Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 40

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 40
Þriþraut F.R.Í. og Œskunnar Eflaust hafið þið öll reynt að stökkva hástökk yfir rá eða snúru og þá flest eins og stúlkan gerir á mynd 1. Þið sjáið, að hún stekkur af vinstra fæti og sveiflar þeim hægri snöggt fram og upp samtímis því, að hún spyrnir vel í með stökkfætinum. Hönd- unum lyftir hún einnig fram I uppstökkinu. Þegar hún hefur náð svo til fullri hæð, lyftir hún stökkfæt- inum yfir og færir um leið hægri fótinn niður. Takið eftir, að hún vindur sig að ránni um leið og hægri fóturinn fer yfir. Margar íþróttakonur nota þessa stökkaðferð í hástökki með góðum árangri. Á mynd 2 sjáið þið aðra stökkaðferð, sem talin er betri, enda nota hana margir bestu hástökkvarar heimsins, meðal þeirra Brumef frá Sovétríkjunum, sem átti eitt sinn heimsmetið, 2,28 m. Takið vel eftir hreyfingum hástökkvarans á mynd- inni. Hann hallar sér vel aftur um leið og hann stekk- ur upp. Hægri fóturinn sveiflast kröftuglega fram og upp og báðar hendur einnig. Skömmu áður en fullri hæð er náð byrjar stökkv- arinn að draga sig saman og veltir sér yfir rána. Hann gætir þess að lyfta hnénu á stökkfætinum vel út svo það rekist ekki I rána á niðurleið. Þegar þið byrjið að æfa þessa aðferð, skuluð þið stökkva eins og drengurinn á mynd 3. Taka aðeins stutta atrennu, lyfta hægra hné og hægri fæti í upp- stökkinu, velta síðan yfir rána og koma niður á hægri hlið. Á síðustu árum hefur ný aðferð í hástökki rutt sér mjög til rúms. Er hún kennd við Bandaríkjamanninn Fosbury, sem sigraði á Olympíuleikunum 1968 og notaði þá þessa aðferð. Hún er í því fólgin, að stökkv- arinn snýr baki að ránni og kemur því niður á herö' arnar. Enginn ætti að reyna þessa stökkaðferð nema undir leiðsögn kennara. Og gæta þarf þess ætíð að hafa þykka svampdýnu til að koma niður á. Þegar þið æfið hástökk, eigið þið ávallt að byrja á því að ,,hita upp“, eins og það er kallað, þ. e. a. s- skokka og taka léttar leikfimiæfingar. Síðan byrji^ þið á því að æfa hástökk með aðeins þriggja skrefa atrennu. Þá leggið þið áherslu á að fá öflugt upp' stökk og rétt stökklag. Síðan hækkið þið rána þannig, að hún verði 10" 15 cm neðar en þið hafið stokkið hæst áður. Þá lengið þið atrennuna í 7 skref. Þið standið í báða fætur við merki, sem þið gerið ykkur í hæfilegrl fjarlægð frá uppstökksstaðnum. Ef þið stökkvið af hægra fæti, byrjar atrennan með hægri fót fram. annars vinstri. Fyrstu 4 skrefin eru mjúk og ekki hröð, en síðustu 3 skrefin kraftmikil. Gætið þess vel, að atrennan sé hæfilega löng °9 uppstökkið ekki of langt frá ránni. Mælið atrennuna í fetum, þegar þið hafið fengið hana rétta. HVAÐA HLJÓÐ ERU ÞETTA? ii ver er að kalla þarna niðri á bakkanum?" sagði skrautlegt fiðrildi, sem sat á viðar- grein og beið eftir kvöldkyrrðinni. Nú heyrðist það aftur. Ú-ú-ú-ú. Fiðrildið skellti I góm. Randaflugan, hún ætlar þó ekki að láta okkur hafa bikarana alveg fulla af hunangi í kvöld. Vindurinn þagnaði og fiðrildið hóf sig á loft og flaug niður á bakkann. Nú, hér var allt fullt af hunangi. Hvaða hljóð voru þetta I dag. Allt I einu kom randaflugan suðandi og settist hjá fiðrildinu. „Þú ert svo sem búin að finna það. Þú naust þess, að ég hef átt annríkt í dag,“ sagði randa- flugan. „Strákurinn, hann Siggi smali, kom hinga* I morgun og stakk prikinu sínu inn í holuna, sem ég hafði ungana mína í. Ég gat ekki annað en hljóðað upp. Svo óttaslegin var ég.“ Fiðrildið kinkaði kolli. Svo bætti randaflugan við: „Ég hef því haft nóg að gera að taka allt til aftur. Þú nýtur þess líka, nð ég hef ekki haft tíma til að safna hunanginu." Fiðrildið leit aðeins upp og sagði með hægð: „Sá á fund sem finnur." „Þú ættir nú að sjá aumur á mér og skilja eitthvað eftir handa mér,“ sagði randaflugan. Svo lyfti hún upp eiturbroddi sínum. Fiðrildið tautaði þá I hálfum hljóðum: „Já, já, Þa® er svona,“ og I einu hendingskasti var það komið á loft og flaug ánægjulega og suðandi í burtu. Jón ati. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.