Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 62
BJARNARKLÓ
— Teikningar: JON SKARPRUD —
Texti: BERNHARD STOKKE Þýðandi: SIGURÐUR GUNNARSSON
1. Það er mikil hátíð í þorpi Björnunga. Stórviðburður hefur gerst. Karlmönnunum hefur tekist að ret<a
hval á land. Þeir flykkjast að hinu stóra dýri og reyna að lóga því með löngum beinskutlum og spjótum-
hvalurinn lemur sjóinn lengi vel með sporðinum af svo miklu afli, að öldur ganga á land upp. Að lokum
tekst þeim þó að vinna dýrið. — 2. Konumar draga saman eldivið og gera stórt bál, því að kjötið ®tla
þær að steikja. Hundarnir gelta og fuglamergðin vex, svo að ekki heyrist mannsins mál. Það mundi vissu-
lega ekki vera erfitt fyrir hermennina, sem nú læðast í gegnum skóginn, að finna bústað veiðifólksins.
3. Þegar bræðurnir og móðir þeirra nálguðust á báti sínum, hafði fólkið fallið í eins konar mók eftir
veisluátið. Margir höfðu étið svo mikið, að þeir gátu tæpast gengið, aðrir dottuðu með fullan maga. Allir létu
sér standa á sama um dritinn, sem rigndi sífelit yfir þá frá sjófuglunum. — 4. Hér hafði orðið breyting á>
eins og Bjarnarkló hafði búist við. Ættkvíslin hafði fengið nýjan fyrirliða. Bandið stóra með bjarnarklónum
hékk nú um hálsinn á ungum, hraustum veiðimanni, sem hafði verið góður vinur pabba Bjarnarklóar. —
Höfðinginn hlustar af áhuga og ótta á fregnir þær, sem Bjarnarkló flytur. Því næst horfir hann til manna sinna>
sem flestir hafa borðað yfir sig. Bjarnarkló ráðleggur honum að láta fólkið fara strax í bátana og flýja, með'
an enn er tími til. Annars mundu þau öll verða gerð að þrælum. — 6. Höfðinginn hefur hug á að senda merm
til njósna. En Bjarnarkló grípur um handlegg hans og segir enn, að þeir megi engan tíma missa. Óvinirnir
60