Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1976, Blaðsíða 24
SVÍÞIÓÐ Meira en helmingur af þurrlendi Sví- þjóðar er skógi vaxinn. Þar vaxa bæði lauftré, svo sem eik, ösp og birki, og barrtré t. d. greni og fura. Skógarnir eru ein mesta náttúruauðlind Svíþjóð- ar. Þeir hafa átt mikinn þátt í iðnvæð- ingu landsins, sem hófst fyrir nær hundrað árum. Elgurinn er oft kallaður „konungur skógarins" og er stærsta spendýr f Evrópu. Stórar hjarðir elgsdýra reika um sænsk skóglönd, þar sem þeir fá gnægð matar og gott skjól. Vegna um- fangsmikillar verndunar villidýra eru margar villtar dýrategundir ( skógun- um. Auk elgsins eiga þar heimkynni hérar, refir og mörg önnur dýr. Skógarvinna er mjög erfið, en með vélvæðingu nútímans er starfið gert léttara. Mesti hluti timbursins er flutt- ur með vörubílum til hlutaðeigandi verksmiðja. Áður fyrr var trjábolunum fleytt eftir ánum, en slíkir timburflutn- ingar heyra nú að mestu fortíðinni til. Vélarnar í verksmiðjunum, sem taka á móti timbrinu, vinna dag og nótt. Vinn- an er unnin á þrlskiptum vöktum, átta tíma I einu, svo að vélarnar þurfi aldrei að standa aðgerðarlausar. Elstu verk- smiðjurnar, sem byggðust á meðan timbrinu var fleytt eftir ánum, voru reistar sem næst ármynninu við hafið. Sænskar eldspýtur eru framleiddar úr lauftrjám og hentugasta trjátegund- in er öspin. Öryggiseldspýtur, sem ein- göngu er hægt að kveikja á með þvf að strjúka þeim við eldspýtustokkinn, er sænsk uppfinning. Um það bil helmingur trjánna, sem felld eru, fara til pappírsframleiðslu, og um það bil tveir þriðju hlutar trjá- kvoðunnar eru fluttir til útlanda. Það, sem eftir er, fer til sænskra pappírs- verksmiðja, sem framleiða úr henni ýmis konar pappír t. d. dagblaðapapp- ír og skrifpappír. Eftir að kvoðan hef- ur verið soðin og möluð er henni dreift á hreyfanlega málmskífu, sem er við cíðafl annan enda pappírsvélarinnar. ö fer kvoðan i gegnum marga valsa, sem hún er pressuð og þurrkuð. hinn enda vélarinnar er fullun pappírinn vafinn upp í stórar rU. ^ Skógurinn gefur líka af sér hráefnl annars konar iðnaðar, t. d. sögun ^ myllur, spónaplötur og til húsgað smíði. . ,v Svíþjóð hefur átt marga v^sina^ menn og uppfinningamenn, sern gert garðinn frægan um víða ver Alfreð Nóbel (1833—1896) gerði ma ö ar uppfinningar, m. a. nýtt spreng' ^ dýnamitið. Áður en Nóbel dó stofna^ hann sérstakan sjóð, sem kenndur ^ við hann, og lagði til hans öll sín aU æfi, sem námu rúmum 30 miHPn | sænskra króna. Úr þessum sjóði s úthluta árlega miklum verðlaunum ^ þeirra manna, sem mest afrek unnið í þágu mannkynsins. Þann desember ár hvert, á dánar Nóbels, er úthlutað í Stokkhólmi ve launum fyrir afrek á sviði bókmenn eðlisfræði, efnafræði og læknisfr30^ Fimmtu verðlaununum, Friðarverðla um Nóbels, er úthlutað f Osló af nors Stórþinginu. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.