-h8 15. Bcl-g5 — f7-f6 16. Bg5-e3 — c7-c6 17. Ddl-fl — Hf8-f7 18. Hgl-g6 I — Takið eftir þessari hróksfórn. Átökin eru nú að byrja, og hver skyldi trúa því, að mát- ið væri aðeins 9 leiki undan? 18. — hxHgfi 19. Dfl-h3t — Kh8-g8 20. Bf5xg6 — Hf7-c7 21. Hal-el — Bd6-e5 22. d4xBe5 — ffixe5 23. Dh3-h7t — Kg8-f8 24. Be3-c5t — Re8-d6 25. Dh7-h8t — Kf8-e7 26. Dh8xg7t — Ke7-e6 27. Helxe5t — Mát Hér kemur svo að lokum stöðumynd úr tefldri skák. -— Hvítur liefur að vísu nokkra yfirburði, þar sem hann hefur hrók fram yfir svartan, en sá, scm stýrði hvitu mönnunum, gerði ])ó algerlega út um skák- ina sér í vil í næstu tveim leikjum. Gctið þið komið auga á þá? 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.