Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 52
'S
Verðlaunaþrautir þær, sem Æsk-
an bauð lesendum slnum upp á f
síðasta jólablaði, hafa orðið mjög
vinsælar, ef marka má hina miklu
þátttöku, en lausnir skiptu hundruð-
um.
HVAÐ ERU SKÝIN MÖRG?
, Rétt svar við þessari getraun var:
Skýin voru 30 að tölu. Þessi nöfn
komu upp: Árni ívar ívarsson,
Grundargötu 45, Grundarfirði; Hug-
rún Davíðsdóttir, Hvítungavegi 5,
Vestmannaeyjum; Þórhildur Jóns-
dóttir, Bjarghúsum, Vesturhópi,
Vestur-Húnavatnssýslu.
TVEIR STJAKAR EINS.
Rétt svar var: Stjakar 1 og 6 voru
eins. Þessi nöfn komu upp: Ragn-
heiður Gunnarsdóttir, Faxabraut
42, Keflavík; Kristinn Elíasson, Hlíð-
arvegi 14, Bolungarvik; Sif Guð-
mundsdóttir, Njálsgötu 82, Reykja-
vik.
GÁFNAPRÓF.
Rétt svör bárust frá Sesselju Vil-
borgu Árnadóttur, Hvítadal, Saur-
bæ, Dalasýslu, Jóhönnu Guðfinns-
dóttur, Árnesi, Árneshr., Stranda-
sýslu og Ástríði Haraldsdóttur,
Rauðalæk 71 II. hæð, Reykjavík.
Munið að fresturinn til að svara
15 spurningum I verðlaunaferð
Æskunnar og Flugleiða til Stokk-
hólms í sumar er til 15. maí næst-
komandi. Verðlaunahafar fá bækur
sínar sendar mjög fljótlega.
KATTASKÓLINN:
Nokkrar sögur bárust um mynd
frá kattaskólanum, sem var á blað-
síðu 93 í jólablaðinu. Hér koma
tvær þeirra:
í skólastofunni ríkti hljóð og allt
var eins og það átti að sér að vera.
Þar til allt í einu kemur hundur inn
geltandi. Það var eins og allt ætl-
aði um koll að keyra. Kettirnir, sem
voru úti á gólfinu, þeyttust um,
mjálmuðu og hvæstu í þvf skyni að
reka hundinn burt, en sumir af þeim
sem í sætunum voru litu á þetta
sem nokkurs konar nautaat með
ketti sem nautabana og hundinn
sem naut. Þess vegna voru þeir
með rokna læti, klöppuðu f borðin,
mjálmuðu og hvæstu. Gleðilætin
voru ærandi, en svo voru það aðrir
sem voru að farast úr hræðslu. Eins
og þessi upp við töfluna. Hann býst
sjálfsagt við því að hundurinn geri
út af við hann.
Já, þetta er nú ástæðan fyrir því
að stofan er eins og í hana hafi
fallið sprengja. Kennarinn var nú
ekki alveg laus við hræðslu, en
reynir árangurslaust að stöðva
þennan hávaða með þvf að mjálma
og hvæsa svo ekki heyrist manns-
ins mál. Sem sagt, þetta er ekki
eins hljóð stund og í byrjun.
Guðbjörg Hauksdóttir, Keflavlk.
Heilbrigð börn
geta leikið sér
saman, þótt
þau séu ekki af
sömu þjóð og
kunni ekki mál
hvers annars.
Hér erjj börn frá
mörgum lönd-
um í Afríku og
börn frá Evrópu
og virðist fara
vel á með
þeim.
Einn daginn, þegar allt lék
lyndi í kattaskólanum, gerðist at'
burður sem aldrei hafði gerst áð-
ur í sögu skólans. Meira að segi3
prófessor Milli mundi ekki eftir öðrU
eins. Það kom hundur hoppandi og
geltandi inn í skólastofuna.
Allir litlu kettlingarnir urðu aga'
lega hræddir. Sumir kettlingarri'r
hvæstu og mjálmuðu, aðrir reyndú
að fela sig og enn aðrir skemmtu
sér konunglega.
Allt lék á reiðiskjálfi, kettlingam'
ir kútveltust um hvern annan, bse^'
ur duttu í gólfið og allt var á hvol"
f skólastofunni.
En nú var mælirinn fullur hj
prófessor Milla. Hann stökk upp a
stólnum, hvæsti og rauk að hund'
inum, sem skemmti sér konungle9a
f öllum látunum. Prófessor Milli ^
hundinn rækilega til bæna. Hann
klóraði hann beint á snjáldrið. Hana
þá var hundinum nóg boðið, hanfl
rauk út úr skólanum og kom aldrel
þangað aftur.
(GuSlaug Tryggvadótir (12 ér8l-
50