Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 32
MTIIIMISIEIIDWÖGIIII
WJ orgeir Otkelsson í Kirkjubæ gerðist mannað-
ur vel, mikill og sterkur, trúlyndur og óslæg-
ur og nokkuð talhlýðinn. Hann var vinsæll af hin-
um bestu mönnum og ástsæll af frændum sínum.
Einhverju sinni hefur Þorgeir Starkaðarson farið
að finna Mörð frænda sinn. „Illa uni ég við,“ segir
hann, „máialok þau, sem orðið hafa með oss Gunn-
ari. En ég hef keypt að þér liðveislu, meðan við
værum uppi báðir. Vil ég nú, að þú hugsir nokkra
ráðagerð, þá er Gunnari megi mein að vera, og
leggst nú djúpt. Mæli ég því svo bert, að ég veit, að
þú ert hinn mesti óvinur Gunnars og svo hann þinn.
Skal ég miklu auka sæmd þína, ef þú sérð vel fyrir."
„Sýnist það jafnan,“ segir Mörður, „að ég er fé-
gjarn, enda mun svo enn. Og er vant fyrir að sjá,
að þú sért eigi griðníðingur eða tryggðarofsmaður,
en þú komir þó þínu máli fram. En það er mér sagt,
að Kolskeggur ætli mál fram að hafa og rifta fjórð-
unginn í Móeiðarhvoli, er föður þínum var goldin í
sonarbætur. Hefur hann mál þetta tekið af móður
sinni, og er þetta ráð Gunnars að gjalda lausafé, en
láta eigi landið. Skal þess að bíða, er þetta gengur
fram, og kalla hann þá rjúfa sætt á yður. Hann hef-
ur og tekið sáðland af Þorgeiri Otkelssyni f Kirkju-
bæ og rofið svo sætt á honum. Skait þú fara að finna
Þorgeir Otkelsson og koma honum í málið með þér
og fara að Gunnari. En þó að í bresti nokkuð um
þetta og þér fáið hann eigi veiddan, þá skuluð þér
þó fara að honum oftar. Mun ég segja þér, að Njáll
hefur spáð Gunnari og sagt. fyrir um ævi hans, ef
hann vægi í hinn sama knérunn oftar en um sinn,
að það myndi honum bráðast til bana, bæri það
saman, að hann ryfi sætt þá, er gerð væri um það
mál. Skalt þú því Þorgeiri koma í málið, að Gunnar
hefur vegið föður hans áður, og er þið eruð á einum
fundi báðir, þá skalt þú hlífa þér. En hann mun
ganga fram vel, og mun Gunnar vega hann. Hefur
hann þá vegið tvisvar í hinn sama knérunn. En
þú skalt flýja af fundinum. En ef honum vill þetta
til dauða draga, þá mun hann rjúfa sættina. Er þar
til að sitja.“
Eftir þetta fer Þorgeir heim og segir föður sínum
af launungu. Réðu þeir það með sér, að með þessa
ráðagerð skyldi þeir af hljóði fara.
Víg Þorgeirs Otkelssonar
Þeir finnast jafnan Þorgeir undan Þríhyrningi og
Mörður og ráða atför við Gunnar, þá er hann ríði
ofan í Eyjar að sjá verk húskarla sinna.
Eitt sinn varð Mörður var við, er Gunnar reið of-
an í Eyjar, og sendi mann undir Þrfhyrning að segja
Þorgeiri, að þá myndi vænast til að leita atfara a*
Gunnari. Þeir brugðu við skjótt og fara ofan þaðan
við hinn tólfta mann. En er þeir komu í Kirkjubae,
þá voru þar fyrir aðrir tólf. Þeir ræða um, hvar þeir
skuli sitja fyrir Gunnari, og kom það ásamt, að
þeir skyldu fara ofan til Rangár og sitja þar fyr'r
honum.
En er Gunnar reið neðan úr Eyjum, reið Kol*
skeggur með honum. Gunnar hafði boga sinn og ðrv-
ar og atgeirinn. Kolskeggur hafði saxið og alvæpm-
Sá atburður varð, er þeir Gunnar riðu neðan að
Rangá, að blóð féll á atgeirinn. Kolskeggur spurði,
hví það mundi sæta.
Gunnar svaraði, ef slíkir atburðir yrðu, að þa®
væri kallað í öðrum löndum benrögn, — „og sagði
svo Ölvir búandi í Hísingi, að það væri jafnan fyrif
stórfundum."
Síðan riðu þeir til þess, er þeir sjá mennina við
ána — sjá, að þeir sitja, en hafa bundið hestana.
Gunnar mælti: „Fyrirsát er nú.“
„Lengi hafa þeir ótrúlegir verið," segir Kolskegg-
ur, „eða hvað skal nú til ráða taka?“
„Hleypa skulum við upp hjá þeirn," segir Gunn-
ar, „til vaðsins og búast þar við.“
Hinir sjá það og snúa þegar að þeim. Gunnar
bendir upp bog^nn og tekur örvarnar og steypir
niður fyrir sig og skýtur þegar, er þeir komu í skot-
færi. Særði Gunnar við það mjög marga menn, en
drap suma.