Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 33

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 33
á mælti Þorgeir Otkelsson: „Þetta dugir oss ekki, 9°ngum að sem hraðast." þeir gerðu svo. Fyrstur gekk Önundur hinn fagri, r®ndi Þorgeirs. Gunnar skaut atgeirnum til hans °9 kom á skjöldinn og klofnaði hann í tvo hluti. En a|9eirinn hljóp í gegnum Önund. Ögmundur flóki Jóp að baki Gunnari. Kolskeggur sá það og hjó undan Önundi báða fætur og hratt honum út á Rangá, °9 drukknaði hann þegar. Gerðist nú bardagi mik- °9 harður, og hjó Gunnar annarri hendi, en lagði annarri. Kolskeggur vó og drjúgan menn, en særði marga. Þorgeir Starkaðarson mælti til nafna síns: „All- sér það á, að þú eigir föður þíns að hefna á Qunnari." ^orgeir Otkelsson svarar: „Víst er eigi vel fram 9ongið, en þó hefur þú eigi gengið mér í spor, enda s al ég eigi þola þín frýjuorð," hleypur að Gunn- ar af mikilli reiði og lagði spjót í gegnum skjöld- lnn °g svo í gegnum hönd Gunnari. Gunnar snaraði av° hart skjöldinn, að spjótið brotnaði í falnum. unnar sér annan mann kominn í .höggfæri við Sl9 og heggur hann banahöggi. Eftir það þrífur ann atgeirinn tveim höndum. Þá var Þorgeir Ot- e|sson kominn nær honum með brugðnu sverði og feiddi hart. Gunnar snýst að honum skjótt af mik- 1 1 reiði og rekur í gegnum hann atgeirinn og bregð- Ur honum á loft og keyrir hann út á Rangá, og rek- Ur hann ofan á vaðið og festi þar á steini einum, og enir þar síðan Þorgeirsvað. Þ°rgeir Starkaðarson mælti: „Flýjum vér nú, ekki ^un oss sigurs verða auðið að svo búnu.“ Sneru þeir þá allir í frá. "Sækjurn við nú eftir þeim,“ segir Kolskeggur, "Og tak þú bogann og örvarnar og munt þú komast 1 skotfæri við Þorgeir Starkaðarson." Qunnar svaraði: „Eyðast munu fésjóðirnir um það, er þessir eru bættir, er hér liggja nú dauðir." ■.Ekki mun þér féfátt verða,“ sagði Kolskeggur, .,en Þorgeir mun eigi fyrr af láta, en hann ræður Þér bana.“ „Standa munu nokkurir hans makar á götu minni, a ur en ég hræðist þá,“ segir Gunnar. Síðan ríða þeir heim og segja tíðindin. Hallgerð- Ur fagnaði þessum tíðindum og lofaði mjög verkið. Rannveig mælti: „Vera má, að gott sé verkið, en Verra verður mér við, en ég ætla, að gott muni af Iei5a.“ Þessi tíðindi spyrjast víða, og var Þorgeir mörg- um mönnum harmdauði. Þeir Gissur hvíti og Geir goði riðu til og lýstu vígunum og kvöddu búa til þings. Riðu þá vestur aftur. Þeir Njáll og Gunnar fundust og töluðu um bar- dagann. Þá mælti Njáll til Gunnars: „Ver þú var um þig. Nú hefur þú vegið tvisvar í hinn sama knérunn. Hygg nú svo fyrlr hag þínum, að þar liggur við líf þitt, ef þú heldur eigi þá sætt, sem gerð er." „Hvergi ætla ég mér af að bregða,“ segir Gunnar, „en þó mun ég þurfa liðsinni yðar á þingi.“ Njáll svaraði: „Halda mun ég við þig mínum trún- aði tii dauðadags." Ríður Gunnar þá heim. Líður nú tii þings, og fjöl- menna hvorir tveggja mjög. Er um þetta allfjölrætt á þingi, hversu þessi mál myndi lúkast. Margir höfðingja báðu sætta og fékk það af, að tólf menn skyldu gera um málið. Ganga hvorir tveggja þá til og handsala þessa sætt. Eftir það var gert um málið og ákveðið um fé- gjöld, og skyldi allt greitt þegar þar á þingi. En Gunnar skyldi fara utan og Kolskeggur og vera ( brautu þrjá vetur. En ef Gunnar færi eigi utan og mætti hann komast, þá skyldi hann dræpur fyrir frændum hins vegna. Gunnar lét ekki á sig finna, að honum þætti eigi góð sættin. Gunnar spurði Njál að fé því, er hann hafði fengið honum til varðveislu. Njáll hafði ávaxtað féð og greiddi þá fram allt, — og stóðst það á endum og það, er Gunnar átti að gjalda fyrir sig. Riða menn nú heim. Þeir Njáll og Gunnar riðu báðir samt af þingi. Þá mælti Njáll til Gunnars: „Geym nú svo til, fé- lagi, að þú haldir sætt þessa og mun, hvað við höf- um við mælst, og svo sem þér varð hin fyrri utan- ferð mikil til sæmdar, þá mun þér verða sú miklu meir til sæmdar. Munt þú koma út með mannvirðingu mikilli og verða maður gamall, og mun enginn mað- ur hér þá á sporði þér standa. En ef þú ferð eigi utan og rýfur sætt þína, þá munt þú drepinn vera hér á landi, og er það illt að vita þeim, er vinir þínir eru.“ GJALDDAGI ÆSKUNNAR VAR 1. APRÍL GREIÐIÐ NÚ FLJÓTT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.